Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 4
4 13. MARS 2014 „Við getum látið okkur dreyma“ Fischer er goðsaga, sagði Garry Kasparov heimsmeistari í eftirminnilegri heimsókn. „Það er erfitt að segja í fáum orðum hvert framlag Fischers er til skáklistarinnar. Hann er goðsaga,“ sagði Kasparov í viðtali á kirkjutröppunum í Laugardælum. Hann var þögull við gröf Fischers. Tilfinningin tók yfir. „Maður fyllist einhverri sorg við að koma hér.“ Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák kom í heimsókn til Íslands sl. sunnudag. Hann brá sér meðal annars austur yfir fjall, að leiði Bobby Fischers í kirkjugarðinum í Laugardælum. Að lokinni drjúgri stund við leiðið var haldið inn í kirkj- una þar sem Kasparov ritaði nafn sitt og kveðjur í minningabókina um Fischer. „Með einvíginu 1972 á Íslandi náði skákin slíkum hæðum í vinsældum – en það er okkar að vera með tilgátur um hvað hefði getað gerst ef Fischers hefði notið lengur við. Við getum látið okkur dreyma. Því miður hitti ég aldrei Fischer.“ Kasparov segist ætla að leggja skák- inni lið, en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Alþjóða skák- sambandsins, FIDE. Að lokinni heimsókninni að leiði Fischers hélt Kasparov ásamt fylgdarliði og erlendum sem inn- lendum fréttamönnum í hið glæsi- lega Fischersafn á Selfossi. Þar var fyrir hópur heimamanna. Með- al gesta var líka eldri maður frá Kasakstan sem tefldi við Kasparov suður í Bakú við Svartahaf, hann sjálfur 14 ára en Kasparov aðeins 6 ára. Kasparov beið lægri hlut í þeirri viðureign. Guðmundur G. Þórarinsson, sem var ein af driffjöðrum einvígis Fischers og Spasskys 1972 leiddi heimsmeistarann um sali. Kasparov staldraði lengi við sýniskáp með fyrstadagsumslögum sem sýndu mismunandi skákstöður í einvíg- inu. Hann stóðst ekki freistinguna og lék nokkra leiki gegn Einari S. Einarssyni, fyrrverandi forseta Skák- sambandsins. Menn Einars urðu snemma berskjaldaðir. Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrum skólastjóri á Selfossi og dómsmála- ráðherra, flutti eftirminnilegt erindi um móður Fischers, einstaka konu. Varpaði Óli Þ. nýju ljósi á atburði og fjölskyldu Fischers, erfiða lund skáksnillingsins, ætt og uppruna. Þannig lauk viðburðaríkum degi. Heimsmeistarar eru ekki daglegir gestir hér um slóðir. ÞHH. Ljósm. ÞHH Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 5. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! Tefldu fyrir hálfri öld austur við Kaspíahaf. Garry Kasparov við leiði Bobby Fischers í Laugardælakirkjugarði Kasparov íhugull í Laugardælakirkju Þær stöllur fluttu frumsamið tónverk heimsmeistaranum til heiðurs Aldís Sigfúsdóttir færði skákmeistaranum gjöf frá Fischersafni Tveir heimsmeistarar Það er ekki amalegt að fá áritað tafl- borð Óli Þ. Guðbjartsson hélt fróðlegt er- indi

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.