Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 2

Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 2
2 8. maí 2014 Kynning eða pólitísk fangbrögð? Blað sem ber heitið Árborg hef-ur verið borið út sem kynn-ingarblað á vegum sveitarfé- lagsins (í 57 þúsund eintökum) og vakið umtal. Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks munu hafa lagt fram fyrirspurn í bæjarráði í morgun um efnið. Það er við hæfi að falast eft- ir viðbrögðum oddvita framboðslista við útgáfunni. Ekki náðist í fulltrúa Bjartrar framtíðar. Spurningin sem lögð var fyrir þau var: Er þetta eðlileg kynning á sveitarfélaginu (svona rétt fyr- ir kosningar) eða er þetta utan við þau mörk sem fylgja ætti? Sunnlenski sveita- dagurinn fastur liður til fyrirmyndar Sunnlenski sveitadagurinn er orðinn fastur liður. Sem enginn vill missa af. Það brást ekki að allir fengu við sitt hæfi að þessu sinni. Bændur og búalið drógu fram og sýndu framleiðslu. Brugðið var á leik. Dýr í búrum og dýrasýningar. Íslandsmeistaramót og rúsínan í pylsuendanum: hvít kvíga boðin upp! Kálfurinn var sleginn hæst- bjóðanda á 500 þúsund krónur. Það varð að skoða gripinn áður en boðið var í! Nákvæmlega eins blað Þetta er í þriðja sinn sem blað, nákvæmlega af þessu tagi, er gefið út af Sveitarfélaginu Árborg að vori til. Gert var ráð fyrir útgáf- unni í fjárhagsáætlun sveitarfélags- ins, en telja má að leitun sé að leið til að fá jafn viðamikla kynningu á sveitarfélaginu fyrir jafn lítið fé og raun ber vitni. Blaðinu er ætlað að kynna sveitarfélagið, þá viðburði sem á dagskrá eru sumarlangt, þjónustu og afþreyingu, auk ým- issa annarra kosta sveitarfélagsins. Efnistök í því eintaki sem kom út í vor eru ekki í neinu frábrugð- in því sem verið hefur síðustu ár. Með blaðinu gefst litlum og millistórum fyrirtækjum kostur á að auglýsa sig og sína starfsemi með ódýrum hætti í miðli sem hef- ur mikla dreifingu. Er það bæði liður í því að kynna það sem er í boði í sveitarfélaginu og óbeinn stuðningur sveitarfélagsins við at- vinnulífið. Í blaðinu eru viðtöl við forsvarsmenn sveitarfélagsins og íbúa, óháð því hvar í flokki þeir standa. Ekki er í blaðinu nein um- fjöllun um flokkspólitík og gæta þeir frambjóðendur B-, D- og Æ-lista sem rætt er við í blaðinu þess vel að umræðan snúist um kynningu á viðburðum, þjónustu og kostum sveitarfélagsins en ekki stjórnmálaflokka eða stefnur. Eðlilegt er að miða útgáfu kynn- ingarblaðs af þessu tagi við vorið, enda er blaðið fullt af upplýsing- um um það sem er á döfinni í sveitarfélaginu vor og sumar 2014. Leitast var við að koma blaðinu út fyrir Sunnlenska sveitadaginn, en umtalsverð kynning á honum er í blaðinu. Þar sem blaðið fjallar ekki á nokkurn hátt um komandi kosningar er því alfarið hafnað að kynningin sé á einhvern hátt óeðli- leg. Frambjóðendur hafa næga aðra miðla, pólitíska sem óháða, til að leita til vilji þeir koma sín- um stefnumálum á framfæri. Þá er það ekkert nýtt að kynningarefni á vegum sveitarfélagsins komi út að vori til, en á síðasta kjörtímabili var gefið út eitt blað svipað því sem hér um ræðir (vorið 2008) og tvö eða þrjú rit í minna sniði, svokölluð „Fréttaskot“ sem dreift var í öll hús í sveitarfélaginu og kom hið síðasta þeirra út skömmu fyrir kosningarnar 2010. Rétt fyrir kosningar 2006 var síðan gefin út litprentuð ársskýrsla sveitarfélags- ins í nokkuð stóru broti og dreift í hvert hús í Árborg. Dreifing Árborgarblaðsins nú nær til alls Suðurlands, auk þess sem það fylgdi með Morgunblaðinu til áskrifenda hvar sem er á landinu. Svo víðtæk dreifing tekur mið af tilgangi blaðsins, sem sé að kynna sveitarfélagið og kosti þess. Ásta Stafánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar Ekkert samráð við kjörna fulltrúa Undanfarin ár hefur sveitarfé-lagið gefið út kynningarblað í takt við umrætt blað. Vinnulagið hefur verið með þeim hætti að sam- ráð hefur verið viðhaft um efnis- tök blaðsins, bæði innan bæjarráðs og víðar. Má nefna sem dæmi að í fyrra var lögð sérstök áhersla á að kynna íþróttavallarsvæðið vegna þeirra móta sem voru haldin. Við útgáfu þessa tiltekna blaðs var ekkert samráð viðhaft við kjörna fulltrúa minnihlutans. Það er mín skoðun að það sé ekki eðlilegt að í kynningar- blaði sem gefið er út og kostað af sveitarfélaginu sé, leiðari skrifaður af kosningastjóra og oddvita Sjálfstæð- isflokksins og svo heilsíðuviðtöl við báða oddvita framboðsins svo rétt fyrir kosningar. Það er líka athygl- isvert að á sama tíma og flokkarnir undirbúa sín stefnumál fyrir kosn- ingar, þar sem ég geri ráð fyrir að atvinnumál verði fyrirferðarmikill málaflokkur eru 57.000 eintök af þessu kynningarblaði prentað annars staðar en í heimabyggð. Vald getur oft verið vandmeðfarið verkfæri, í þessu máli finnst mér hinn svokall- aði „meirihluti“ hafa gengið of langt. Eggert Valur Guðmundsson, í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar. Laumufarþegar í blaðinu Árborg Mér finnst í góðu lagi að gefa út kynningarblað um Sveitar- félagið Árborg og þá þjónustu og tækifæri sem hér er að finna. Hins vegar vekur það furðu mína hvernig valið var að dreifa blaðinu. Skil það að fá reynt útgáfufélag eins og Sunnlenska til verksins. Sé hins vegar ekki af hverju kostað er upp á dreifingu til þess takmarkaða hóps sem les Moggann. Er ekki nóg að útgefendur Moggans geti dregið taprekstur þess blaðs bæði frá tekjuskattstofni sínum og auð- lindagjaldi útgerða sinna, heldur fari íbúar Árborgar líka að styrkja Moggann með ráðstöfun á útsvari sínu? Þá vekur athygli mína að ekki dugar minna en að kynna alla þrjá oddvita Sjálfstæðisflokksins, þar sem teflt er fram kosningastjóra þeirra, oddvitanum fram að kosningum og oddvitanum sem þau munu hafa eft- ir kosningar. Þessi pólitíska ásjóna er svo óþörf að hún er hallærisleg. Sjálfstæðisflokkurinn á að gefa út sín eigin kosningablöð á eigin kostnað. Mörg skemmtileg viðtöl eru í blað- inu og af þeim má sjá að hér býr fólk með framtíðarsýn. Saman eru það íbúar Árborgar sem gera þetta sam- félag að góðu bæjarfélagi. Þess vegna er Árborg lifandi samfélag í alfaraleið. Andrés Rúnar Ingason, í fyrsta sæti Vinstri Grænna. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Ekkert rætt í bæjarráði Kynningarblað Árborgar eins og kom út á dögunum hefur verið gefið út áður af sveitarfélagin. Það var gefið út árið 2012 og 2013 og sérstak- lega var þá verið að horfa á kynningu á sveitarfélaginu vegna landsmótanna sem haldin voru hér. Þannig að for- dæmi eru fyrir þessu og það er bara gott mál ef allir eru sammála að gefa svona blað út. Í bæði skiptin var mál- ið rætt fram og til baka í bæjarráði um hvernig standa skildi að útgáfunni, hvernig dreifing skildi vera, efnistök ofl. Það sem aftur á móti er uppá ten- ingnum núna er að þetta mál var ekki rætt í bæjarráði, hvorki ákvörðun um að gefa þetta út, efnistök, dreifing, né nokkuð annað. Það er gott mál að kynna sveitarfélagið í blaði en hvers vegna er þá ekki meira af kynningu á sveitarfélaginu í blaðinu, þjónustunni sem í boði er, ofl. Í stað þess eru þrjú stór viðtöl við, formann bæjarráðs og kosningastjóra Sjálfstæðismanna, oddvita Sjálfstæð- ismanna og bæjarstjóra og talsmann Sjálfstæðismanna. Það er það sem gagnrýnivert er í þessu máli. Helgi Haraldsson, í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokks í Árborg

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.