Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 12

Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 12
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR PO RT h ön nu n Verkefnislýsing vegna breytinga á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökuls- þjóðgarðs vegna stækkunar þjóðgarðsins í Krepputungu og Kverkárnesi. Svæðisráð austursvæðis vinnur að breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Krepputungu og Kverkárnes vegna stækkunar þjóðgarðsins, í samræmi við 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007. Hægt er að nálgast verkefnislýsinguna á heimasíðu þjóðgarðsins www.vjp.is undir Verndun og stjórnun www.vatnajokulsthjodgardur.is/verndun-og-stjornun/ stjornunar--og-verndaraaetlun. Einnig liggur hún frammi til kynningar á aðalskrifstofu þjóðgarðsins að Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík. Ábendingum er hægt að koma á framfæri til Þjóðgarðs- varðar á austursvæði, Skriðuklaustri, 701 Egilsstaðir eða á netfangið: agnes@vjp.is fyrir 17 mars. Leikskólastjóri óskast Flóahreppur auglýsir eftir leikskólastjóra við leikskólann Krakkaborg. Um er að ræða 100% starf tímabundið til 31. júlí 2015 með möguleika á framhaldi. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Gerð er krafa um: • Leikskólakennaramenntun eða aðra uppeldismenntun • Menntun og/eða reynsla af stjórnun og rekstri sbr. 10. gr. laga nr. 87/2008 • Góða skipulagshæfileika • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Mikla hæfni í mannlegum samskiptum Starfssvið: • Stjórn og ábyrgð á daglegri starfssemi, fjárhagsáætlunum og rekstri • Fagleg forysta • Ráðningar og stjórnun starfsfólks • Vinna með starfsfólki að markmiðum leikskólans Í leikskólanum er lögð áhersla á: • Að börnin fái að þroskast og dafna í leik og starfi • Að börnunum séu veitt verkefni við hæfi hvers og eins • Gott samstarf og samvinnu við forráðamenn og íbúa sveitarfélagsins • Gott samstarf við grunnskóla Flóahrepps, Flóaskóla Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri Flóahrepps, Margrét Sigurðardóttir, í síma 480-4370, netfang floahreppur@floahreppur.is. Umsóknum skal skila fyrir 11. mars 2014 á skrifstofu Flóahrepps, Þingborg, 801 Selfoss eða á netfangið floahreppur@floahreppur.is. Umsóknir skulu merktar “Leikskólastjóri”. 27. febrúar 2014 HÆGELDAÐ LAMB Í SINNEPSHJÚPI Sinnep er mjög skemmtilegt krydd sem Íslendingar hafa ekki mikið notað nema sem ómissandi efni ofan á pylsur í brauði. Sinnep er samheiti fræja sem unnin eru úr gulblómstrandi einærri jurt af krossblómaætt. Fræ þessi sem kölluð eru mustarðsfræ eða sinnepsfræ eru til í þremur litum; gul, svört og brún. Fræin eru mulin og blönduð oftast saman við edik, salt og sykur. Síðan hefur verið bætt við ýmsum efnum eins og viskýi, víni, cider, hveiti, hunangi, piparrót ásamt ýmsu öðru kryddi. Orðið sinnep er komið af gríska orðinu sinapi en enska orðið must- ard og franska orðið moutarde kem- ur af latnesku orðunum mustum ardens sem þýðir „brennandi saft“ sem er talið vera vegna þess að í Frakklandi blönduðu menn sinnepi saman við vín. Sinnep sem krydd er þekkt frá Ind- landi frá 3000 f.k. Það voru Róm- verjar sem áttuðu sig á þeim sérstaka eiginleika sem það hafði og það barst fljótt til Frakklands. Á Norðurlönd- um varð það þekkt á síð miðöldum og þá helst í Danmörku og á Skáni. Það varð þekkt meðal ríka fólksins. Sérstaklega með jólamatnum var talað um „skånsk senap“. Fyrsta verk- smiðjan sem framleiddi sinnep í Sví- þjóð var AB Uppsala ättiksfabrik sem 1920 hóf framleiðslu á Slottssenap. Sinnep var líka vinsæl lækningajurt. Ef maður hefur langvarandi hiksta er gott að leysa ½ tsk. af sinnepsdufti í stóran bolla af sjóðandi vatni. Látið kólna og drukkið þangað til hikstinn hættir. Ef maður þjáist af kvefi og höfuð- verk er ráð að setja 100 gr. af sinneps- dufti út í fótabaðið. Hægðartregða lagast við að setja ½ tsk. af sinnepsfræjum í lítið glas af köldu vatni og drekka það á fastandi maga tvo morgna í röð og borða svo morgunmat á eftir. En af hverju er ég að fjalla um sinnep? Ég sá einhverntíma í sjónvarpsþættin- um Food Network að lambalæri var hægeldað í sinnepshjúpi. Mér fannst mjög spennandi að prófa þetta og dreif í því á konudaginn. Í Nettó var hægt að kaupa lamba- bóg á tæpar 600 kr. kílóið. Vissulega er mikið bein í þeim en ódýrt samt og hrafninn var rosalega glaður að fá beinið. Í sjónvarpinu var notuð mynta með öðru kryddi en ég er ekki hrifin af myntu svo að ég sleppti henni. Ég bjó til mína uppskrift eftir minni. Í læri eða bóg eru stungin göt með oddhvössum hníf – í götin er sett rós- marín (einnig mynta) og hvítlaukur í sneiðum. Á botnin í eldföstu formi eða potti (sem hægt er að loka í ofni) er gott að setja rótargrænmeti eftir smekk. Ofan á grænmetið er lagt lærið eða bógurinn. Smá vatn er sett í fatið. Búin er til eftirfarandi blanda. 4 pressuð hvítlauksrif 4 msk. olía 4 msk. mayones 2 tsk. sinnep með heilum fræjum í 2 tsk sterkt sinnep eða ½ tsk af sinnepsdufti Rifinn börkur af einni sítrónu og einnig safinn Svartur pipar Ég bætti líka við tsk af hunangi frá Valgerði á Húsatóftum. Þessu er blandað saman og lærið/ bógurinn þakinn með blöndunni. Ef ekki er til lok á pottinn er gott að setja álpappír yfir. Ofninn hitaður í 140°C og matur- inn hafður inn í ofninum í 3-4 klukkutíma. Undir lokin er álpapp- írinn tekinn af og hitinn hækkaður til að fá lit og skorpu á kjötið. Ég notaði ekki salt í uppskriftina en sjálfsagt að hafa það við hendina. Þetta var mjög gott með góðu sal- ati. Soðið var frábært sem sósa. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. Kveðja, KS 12 Að hætti hússins Kristjana Sigmundsdóttir kristjanasig@simnet.is Vilt þú hjálpa til við söfnun þjóðhátta? Þjóðminjasafn Íslands hvet-ur almenning – og þar með talið ungt fólk - til að slást í hóp heimildarmanna að þjóðhátt- um. Fyrir hálfri öld voru heim- ildarmennirnir fólk sem hafði sent inn svör við fyrirspurnum í þættin- um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Smám saman varð til hópur fólks sem safnið hefur leitað til. Fólk svarar spurningaskrám og leggur þannig sitt af mörkum til varðveislu á menningararfi. „Við erum að leita að heimildar- mönnum almennt, sérstaklega í yngri kantinum, sem yrðu þá hluti af hinum fasta kjarna heimildar- manna Þjóðminjasafnsins,“ segir Ágúst Ó. Georgsson, fagstjóri Þjóðháttasafns. Ágúst veitir nánari upplýsingar í síma 5302246 og á netfangi august@thjodminjasafn.is Í einni af spurningaskránum er safnað upplýsinga um sundlaugaferðir, sundkennslu, samskipti og hegðun á sundstöðum, líðan fólks og veru þess í sundlauginni og heita pottinum - eða með öðrum orðum um sundlauga- menningu á Íslandi. Myndir er tekin í Sundlaug Vesturbæjar 3. júlí 1964. Ljósmyndari: Hjálmar R Bárðarson. Mynd í eigu Þjóðminjasafnsins .

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.