Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 08.05.2014, Blaðsíða 9
98. maí 2014 1.maí Fjölmenni var á baráttudegi launþega, 1. maí. Á Selfossi var þrammað Austurveginn í vestur undir lúðrablæstri að hótel- inu. Þar var hátíðardagskrá, boðið upp á hlaðborð, ræður og gaman- mál. Ögmundur Jónasson þingmað- ur og Mjöll Einarsdóttir, fulltrúi eldri borgara hvöttu fólk til dáða. Ferskar hugmyndir og framsækin fyrir- tæki í Árborg Í aðdraganda sveitarstjórnarkosn-inga fer fram mikilvæg umræða um brýnustu málefni hvers tíma. Viðsnúningur er í rekstri vel flestra sveitarfélaga í landinu eftir erfiðan samdrátt í tekjum. Lítið hefur verið framkvæmt í Árborg á síðari árum og kyrrstaða ríkt á mörgum svið- um. Nú er kominn tími til að líta til framtíðar og þar skiptir miklu máli að beita afli sveitarfélagsins til þess að auka fjölbreytni í atvinnu- málum með því að laða að fólk með ferskar hugmyndir og framsækin fyr- irtæki. Til dæmis með stofnun Fab lab smiðju í samvinnu við skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu. Atvinnumálin liggja því til grund- vallar að samfélög lifi og þrífist – þetta á við um sveitarfélagið Árborg líkt og öll önnur sveitarfélög. Fjöl- breytt og gróskumikið mannlíf er sömuleiðis mikilvægt til að styðja við fyrirtæki og nýsköpun í hverju sveitarfélagi. Samfélagið þarf hvort tveggja og af þeim sökum er mikil- vægt að hlúð sé bæði að búsetuskil- yrðum íbúa og rekstrarskilyrðum fyrirtækja í Árborg. Atvinnuþróun og nýsköpun eitt brýnasta verkefnið Samfylkingin í Árborg leggur áherslu á að atvinnuþróun og nýsköpun er eitt mikilvægasta verkefnið sem ný sveitarstjórn mun standa frammi fyrir eftir kosningar. Þrátt fyrir að sveitarfélagið sé í fremstu röð á Suðurlandi og sé stærsti þjónustu- kjarni svæðisins, þá verður að standa vörð um þá atvinnustarfsemi sem nú þegar er til staðar, en um leið verður að skapa aðstæður fyrir nýja starfsemi sem aukið getur fjölbreytni og skapað forsendur fyrir frekari vöxt til hagsbóta fyrir íbúa og fyrirtæki sveitarfélagsins. Möguleikar sveitarfélaga til beinn- ar aðkomu að atvinnurekstri eru vissulega takmarkaðir. Það er eftir sem áður nauðsynlegt að sveitar- félagið Árborg leggi sitt á vogar- skálarnar annars vegar til að efla atvinnurekendur og frumkvöðla í sveitarfélaginu og hins vegar að sjá til þess að íbúar séu færir um að taka þátt í nýsköpun og uppbyggingu á atvinnutækifærum. Mikilvægt er að sveitarfélagið beiti sér áfram fyrir skipulagningu og uppbyggingu á atvinnusvæði í kringum flugvöll- inn, þannig að það standi ekki á sveitarfélaginu ef möguleiki opnast fyrir kennslu- og einkaflug á Sel- fossflugvelli. Stofnum Fab lab í Árborg Vinna þarf ötullega að því að kynna kosti þess að færa slíkt flug á Selfoss og hvaða möguleika svæðið býður uppá. Sömuleiðis þarf sveitarfé- lagið að halda áfram að stuðla að samvinnu starfsgreina og fyrirtækja sem standa sterkast á svæðinu – enda leiðir slík klasamyndun oft til vöru- og þjónustuþróunar á viðkomandi sviði. Síðast en ekki síst þarf að huga að nýsköpun í Árborg og gefa íbúum og fyrirtækjum tækifæri til að þróa sköpunargáfu sína og koma hug- myndum sínum í framkvæmd með því að hanna og framleiða vörur og hluti með stafrænni tækni. Samfylk- ingin í Árborg vill því að sett verði á laggirnar Fab Lab smiðja í samvinnu við skóla og fyrirtæki á svæðinu þar sem tæknilæsi og tæknivitund nem- enda, almennings og fyrirtækja verði efld og þannig skapaður vettvangur fyrir nýsköpun til hagsbóta fyrir at- vinnulífið og íbúa í sveitarfélaginu. Um leið væri hægt með slíkri smiðju að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja, skóla og nemenda á svæðinu á sviði stafrænnar tækni og miðlunar. Viktor S. Pálsson, skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Árborg. Sitthvað um sallat Körfublómaættin er mjög stór og frjölbreytileg plöntuætt. Hér á landi kannast allir við túnfífil eða öðru nafni ætifífil. Eins og síðara nafnið bendir til er hann ætur og reyndar mjög holl matjurt, ef remmubragð- ið væri ekki til að spilla lyst manna á honum. En hann á náskyldan ættingja þar sem er sallatfífillinn með öllum sínum ræktuðu afbrigð- um. Sallatfífillinn, eða bara sallat, fræðiheiti Lactuca sativa, hefur ver- ið ræktaður af mönnum síðan vel fyrir daga Forn-Egypta. Uppruni hans er frá fjöllum Litlu-Asíu og austur um hálendið til Íran. Í raun finnst tegundin hvergi villt í því formi sem við þekkjum hana. En nokkrar náskyldar tegundir með afar rammri og jafnvel eitraðri „fíflamjólk“ finnast á þessu svæði. Efalaust hafa blendingar þeirra og úrval í ræktun orðið upphaf að því sallati sem við þekkjum nú. Hin ramma „fíflamjólk“ hefur verið ræktuð úr með úrvali. Og líkt og kál, þá hafa komið fram fjölda margir flokkar og undirflokkar af sallatfíflinum. Þeir flokkar sem við þekkjum helst eru höfuðsallat, þ.e. höfuðin uppskorin heilu lagi, sem skiptist svo í smjörsallat og íssallat. Blað- sallat, sem blöðin eru tekin af jafnt og þétt, skiptist í ótal hópa, s.s. ‚LolloRosso‘ og eikarlaufasallatið ‚SaladBowl‘ í ýmsum rauðleitum eða grænum tilbrigðum. Það er mjög auðvelt í ræktun hér, sáð beint út. Einnig eru til spergilsallat eða stilksallat þar sem stilkurinn er matarmikill og borðaður með blöðunum. Rómarsallatið með sín þykku blöð og þétt, upptyppt höf- uð er líka farið að sjást hér í görð- um. Það er auðræktað hér og talin upprunalegasta gerð hins ræktaða sallats. Í ræktun þrífst sallat ágætlega um allt land. Höfuðsallat er best að for- rækta og planta síðan út á vaxtar- stað. Sama á við um stilksallat. En blaðsallati og rómarsallati má sá beint í garðinn. Sallat þrífst best í svölu og röku loftslagi. Í mikl- um hita hleypur það fljótt í njóla. Moldin þarf að vera létt og loftrík, gjarna sandblönduð og jafnrök. Það þarf lítinn áburð. Sallat er oftast borið fram niðurtætt, ósoðið. Ýmist eitt sér eða blandað öðrum grænmetis- tegundum. Venjulega með ein- hverju viðbiti eins og ediks- eða vínagrettsósu, ólívuolíu eða fetaosti í kryddlegi. Sallat er alltaf ræktað sem einær salatjurt. Sallat og salat er ekki það sama, fyrra hugtakið á við plöntuna sem slíka, hið síðara við allskyns kalda rétti, hvort sem sallat kem- ur þar við sögu eða ekki – en oft þeyttur rjómi eða mæjones! Vitið þið kannski hvernig heitið sallat er komið í þýsku og norðu- landamálin? Sagan segir að um miðja fjórtándu öld hafi þýskur munkur farið í heimsókn í ítalskt klaustur. Svo sem ekkert sérstætt við það. En hann kom heim með fræ af matjurt sem ekki var þekkt á þessu svæði áður. Þegar hann var spurður um nafnið á nýjunginni svaraði hann að ítölsku bræðurnir hafi kallað hana sallat við mat- borðið. Þetta var víst eitthvað á misskilningi byggt, því á ítölsku heitir jurtin „lattuga“. En þegar hún var borin á borð, niðurtætt með ólívum, salti og ólífuolíu kallaðist hún „ensallada“ og þá var einungis átt við þessa blöndu. En hvað um það. Þannig komst nú heitið sallat inn í þýsku og þaðan í norðurlandamálin! En ég er ekki alveg viss um að þessi saga sé sönn, þótt skemmtileg sé. Því að í raun hefur sallat verið á borðum vestur- evrópubúa síðan á dögum Karla- Magnúsar. En engu að síður var sallat mjög þýðingarmikil jurt fyrir munkana, því að neysla á því átti að ráða bót á og koma í veg fyrir vota drauma! - En svona aldeilis aukreitis, þá má útleggja heitið „lattuga" sem „mjólkurblöðku“ á íslensku. Orðstofninn er „lacto“ sem þýðir mjólkur-. Þetta orð er svo aftur komið inn í íslensku með „laktosfríu“ mjólkinni! Blaðsallat. Byrjunin Fyrsta skóflustungan að við-byggingu við Sundhöll Selfoss var tekin á Valborgarmessu, 30. apríl sl. Það hefur lengi staðið til. Félagar í sunddeildinni, fulltrúar bæjarins og fastagesta voru þarna að verki. Húsið verður á við tíu einbýl- ishús að stærð og með því batnar öll aðstaða. Verkinu á að vera lokið að ári. Á myndinni sjást nokkrir fastagesta rýna í aðstöðumynd af mannvirkinu. Fjölmenni var á 1. maí á Selfossi. „Burt með fordóma“ voru hvatningar- orð Öryrkjabandalagsins í göngunni um allt land. Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.