Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 14
14 13. MARS 2014 Kirkjubæjarklaustur var það Margt fólk hefur haft samband eftir síðustu myndbirtingu í blaðinu 27. febrúar sl. Heimafólk fyrir austan átti ekki í vandræðum með að þekkja bæinn; gamla bæinn á Kirkjubæjarklaustri og skólahús- næði á Klaustri. Skólinn var byggð- ur 1917 og kennt í honum til 1950. Skólahúsið var rifið og efnið notað í ýmis hús í hreppnum þar á meðal gangnamannahúsið í Leiðólfsfelli, segir einn heimildarmanna. Systrafoss er þurr á myndinni, hann rennur ekki niður bergið. Stundum gerist það í þurrkatíð að fossinn þornar um tíma, sem betur fer er það sjaldan. Árið 1945 var byrjað að planta birkitrjám í hlíðina á Klaustri. Í dag setur skógræktin mjög mikinn svip á umhverfið. Myndin af Gamla bænum er talin tekin einhvern tímann á ár- unum 1929 til 1936. Húsráðendur voru þá þau Elín Sigurðardóttir og Lárus Helgason. Annar heimildar- maður er nákvæmari á myndatöku: Á mynd sem talin er frá um 1930 er kvisturinn á gamla húsinu t.v. ekki kominn. Og annar kveður myndina eldri: Húsið (skólahús- ið) var flutt frá Kleifum og var þinghús (stúkuhús) Kleifarhrepps. Myndin er liklega tekin fyrir 1921 því það eru engar loftnetsstangir á myndinni en þær komu 1921. Gamli bærinn var um langt árabil eina íbúðarhúsið á Kirkju- bæjarklaustri. Húsið heitir einfald- lega Kirkjubæjarklaustur l. Í tíð Lárusar og Elínar bjuggu margir í bænum og gestagangur var mikill. Var því brugðið á það ráð að byggja gistihús á Klaustri árið 1939. Var það með þeim fyrstu á landsbyggð- inni. Skólahúsið gegndi öðrum hlut- verkum eins og upplýst hefur verið: Meistari Kjarval hafði aðstöðu í þessu gamla skólahúsi, þegar hann var að mála hérna á árunum 1940 til 1950. Lítill drengur var þá að sniglast í kringum Kjarval, hann heitir Guðundur Guðmunds- son, betur þekktur undir lista- mannanafninu Erró. Upplýsingum verður komið til Héraðsskjalasafns Árnesinga. Þekk ir Þú fóLk ið? Héraðsskjalasafn Árnesinga hef- ur á undanförnum árum feng- ið fjölda merkra ljósmynda. Hérðasskjalasafnið fékk ásamt Héraðsskjalasöfnunum á Egils- stöðum og Sauðárkróki styrk frá Mennta- og menningarmálaráðu- neyti til atvinnuskapandi verkefn- is við innskönnun og skráningu á ljóstmyndum. Sveitarfélagið Ár- borg og Menningarráð Suðurlands styrkja verkefnið svo sérstaklega hér í héraði. Á héraðsskjalasafninu eru nú um 150.000 ljósmyndir. Rúmlega 70.000 ljósmyndir er nú búið að skanna og skrá um 50.000. Mikil vinna liggur að baki skrán- ingu á ljósmyndum og oft á tíðum er ekki hægt að greina nákvæmlega frá viðburðum eða þekkja einstak- linga á myndunum. Mikilvægt er að geta leitað til almennings og fá aðstoð við skráninguna. Birting ljósmynda með þessum hætti er í raun samvinnuverkefni þeirra sem lesa blaðið og héraðsskjalasafnsins. Þeir sem hafa frekari upplýsingar eru hvattir til að senda okkur tölvu- póst á myndasetur@heradsskjala- safn.is eða heimsækja okkur. Þá minnum við á myndasíðuna okkar myndasetur.is en þar eru myndir aðgengilegar. úr Harð Haus (5) Að snæða dægrin Meðal stórbóka sem í boði voru fyrir hóflegt verð á Bókamarkaðn- um í Laugardalnum/Reykjavík var Skeiðabókin, stórvirki Jóns í Vorsa- bæ og ritsafn Þorsteins frá Hamri, hátt í 700 síður í stóru broti og með formála Njarðar P. Njarðvík. NPN segir:„Veislan er neyslusam- félag nútímans. Skáldinu er ekki boðið, en fer samt staðráðið að skyggna eitthvað af aldarsvipnum sem mótar ásjónur gestanna meðan þeir snæða dægrin og skola þeim niður með stríðsöli drukknu af stút. Skáldið horfir, sér og skilur – og hugsar sitt. Hlutverk þess er að rýna samtíð sína, verða vitni að því sem gerist og flytja það bæði samtíðarmönnum sínum og af- komendum. “ Annars staðar segir NPN: „Þarna er líka að finna titilljóð bókarinnar Jórvík. Þar er vísun í vesturför Egils Skallagrímssonar og einkum vísað til 59. – 61. kafla Eglu, en auk þess skír- skotað til Vermalandsferðar Egils og vísunnar sem hann yrkir til Ásgerðar. En jafnframt er augljóst að ljóðið Jórvík fjallar ekki um Egil, heldur um nútímann, um „oss frændur“ sem er „varnað höfuðlausnar“. Egill bar ekki fram „marklítið drykkju- raus“ eins og við, enda leysum við ekki höfuð okkar í ljóði Þorsteins. Þótt vel sé flutt þarf meira en raus til að bjarga tilveru sinni. Innihaldslítið fleipur kemur ekki í stað baráttu.“ Jórvík Sem löngum fyrr er oss frændum varnað höfuðlausnar; svölur klaka við glugg og spyrji vinir vorir hvað kvæði líði svörum vér frændur jafnan að ekki er ort. Vermalandsferðir vorar eru að sönnu heldur rislitlar – vér höfum verið friðmenn hér á götun- um; síðustu forvöð að játa að umsvif vor mættu vera meiri. Vér hneigjum dauðadæmd höfuð í feld í milli þess að vér kneifum hvert full – og faldur kemur oss í hug skáldum meðan þekjan er rofin með hægð; um síðir bindur blóðöx enda á marklítið drykkjuraus vort: Hið besta er kvæðið flutt. Þorsteinn frá Hamri 1967 Ingi Heiðmar Jónsson Þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Myndasmiður er óþekktur. Hvað- an er myndin og hvenær gæti hún verið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undirtekt- ir við síðustu mynd sem við óskuð- um eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upplýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@ fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint samband við Héraðs- skjalasafn Árnesinga.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.