Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 10.04.2014, Blaðsíða 9
910. apríl 2014 Bæjar- og menningarhátíð haldin 24. – 27.apríl í Sveitarfélaginu Árborg Fjöldi sýninga, tónleika og annarra viðburða fyrir alla fjölskylduna. „Gaman saman“ stimpilleikurinn á sýnum stað. Nánar um hátíðina á www.arborg.is. 2014 Styrkur okkar sem þjóðar er tví- mælalaust góð menntun í landinu, stöðugleiki, auðlindir okkar og landfræðileg lega. Veikleikar okk- ar eru stefnuleysi á mörgum svið- um sérstaklega í efnahagsstjórnun, skipulags- og agaleysi okkar. Ég hef mikla trú á Íslendingum og Íslandi til framtíðar. Við erum ung þjóð og í okkur er mikill kraftur sem ég held að muni drífa þjóðina áfram inn í framtíðina. Við þurfum að tryggja hér hagvöxt. Við þurfum hagvöxt upp á 2,5% á ári næstu 15-20 árin og til þess að ná því verðum við að byggja á mannauði frekar en á nátt- úruauðlindum. Ég hef sagt það áður að náttúruauðlindin er takmörk- uð auðlind en mannshugurinn er óþrjótandi brunnur. Við þurfum að auka útflutningstekjur okkar og það er æskilegt að sú aukning komi frá öðru en hefðbundnum útflutn- ingsgreinum. Við verðum jafnframt að rækta og treysta sambönd okkar við aðrar þjóðir. Fyrir smáríki eins og okkur er lífsnauðsyn að eiga sér vinaþjóðir. Ég tel að við verðum að eiga góð samskipti við Evrópu og hef sagt það áður að ég vil ljúka aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. Ég tel að það væri okkur til góðs að klára það verk sem við hófum. Við megum ekki gleyma því að það vorum við sem fórum fram á aðildarviðræður og ég tel það okkur til minnkunar að hlaupa frá þeim hálfkláruðum. Síðan á að leggja þann samning fyrir þjóðina. Hvað ég myndi kjósa veit ég ekki enda hef ég ekki séð neinn samning. En ég myndi þó aldrei kjósa með aðild ef ekki verður tekið tillit til sérstöðu okkar er varðar sjávarútveg og landbúnað. -Hvernig sérðu þjóðfélagið fyrir þér að tíu árum liðnum? Hvernig eigum við að ná þessum markmiðum? Fyrst og fremst er það að verða lífsspursmál fyrir okkur að losa um gjaldeyrishöftin. Ég vona að sú að- gerð hefjist seinna á árinu. Gjald- eyrishöftin kosta okkur gríðarlega mikið á hverju ári. Við þurfum er- lenda fjárfestingu inn í landið og það gerist ekki í höftum. Síðan verðum við að styrkja menntakerfið okkar og halda áfram að útskrifa hér fram- úrskarandi nemendur sérstaklega í iðn- og tæknigreinum. Ég vil nota tækifærið og hvetja ungt fólk sem er að ljúka grunnskólanámi í vor að kynna sér vel námsframboð í iðn- og tæknigreinum. Til að iðnaður blómstri sem best hér á landi þurfa starfsskilyrðin að vera góð og samkeppnishæf við önnur lönd. Skattar þurfa að vera sanngjarnir og ég hef talað fyrir því að skattkerfið okkar sé einfaldað. Ég vil leggja niður allt sem heitir vörugjöld. Hlúa þarf enn betur að nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og skapa hér betri umgjörð fyrir þau sérstaklega með tilliti til fjármögn- unar. Svo verðum við að skapa hér einfalt og skilvirkt umhverfi fyrir fyrirtækin okkar. Það er margt alltof þungt í vöfum og ég bendi til dæmis á eftirlitsiðnaðinn sem hefur þanist út með tilheyrandi kostnaði frá árinu 2008.“ Viðtal: Þorlákur Helgi Helgason. Myndir úr einkasafni. „Fædd á Sjúkrahúsi Suðurlands á bolludaginn þann 9. febrúar 1970“ Á leið í dansskóla með Sigurbjörgu systur Á landsleik með Hauki í haust Með Gunnu á Grund og aldísi systur Með móður minni"Ég ólst upp í Hveragerði og var æska mín yndisleg." Valdimar, aldís, ég og adda, æskuvinkona okkar aldísar. Við systur á jólum „Fyrir smáríki eins og okkur er lífsnauðsyn að eiga sér vinaþjóðir. Ég tel að við verðum að eiga góð samskipti við Evrópu og hef sagt það áður að ég vil ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið.“

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.