Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 2
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! EX PO - w w w .ex po .is Sími: 535 9000 GÆÐAVÖRUR FYRIR BÁTINN! Smurolíur og neyslugeymar á betra verði í apríl. VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL 2 10. apríl 2014 Af þjóðgötunni miklast manni staðurinn. „En brjóti vegfarandinn töfra fjarlægðarinnar kemur annað upp. Nálægðin er þessa húss sannur óvin.“ Þessi partur úr Íslandsklukkunni kemur upp í hugann. Íslendingar hafa aðeins fengið að líta heim á hlað utan af götu. Enginn fengið að kíkja í pakkann. Óttann við nálægðina er okkur ætlað að bera. Nú síðast taldi formaður fjárveitinganefndar alþingis að það væri einhver ónefndur og ósýnilegur maður sem hefði vísað Alþjóðastofnun Háskóla Íslands langleiðina heim á hlað. Og sérfræðingarnir hefðu séð allt úr fjarska. Utan að yrði öll viska sérfræðinganna vestan af Melum í Reykjavík að getgátum. Umhverfisráðherrann tók undir með þeim öðrum sem ekki hafa lesið skýrsluna og hafa því óbreytta skoðun á gildi þess að draga umsókn að ESB tilbaka. Nóg virðist að treysta á forsendubrestinn. Þrátt fyrir allt þetta brá svo við að sérfræðingarnir sem mátu aðildarstöð- una í eessbéið töldu margt skynsamlegt hafa komið fram. Sjávarútvegsmál byggðu á því hvaða reynsla lægi að baki landi og þjóð. Hingað rati ekki allir fiskar og við veiðum þá fiska sem rata. Í landbúnaðarmálum gilti ævinlega sú regla við stöðuga endurskoðun að bændur fengju aldrei lakari kjör en þeir hefðu fyrir endurskoðun. Erfitt væri þó að gera sér grein fyrir niðurstöðu fyrr en með endanlegri niðurstöðu. Heim á hlað yrði sem sagt að komast. Þorlákur Helgi Helgason „Nálægðin er þessa húss sannur óvin.“ LEIÐARI SELFOSS-SUÐURLAND kemur næst út 23. apríl Minnum á ... Að síðustu sýningar á Bróður mín- um Ljónshjarta verða 15. og 26. apríl. Bráðskemmtileg sýning í Litla leikhúsinu á Selfossi. Nýir skólastjórnendur í Árborg Kristrún Hafliðadóttir og Júl-íana Tyrfingsdóttir hafa verið ráðnar skólastjórar að leikskólum í Árborg. Kristrún að Huldu- heimum þar sem hún hefur verið aðstoðarskólastjóri og Júlíana að Jötunheimum, en hún hefur verið leikskólastjóri í Álfaborg að Reyk- holti í Bláskógabyggð. Báðar eiga þær farsælan starfsferil að baki og hafa lokið meistarapróf- um í stjórnun. Júlíana Tyrfingsdóttir Kristrún Hafliðadóttir Bæjar- stjórinn efstur Elliði Vignisson, bæjarstjóri leiðir lista Sjálfstæðis-manna í sveitarstjórnar- kosningum í Vestmannaeyjum í vor. Bæjarfulltrúar raða sér í næstu sæti. Þessi eru í 6 efstu sætunum: 1. Elliði Vignisson bæjarstjóri 2. Páley Borgþórsdóttir lög- fræðingur 3. Páll Marvin Jónsson fram- kvæmdastjóri 4. Trausti Hjaltason sérfræðingur 5. Birna Þórsdóttir snyrtifræðing- ur 6. Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari Framboðslisti Sjálfstæðisfé-laganna í Árborg fyrir sveit-arstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur einróma á fundi félaganna sl. fimmtudag. Listinn er þannig skipaður: 1. Gunnar Egilsson, framkvæmdar- stjóri og bæjarfulltrúi 2. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjár- málastjóri og bæjarfulltrúi 3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi 4. Ari Björn Thorarensen, fanga- vörður og bæjarfulltrúi 5. Ásta Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar 6. Magnús Gíslason, sölustjóri 7. Axel Ingi Viðarsson, fram- kvæmdastjóri 8. Helga Þórey Rúnarsdóttir, leik- skólakennari 9. Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur 10. Gísli Árni Jónsson, húsasmíða- meistari 11. Sigríður Guðmundsdóttir, for- maður félags eldri borgara 12. Ingvi Rafn Sigurðsson, sölumað- ur 13. Ásgerður Tinna Jónsdóttir, námsmaður 14. Einar Ottó Antonsson, íþrótta- kennari 15. Gísli Gíslason, flokksstjóri 16. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, hár- snyrtimeistari 17. Guðrún Guðbjartsdóttir, skrif- stofumaður 18. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Framsókn með Samfylk- ingunni í Vestmannaeyjum Tveir framboðslistar hafa komið fram í Vestmanna-eyjum fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í maílok. D listi Sjálfstæðisflokksins sem hlaut 1330 atkvæði í kosningunum 2010 og E listi, Eyjalistinn sem er mikill sam- bræðingur: Framboð Framsóknar- flokks, Bjartrar framtíðar, Samfylk- ingar, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, óflokksbundinna og óháðra kjósenda. B listi Framsóknar og óháðra hlaut 202 atkvæði 2010 og V listi, Vestmannaeyjalistinn 862 atkvæði í sömu kosningum 2010. ÞHH Nýtt fram- boð í Vest- mannaeyjum Framboðslisti Eyjalistans í Vestmannaeyjum er kominn fram. Eyjalistinn er sameiginlegt framboð Fram- sóknarflokks, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs, óflokks- bundinna og óháðra kjósenda. Þau eru í 6 efstu sætunum: 1. Jórunn Einarsdóttir grunn- skólakennari 2. Stefán Óskar Jónasson verk- stjóri 3. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagn- fræðingur 4. Gunnar Þór Guðbjörnsson tæknimaður 5. Auður Ósk Vilhjálmsdóttir rekstraraðili 6. Georg Eiður Arnarson sjómað- ur „Myndlist af elstu gerð“ Hallur Karl Hinriksson mynd-listarmaður opnar sýningu í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka laugar- daginn 12. apríl kl. 14. Hallur Karl sýnir nú kolateikningar. „Þetta eru áhyggjulausar stúdíur af fuglum. 40.000 ára gömul aðferð hellnamál- aranna. Myndlist af elstu gerð.“ Sýn- ingin stendur yfir dagana 12.- 21. apríl og er opin milli klukkan 12 og 17. 15 dagar í verkfalli Verkfalli er lokið en óljóst er hversu margir nemend-ur munu hverfa frá námi. Uppbótarkennsludagar verða 5-6 í framhaldsskólum. Olga Lísa og Halldór Páll, skólameistarar í FSu og ML sögðu allt verða gert til að styrkja nemendur.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.