Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 11

Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 11
1113. MARS 2014 Samfélagið þarf að spyrna við fótum Er útlitsdýrkun og lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna nokkurs konar ofbeldi? Getum við haft áhrif til að breyta hugsun ungra stúlkna og styrkja þær gegn þessari tísku sem líkja má við faraldur? Annie Brynhildur Sigfúsdóttir læknir hélt fróðlegt fræðsluerindi í Tryggvaskála miðvikudag í sl. viku. Zontakonur efndu til málþings til að ræða viðkvæmt en brýnt málefni. Annie Brynhildur sem er fæðingar- og kvensjúkdómalækn- ir ræddi um þá útlitsdýrkun sem auknar læknisfræðilegar aðgerðir bera með sér hin allra síðustu ár. Jafnvel bráðungar stúlkur (yngri en 18 ára) sækja til lýtalækna og fara fram á aðgerðir á skapabörmum. Sagði Annie Brynhildur að aðgerð- irnar féllu undir umskurð og ekki hættulausar. Nauðsynlegt væri að samfélagið allt spyrnti við fótum. Tilgreindi hún þætti sem grípa mætti til. Spurn eftir þessum umskurðsað- gerðum er ný af nálinni. Varpaði Annie Brynhildur því fram hverju sætti að þessum aðgerðum fjölgar mjög hin allra síðustu ár. Er það tíðarandinn? Er þetta hluti af klám- væðingu í samfélaginu? Tískufyrir- bæri og netvæðingin eru nefnd til sögunnar. Með netinu berist tísku- straumar og spurning hvort íslenska stúlkur og konur séu móttækilegri en stallsystur þeirra erlendis? -Á seinni hluta málþingsins var við- fangsefnið: Er ósýnilegt eða sýnilegt ofbeldi í okkar samfélagi? Hvernig getum við barist gegn því og eru boðleiðir fórnarlambs ofbeld- is til hjálpar nægilega skýrar? Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta var fyrirlesari. Guðrún vakti meðal annars máls á því að brýnt væri að breyta staðalímyndum okkar: að setja ábyrgðina á ofbeldi sem konur verða fyrir á þær en ekki ofbeldismanninn. Sýndi hún fram með ýmsum dæmum hvernig fjöl- miðlar og opinberir aðilar hefðu nálgast efnið á þann hátt: t.d. með auglýsingu Lýðheilsustofnunar þar sem lögð er áhersla á konuna sem fórnarlambi. Með því að breyta hegðun sinni mætti hún komast hjá því að verða fyrir ofbeldi eins og nauðgun. Athyglin væri ekki á karlmönnunum sem gerendum. Mikilvæg málefni á málþingi Zontaklúbbs Selfoss. Enda fjöl- menni í Tryggvaskála. ÞHH Ljósm. ÞHH Til þess að tryggja farsæla aðlögun nemenda af erlendum uppruna að samfélaginu: Sameiginlega móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum í Árborg Á fundi fræðslunefndar Svf. Árborgar í febrúar sl. lagði ég fram fyrirspurn um þjónustu við börn af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Í svörum við fyr- irspurninni kemur m.a. fram að í skólum Svf. Árborgar er töluverður fjöldi nemenda af erlendum upp- runa eða um 100 talsins. Miklu máli skiptir að vel sé tekið á móti þessum börnum og þeim veitt eins góð þjónusta og okkur frekast er unnt. Vegna fyrirspurnarinnar, minnis- blaðs sem fræðslustjóri lagði fram á fundinum og umræðu í kjölfarið, bókaði ég eftirfarandi: „Með hlið- sjón af svörunum leggur undirrituð til að unnið verði að stefnumótun í málefnum nýrra íbúa sveitarfélags- ins sem eru af erlendum uppruna. Undirrituð leggur einnig til að unn- in verði sameiginleg móttökuáætlun fyrir nemendur af erlendum upp- runa í leik- og grunnskólum sveitar- félagsins þar sem m.a. verði sett metnaðarfull markmið um kennslu í móðurmáli nemendanna.“ Móðurmálskennsla Það er hlutverk fræðsluyfirvalda í sveitarfélaginu að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri í námi. Börn af erlendum uppruna sem ekki fá móðurmálskennslu fá ekki sömu tækifæri til náms og íslenskir jafn- aldrar þeirra. Móðurmálskennsla þarf að vera lögbundin í skólum til þess að öll börn af erlendum upp- runa geti haldið í við íslensk börn í náminu. Það er afar mikilvægt að börnin kunni að skrifa og nota móðurmálið sitt á skapandi hátt. Sá orðaforði sem barn býr yfir á sínu móðurmáli hefur bein áhrif á námsárangur í framtíðinni og er mikilvægur grunnur til þess að læra nýtt tungumál. Tungumálið er auk þess hluti af rótum barnsins, menn- ingararfur, sem er afar mikilvægur fyrir sjálfsmynd þess. Grunnskólar í Svf. Árborg hafa reynt að sinna móðurmálskennslu nemenda af erlendum uppruna eins og kostur er síðustu ár, en betur má ef duga skal. Mikilvægt er að skólar sveitarfélagsins vinni saman, þannig að hægt verði að bjóða öllum nem- endum upp á móðurmálskennslu, ekki bara þeim sem hópum sem eru fjölmennastir í skólunum. Einnig mætti bæta þjónustuna með því að fleiri sveitarfélög, t.d. í Árnessýslu, ynnu saman að því að bjóða upp á móðurmálskennslu. Sameiginleg móttökuáætlun í sveitarfélaginu Til þess að tryggja farsæla aðlögun nemenda af erlendum uppruna að samfélaginu, er afar mikilvægt að unnin verði sameiginleg móttöku- áætlun fyrir alla leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Með sameiginlegri móttökuáætlun tryggjum við að unnið sé samkvæmt ákveðnum verkferlum þannig að faglega sé staðið að móttöku nemendanna í öllum skólunum. Þegar unnið er eftir skýrum verklagsreglum tekst okkur betur að tryggja að allir leggi metnað í að koma til móts við ólíkar þarfir hvers og eins. Við þurfum alltaf að leita allra leiða til þess að börn af erlendum uppruna séu virk í nærsamfélaginu, það gerir samfélagið svo miklu litríkara og skemmtilegra. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista. Öskudagsfjör í Kerhólsskóla Öskudagur rann upp bjartur og fagur í Kerhólsskóla sem er leik- og grunnskóli í Grímsnes-og Grafningshreppi. Nemendur og starfsfólk skólans mættu allir sem einn í hinum undar- legustu gervum. Heimagerðum búningum er jafnan gert hátt undir höfði og fá tveir þeirra verðlaun en keyptur búningur fær ein verðlaun. Eftir hádegismat var haldin skemmt- un í íþróttahúsinu á Borg á vegum foreldra- og nemendafélags Ker- hólsskóla. Þar var mikið fjör, kettir slegnir úr tunnum, dansað og farið í limbó. Þetta var hin besta skemmtun og allir fóru ánægðir heim að henni lokinni. HH Miklar umræður urðu á málþinginu í Tryggvaskála hjá Zontalúbbnum. Arna Ír Gunnarsdóttir

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.