Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 27.02.2014, Blaðsíða 10
Bókunarsími tilboðsins er 426 5000 Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi! Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ Sími 426 5000 · gistihus@internet.is · bbkeflavik.com Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur. Þú geymir bílinn þinn hjá okkur, við keyrum þig upp á á flugvöll og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu. Ertu á leiðinni til eða frá landinu? Morgunverður er innifalinn Þráðlaus nettenging Rúmgóð herbergi með gervihnatta- sjónvarpi og baði Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla hervöllinn og Reykjanesið? Við erum vel staðsett til að njóta alls þess sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða rómantískar stundir. Gott verð! Gildir til 1. maí 2014. 27. febrúar 2014 Velkomin sértu, góa mín Fyrsti dagur góu var á sunnudaginn og er nefndur konudagur. Líkt og fyrsti dagur þorra er bóndadagur. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar. Síðasti dagur góu nefnist góuþræll. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi nærri á við þorra- komu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langa- föstu. Nokkuð var ort um Góu á 17. - 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera til- gangur þess góukomusiðar á norð- austanverðu landinu að góu var færður rauður ullarlagður. Hann átti soninn Þorra sem aftur átti dótturina Gói. En hvað er góa? Á Vísindavefnum eru þessar upp- lýsingar http://www.visindavefur.is/svar. php?id=55529 Góan er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali. Hún tekur við af þorran- um. Hún hefst á sunnudegi á bilinu 18.- 24. febrúar og stendur þar til einmánuður tekur við. Orðmyndin góa virðist ekki not- uð fyrr en í lok 17. aldar. Áður var notuð kvenkynsmyndin gói (beygist eins og elli) allt frá því í fornu máli. Gömul saga, sem lesa má um í fyrsta kafla Orkneyingasögu, segir frá Fornjóti konungi í landi því er kallað er Finnland og Kvenland. Hann átti soninn Þorra sem aftur átti dótturina Gói og tvo syni, Nór og Gór. Þorri var mikill blótmaður og hélt á miðjum vetri ár hvert blót sem kallaðist þorrablót. Það bar til tíðinda á einu slíku blóti að Gói hvarf og fannst ekki þótt víða væri leitað. Þremur vetrum síðar, þegar Gói var enn ófundin, strengdu bræður hennar þess heit að leita hennar, Nór um löndin en Gór um útsker og eyjar. Leituðu þeir víða og lengi um það land sem nú heitir Noregur. Loks komast þeir að því að Hrólfur nokkur úr Bjargi á Heiðmörk, sonur Svaða jötuns norðan úr Dofrum, hafði numið Gói á brott og heldur Nór til fund- ar við hann. Þegar Hrólfur fréttir af Nór fer hann til móts við hann og Nór býður honum til einvígis. Þeir börðust lengi og hafði hvorug- ur betur. Þeir sættust þá, Nór fékk systur Hrólfs en Hrólfur Gói og hafði Nór í leitinni að systur sinni lagt undir sig Noreg. Orðin góa og gói finnast einnig í Norðurlandamálum. Í færeysku er myndin gø, í nýnorsku gjø, go, í sænskum mállýskum göja, gya og í forndönsku gue, gøj. Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið líklega skylt nýnorsku gjø í merkingunni 'snjó- föl' og forníslenska veðurheitinu gæ (í þulum). Velkomin sértu, góa mín. Húsfreyjur áttu að fagna góu á sama hátt og bændur fögnuðu fyrsta degi í þorra. Þær áttu að fara fyrstar allra á fætur, ganga út fáklæddar fyrsta morgun í góu og bjóða hana í garð með þessari vísu: Velkomin sértu, góa mín, og gakktu í bæinn; vertu ekki úti í vindinum vorlangan daginn. Þorrinn og góan þóttu erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem oft var farið að ganga á matarbirgðirnar. Í söfnum Orðabókar Háskólans er þessi orðatiltæki meðal annars að finna um góuna: Hægt er að þreyja þorrann og góuna Kerling kvað það væri óséð. ,,Því að ekki er öll góa úti enn." Hafa margir haft þetta að máltæki síðan. Góunnar er einnig oft getið í þul- um og vísum. Vel þekktur er þessi þulupartur: Við skulum þreyja þorrann og hana góu og fram á miðjan einmánuð; þá ber hún Grána. (Af vísindavefnum) Eins og áður er minnst á kemur Góa mikið við sögu í veðurspám fyrri tíma áður en tölvulíkön nú- tímans urðu til. Á þeim tíma sem reynslan og eftirtekt á hinum ýmsu teiknum náttúrunnar var það eina sem hægt var að spá eftir. Vísur og munnmæli sem tengjast veðri á Góu eru nokkur til. Þurr skyldi þorri, þeysöm (þeysin) góa, votur einmánuður, þá mun vel vora. Eftir úrfellum á góu þykja jafnan fara úrfelli á sumrum. Lognsnjór mikill á góu veit á góð- an grasvöxt á sumrum. „Grimmur (góður) skyldi góu- dagurinn fyrsti, annar og hinn þriðji, þá mun hún góa góð verða.“ „En ef hún góa öll er góð öldin má það muna þá mun harpa hennar jóð herða veðráttuna.“ Sólbráðir á vetrum borgast aftur ef þær koma fyrir þriðja fimmtudag í góu. Samantekt: KS 10 Þær opnuðu snemma í Sjafnarblómum á Selfossi á konudaginn. Og stóðu allar vaktina lengi. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar. Mynd: ÞHH 27. FEBRÚAR: Með greinarstúfum sem hér birtast bregðum við á leik. Leitað er fanga í gömlum blöðum og tímaritum. Útgangspunkturinn verður dagsetning viðkomandi útgáfublaðs. Að þessu sinni er útgáfudagurinn 27. febrúar. Efnið sem hér birtist felur í sér dagsetninguna 27. febrúar. Atburðir eru látnir ráðast af því að þessi dagsetning finnst í textanum. Þeir geta verið mis forvitnilegir, en við látum dagsetninguna stjórna ferðinni. Leiðbeiningar um notkun kornvöruseðla, brauðseðla og sykurseðla. Stjórnarráðið hefur skipað svo fyrir að eftir 1. marz 1918 má ekki selja rúg, rúgmjöl, hveiti, maís, maísmjöl, bankabygg, hrísgrjón og sykur nema gegn seðlum, sem út verða gefnir að tilhlutun landsverzlunarinnar og ekki brauð nema gegn seðlum, er bæjarstjórn gefur hér út fyrir Reykja- vík og fást í skiptum fyrir kornvöru- seðla. ... hefur nú verið útbýtt til tveggja mánaða ... til að kaupa 20 kílógrömm af kornvöru og 4 kíló- grömm af sykri ... og verður hver einstakur maður að haga svo til, að þessi skammtur dugi. ... Borgarstjórinn í Reykjavík, 27. febrúar 1918. K. Zimsen Útvarpstíðindi birta dag- skrá útvarpsins þennan dag árið 1946. Stutt og laggott: Miðvikudagur 27. febrúar. 20.30 Kvöldvaka Í Alþýðublaðinu er þessi frétt 27. febrúar 1949: Mjólkin skömmtuð í dag. Vegna snjókomunnar og ófærðar á vegunum verður mjólkin skömmt- uð í Reykjavík og Hafnarfirði í dag. Verða skammtaðir 4 deselítrar út á Mjólkurskömmtunarreit númer 48. 1878. Eldur uppi í hraununum norður af Heklu. Gos þetta hófst 27. febrúar með all- miklum jarðskjálftum sem gengu yfir allan suðvesturhluta landsins; þeir stóðu frá kl. 4 e.m. þangað til kl. 5 næsta morgun og voru næst eldstöðvunum með litlu millibili og víða svo ákafir að gömul og óvönd- uð hús skekktust meira eða minna, en ekkert tjón varð á fólki eða pen- ingi; margir flúðu hús sín og létu út fénað meðan á þessu stóð; mestir urðu jarðskjálftarnir á Landi, Rang- árvöllum; í Hreppum, Fljótshlíð og Vestmannaeyjum, en ekki á öllum stöðum á sama tíma. ... Jarðskjálftarnir á Suðurlandi hafa flestir hreyfzt frá norðustri til suð- vesturs og fara því eptir línum þeim sem eldfjallagýgir og eldfjallasprung- ur mynda í þessum landshluta. (Andvari 1882)

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.