Selfoss - 13.03.2014, Blaðsíða 9
913. MARS 2014
Gígjökull í Eyjafjallajökli 1992 um það leyti sem breska herflugvélin, sem hrapaði 1952 í gíg eldfjallsins, var að skila
sér fram á jökulsporðinn. (Ljósm. Oddur Sigurðsson)
Gígjökull í Eyjafjallajökli 2007. Lónið framan við jökulinn hefur fimmfaldast að flatarmáli síðan 1992.
(Ljósm. Oddur Sigurðsson)
Gígjökull í Eyjafjallajökli ári eftir gosið. Í gosinu 2010 fylltist lónið af aurburði jökulhlaupa langt yfir bakka sína. Askan
litar allt umhverfið en hún sýnir að það er ekki bara jöklarnir sem breytast. Ekkert land breytist jafn ört og Ísland.
(Ljósm. Oddur Sigurðsson)
Marserað í hala-
rófu á öskudaginn
Hefð hefur skapast fyrir því í Grunnskólanum í Þorlákshöfn að marserað
er í halarófu um ganga skólans og
sungnir öskudagssöngvar. Í broddi
fylkingar fara trommuleikarar,
þegar veður leyfir er einnig farið
út og marserað um skólalóðina.
Yngri bekkjum er svo gefið frí um
hádegi og fara börnin þá í verslan-
ir og jafnvel heimahús og syngja
og þiggja sælgæti að launum. Síð-
degis stendur svo foreldrafélagið
fyrir öskudagsskemmtun þar sem
kötturinn er meðal annars sleginn
úr tunnunni og veittar viðurkenn-
ingar fyrir bestu og skemmtilegustu
búningana. JHS
Nemendur úr 5. bekk mættu skrautlegir til fara á öskudag að vanda.
Marserað í halarófu nm ganga skólans og trommarar ganga í broddi fylk-
ingar og mikið er sungið.
Furðuverur í hverju horni í Grunnskólanum í Þorlákshöfn.
Í fjórða bekk tóku þessar tvær norn-
ir völdin á öskudaginn.