Selfoss - 13.03.2014, Side 8
8 13. MARS 2014
Jöklar á hröðu undanhaldi
„Að því tilskildu að hlýnun jarðar haldi fram sem horfir þá hefur því verið spáð með gildum rök-
um að eftir tvær aldir verði Ísland
í stórum dráttum jökullaust land.
Hefur það geysilegar breytingar í för
með sér,“ segir Oddur Sigurðsson,
jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Umfram flest önnur byggð ból er
Ísland land jökla eins og nafnið gefur
til kynna. Jöklar setja mikinn svip á
landið og allt landslag hér er meira
og minna mótað af jöklum. Jökla-
breytingar gefa skýra vísbendingu
um loftslagsbreytingar og því tók Jón
Eyþórsson veðurfræðingur það upp
árið 1930 að fylgjast með breyting-
um á jökulsporðum frá ári til árs. Til
þess fékk hann heimamenn á hverj-
um stað sem svo skiluðu árlega til
hans skýrslum um jöklabreytingarn-
ar. Þessu hefur Jöklarannsóknafélag
Íslands haldið áfram fram á þennan
dag í samvinnu við Orkustofnun og
Veðurstofu Íslands. Nú hafa safnast
gögn um jöklabreytingar í meira en
átta áratugi og er það bitastætt safn
sem ýmislegt má lesa úr.
Hversu mikið
breytast jöklarnir?
Sólheimajökull, sem rennur úr
Mýrdalsjökli sunnanverðum, gef-
ur mjög skýra mynd af samhengi
jöklabreytinga og veðurlags. Meðal-
hiti sumars skiptir jökulinn höfuð-
máli eins og sjá má af meðfylgjandi
línuriti. Í samræmi við mælingarnar
á línuritinu má með vissu segja að
jöklar hafa rýrnað mjög frá því fyr-
ir aldamótin 1900; hraðast undir
miðja 20. öld og aftur í upphafi 21.
aldar. Jöklar gengu þó fram á aldar-
fjórðungnum 1970-1995. Það land,
sem nú er að birtast undan hörfandi
jökulsporðinum, hefur enginn mað-
ur séð áður. Þarna koma ferðamenn
tugþúsundum saman á hverju ári.
Nú er farið að myndast þar dálítið
lón og gert er ráð fyrir að það stækki
með minnkandi jökli.
Frá því að jöklar náðu hámarki um
1890 hefur Vatnajökull minnkað
um 7% að flatarmáli, Langjökull og
Hofsjökull 14-15%, Mýrdalsjökull
19%, Eyjafjallajökull 30%, Torfa-
jökull 52% og Kaldaklofsjökull um
75%. Almennt gildir að því minni
sem jökullinn er þeim mun meira
hefur hann minnkað hlutfallslega
að flatarmáli. Litlir, flatvaxnir jöklar
eins og Torfajökull eru líklegastir til
að hverfa á fáum áratugum.
Ekki bara loftslag
Ýmislegt getur haft áhrif á vöxt og
viðgang jökla annað en loftslagið.
Þar má nefna að öskusáldur á jökul
getur tvöfaldað sumarbráðnun. Hins
vegar ef öskulagið verður samfellt
og nokkrir mm á þykkt einangrar
það jökulinn svo að bráðnun snar-
minnkar. Nýlega vorum við minnt
á að eldgos undir jökli getur brætt
ókjör af ís og valdið jökulhlaupum.
Þetta er Skaftfellingum kunnara en
öðrum mönnum því að þeir hafa um
aldir búið við mestu vatnavexti sem
mannskepnan verður vör við en þar
er átt við Kötluhlaup. Í Kötluhlaup-
inu 1918 jókst rennsli vatnsfalla á
Mýrdalssandi margþúsundfalt þegar
um 5-6% af jöklinum bráðnaði nán-
ast í einu vetfangi. Þá stundina rann
mesta vatnsfall veraldar til sjávar rétt
austan við Vík í Mýrdal.
Mælingar haustið 2013
Á nýliðnu hausti voru sporðar jökla
mældir víða um land að venju.
Helstu tíðindi mælinganna tengdust
Heinabergsjökli á Mýrum í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Jökultungan
er á floti í lóni og hefur í áratugi
lónað þar fram og aftur. Þar hefur
nú helmingur jökulsporðsins brotn-
að mjög upp svo að eystri hlutinn
hefur styst um hartnær einn km.
Vesturhelmingur sporðsins hefur
hins vegar gengið fram um fáeina
tugi metra að líkindum vegna þess
að þar er hann hulinn einangrandi
aurkápu og hefur bráðnað miklu
minna. Áður en langt um líður mun
sá hluti jökulsins einnig gefa eftir og
þá stækkar lónið til mikilla muna.
Aðrir jökulsporðar sem styst hafa
um meira en 100 m á síðasta ári eru
Hagafellsjökull eystri í Langjökli,
Morsárjökull í Vatnajökli, Skeiðar-
árjökull (austanverður) í Vatnajökli
og Öldufellsjökull í Mýrdalsjökli.
Horfur
Að því tilskildu að hlýnun jarðar
haldi fram sem horfir þá hefur því
verið spáð með gildum rökum að
eftir tvær aldir verði Ísland í stórum
dráttum jökullaust land. Hefur það
geysilegar breytingar í för með sér.
Sjónarsviptir verður að hinum glæsi-
legu jöklum. Jökulár breyta eðli sínu
og tekur fyrir jökulhlaup. Aurburður
fallvatna minnkar stórkostlega. Land
lyftist þar sem helstu jöklar eru nú og
í nágrenni þeirra. Sjávarborð hækkar
víða um heim en þó ekki alls staðar.
Margt er enn ófyrirséð af því sem
bráðnun jökla hefur í för með sér.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
á Veðurstofu Íslands
Línurit af uppsöfnuðum breytingum Sólheimajökuls 1930-2013 í metrum. Á
þessum tíma hefur jökullinn styst um samtals tæplega 1400 m þótt hann hafi
gengið fram um hálfan km aldarfjórðunginn 1970-1995.
Línurit af árlegum sporðabreytingum Sólheimajökuls í metrum (blátt) og
meðalsumarhita í Stykkishólmi 1930-2010 (rautt).
Sporður Sólheimajökuls 1997. Hér er jökultungan meira en 100 m þykk þar sem mest er. (Ljósm. Oddur Sigurðsson)
Sólheimajökull horfinn 2010 enda hefur hann styst um meira en 700 m síðan fyrri myndin var tekin. (Ljósm. Oddur Sigurðsson)