Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 14

Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 14
Er gamla dúnsængin orðin slitin? Þarf hún að fá upplyftingu?Dúnþvottur Við þvoum æðardún og skiptum um ver á gömlum dúnsængum. Setjum æðardún í dúnver. Geymið auglýsinguna! Morgunroði ehf. Sími 893-2928 Kárastaðir Borgarnes 14 8. maí 2014 Þekkirðu bæinn? Að þessu sinni birtum við mynd af bæ sem ekki hefur verið staðsettur. Mynda- smiður er óþekktur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún ver- ið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undir- tektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upp- lýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint sam- band við Héraðsskjalasafn Árnes- inga. Ef ég á blóm! Um vináttuna fjallar Litli prinsinn, nú í leiksýningu sem Þjóðleikhúsið býður okkur að koma og sjá á næstu vikum. „Ég þekki stjörnu. Þar er herra- maður, dökkrauður á hörund. Hann hefir aldrei fundið ilm af blómi. Hann hefir aldrei horft á stjörnu. Hann hefir aldrei elskað neinn. Hann hefir aldrei gert neitt annað leggja saman. Og allan daginn stag- ast hann á þessu sama og þú: Ég er alvörumaður! Ég er alvörumaður svo hann tútnar af monti. En þetta er ekki maður heldur gorkúla!“ Ræðuna hér að ofan fær flugmaðurinn frá litla prinsinum. Þeir eru í eyðimörkinni að fást við gátur tilverunnar auk þess sem flugmaður ætlar að gera við flugvélina. Prinsinn fer á milli stjarnanna, hittir marga og hefur margt að segja. Kveikjan að sögunni var sá atburð- ur, að höfundur hennar, aðalsmað- urinn Antoine de Saint-Exupéry brotlenti í Sahara 1935 ásamt félaga sínum, bætir við komu barnsins á slysstaðinn og þar fer heimspek- ingurinn að tala. Sagan kom út 1943 og nýtur mikilla vinsælda, stundum kölluð barnabók handa fullorðnum. „Fimm hundruð milljónir af hverju?“ spyr prinsinn kaupsýslu- manninn sem situr við talningu á fjórða hnettinum og upplýsir hann um hvernig sé hægt að eiga stjörnu- rnar. Og hvað gerirðu við þær? – Ég stjórna þeim. Ég tel þær og tel sagði kaupsýslumaðurinn. En það er erfitt. En ég er alvörumaður. „En litli prinsinn var enn ekki ánægður. – Ef ég á trefil, get ég sett hann um hálsinn og farið með hann. Ef ég á blóm get ég tínt blómið og farið með það. En þú getur ekki tínt stjörnurnar! – Nei en ég get komið þeim fyrir í banka. – Hvað er nú það? – Ég skrifa stjörnufjöldann á pappírs- blað og svo loka ég þetta blað niður í skúffu. – Er það allt og sumt? – Það er nóg! Þetta er skemmtilegt, hugsaði litli prinsinn. Það er nógu skáldlegt, En það er ekki mikil alvara í því.“ Þeir félagar fóru að leita að brunni í eyðimörkinni og flugmaðurinn tók prinsinn í fangið því hann var að sofna:„Ég var í geðshræringu. Mér fannst ég halda á brothættum dýr- grip. Mér fannst jafnvel, að ekkert væri til brothættara á jörðinni. Í tunglsljósinu virti ég fyrir mér þetta föla enni, lokuð augun og hárlokk- ana sem blöktu í golunni og ég sagði við sjálfan mig: Þetta sem þú sérð er aðeins skurn. Það mikilvægasta er ósýnilegt . . . “ Þannig er bókin um Litla prinsinn, full með skáldleg minni og spaklega þanka. Boðið til leikhúss, ungum og öldnum. Kannski við finnum stund! Maður sér ekki vel nema með hjartanu – það mikilvægasta er ósýni- legt augunum. Úr Harð Haus (9) Ingi Heiðmar Jónsson Ungir sem aldnir í Bláskógabyggð Það hlýtur að vera metnaður hvers sveitarfélags að hlúa svo að menntun, íþrótta- og félagsstarfi unga fólkisins að það vilji búa í sveitarfélaginu eftir að hafa lokið námi og eignast sína eigin fjölskyldu. Í Bláskógabyggð er öfl- ugt skólastarf, allt frá leikskólastigi upp í háskólastig. Ungmennafélög- in, hestamannafélögin og björg- unarsveitirnar halda öll úti öflugu æskulýðsstarfi. Það eru mikil auðæfi í unga fólkinu okkar og mikið til þess vinnandi að fá það aftur heim að námi loknu. Sveitarfélagið styð- ur nú þegar vel við allt æskulýðs- starf, þar má hvergi slaka á því allt félags-og íþróttarstarf sem stjórnað er af hæfum einstakilngum minnkar líkurnar á að unga fólkið leiðist út á óæskilegar brautir. Viljum við fá unga fólkið okkar aftur til búsetu í sveitarfélaginu að námi loknu eru skólar og félagsstarf ekki næg beita. Atvinna er alltaf það fyrsta sem fólk hugsar um þegar framtíðar búseta er valin. Í Bláskógabyggð er næga atvinnu að fá við hin ýmsu störf, en betur má ef duga skal. Bláskógabyggð verði samkeppnishæf Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi þekkir ekki lífið án internets og mik- illar tölvunotkunar. Mörg af þeim störfum sem komandi kynslóðir eiga eftir að mennta sig í fara fram í gegnum tölvur. Eigi Bláskógabyggð að vera samkeppnishæf þegar kemur að því að fólk velji sér búsetu þarf að koma fjárskiptarmálum sveitar- félagsins í viðunandi horf og hlýt- ur ljósleiðaravæðing að vera fyrsti kostur. Gott sveitarfélag þarf að hafa sem breiðastan hóp íbúa, unga sem aldna og gera öllum jafn hátt undir höfði. Margt af því fólki sem nú er komið á efri ár í sveitafélaginu, hef ég umgengist allt mitt líf og á því margt að þakka. Þetta er fólkið sem byggði upp það góða samfélag sem ég ólst upp í. Því tel ég það skildu okkar sem yngri erum, og bjóðum fram krafta okkar til sveitarstjórnar- starfa, að gera eldri borgurum sveita- félagsins kleift að búa í sínu heima héraði eins lengi og þeir óska. Það ætti því að vera forgangsmál kom- andi sveitarstjórna í Uppsveitum Árnssýslu að hefja undirbúnings- vinnu að byggingu hjúkrunar- og dvalarheimilis Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir bóndi Bræðratungu og skipar 4. sæti T-listans í Bláskógabyggð Guðrún Svanhvít magnúsdóttir að þessu sinni birtum við mynd af bæ og kirkjustað sem ekki hefur verið staðsettur. myndasmiður er óþekktur. Hvaðan er myndin og hvenær gæti hún verið tekin? Frekari upplýsingar um byggingarsögu eða ábúenda væri gaman að fá. Ef marka má undirtektir við síðustu mynd sem við óskuðum eftir að væri borin kennsl á erum við bjartsýn á lausn. Upplýsingar eru vel þegnar, á ritstjóra á torlakur@fotspor.is eða í síma 8942098. Þá má hafa beint samband við Héraðsskjalasafn Árnesinga.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.