Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 4

Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 4
4 17. júlí 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Þorlákur Helgi Helgason, netfang: torlakur@fotspor.is Myndir: ÞHH og ýmsir aðrir. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 9.500 eintök. dreifing: Íslandspóstur Fríblaðinu er dreiFt í 9.500 eintökum á öll heimili á suðurlandi. SELFOSS 14. TBL. 3. ÁRGANGUR 2014 Selfoss inn á hvert heimili! laNDSLag / laNDSCape á Laugarvatni Sýningunni laNDSLag / laNDSCape sem er í sýn-ingarsal Gullkistunnar á Laugarvatni lýkur á sunnudaginn. 22 listamenn taka þátt í sýn- ingunni, m.a. Ólafur Th Ólafsson, Elísabet H. Harðardóttir, Jón Ingi Sigurmundsson og Hallur Karl Hinriksson. Opið er laugardag og sunnudag kl 1 - 6. Sundlaugin rís Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi Feðgarnir Bragi Bergþórsson og Bergþór Pálsson kl. 14.30 á laugardaginn. Tónlistarhátíðin „Englar og menn“ hljómar í Strandar-kirkju í Selvogi í júlí. Ómar kirkjan næst af fagurri tón- list laugadag 19. júlí með feðgunum Braga Bergþórssyni tenór og Berg- þóri Pálssyni baritón. Yfirskriftin er „Blásið þið, vindar!“ þar sem sönglög Inga T. Lárussonar munu hljóma. Meðleikari þeirra verður Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Athygli er vakin á því að þessir tónleikar hefjast kl. 14.30. Á lokatónleikum hátíðarinnar þann 26. júlí kl. 14 koma fram þau Gunnar Guðbjörnsson tenór og Helga Bryndís Magnúsdóttir org- elleikari undir yfirskriftinni „Heyr mig, lát mig lífið finna“, en hluti dagskrár þeirra verður tileinkaður 150 ára fæðingarafmæli Einars Bene- diktssonar ljóðskálds, sem bjó síð- ustu æviár sín í Herdísarvík í Selvogi. Björg Þórhallsdóttir sópransöng- kona er listrænn stjórnandi og fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, sem er styrkt af Menningarráði Suðurlands og Strandarkirkjunefnd. Aðgangs- eyrir að tónleikunum er 1.500 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum. Íslenskir skulu þeir vera - taflmennirnir sem eru einstakar fornminjar. Það er ekkert lát á viðburð-um í Fischersetrinu á Sel-fossi. Þar er ekki bara teflt og aldrei á tæpasta vað. Guðmund- ur G. Þórarinsson flutti fróðlega og skemmtilega tölu í safninu sl. föstudag. Viðfangsefnið var ætt- greining á merkum munum sem tengjast skáklistinni. Árið 1831 fundust taflmenn á eyjunni Ljóð- húsum (Lewis). Þeir fyrstu með nú- tímasniði. Sagðir vera norskir (úr Þrændalögum) en Guðmundur G. hefur fært rök fyrir öðru. Líklegra sé að þeir séu íslenskrar ættar og höf- undarnir séu listamenn sem dvöldu í Skálholti á tímum Páls Jónssonar biskups um 1200. Margrét hin haga er þar nefnd til sögunnar og fleiri listakonur. Guðmudnur varpaði fram forvitnilegum spurningum – og svaraði: Voru Íslendingar fátækir á þessum tíma sem taflmennirnir eru sagðir frá? Svo fátækir að þeir hefðu ekki getað staðið að slíkum verkum? Kunnu Íslendingar að tefla á 12. öld? Voru yfirleitt nokkrir listamenn á Íslandi? Flæktust Íslendingar nokkuð að ráði um á þessum tíma? Hvað um það. Guðmundur G. dregur fram málfræðilegar tilgátur máli sínu til stuðnings. Og hefur sér nokkurt fulltyngi sérfræðinga ís- lenska í þeim málum. Skemmtilegar tilvísanir. Til dæmis til biskupsins sjálfs. Biskup í tafli er aðeins til á Íslandi og á Bretlandi. Nú er svo komið að svo virðist sem frumkvæð- ið að lausn gátunnar um uppruna þessara merku minja sé frekar að finna hjá íslenskum fræðimönnum og er Guðmundur G. Þorarinsson einn þeirra. Eru taflmennirnir frá Ljóðhúsum eftir allt búnir til í skjóli auðs og valda í Skálholti? ÞHH „Hér eru allir kátir,“ segir Elfa Dögg Þórðardóttir í Frosti og Funa í Hveragerði. „Vætutíðin hefur haft einhver áhrif á upplifun gestanna, enda er mun ánægjulegra að vera á náttúruhóteli í góðu veðri. En hér eru allir kátir, enda mik- il upplifun fyrir gestina að geta skroppið út í hverinn á hlaðinu og soðið sér egg í morgunverð sem þau setja svo ofan á nýtt hverabak- að brauð. Auk þess erum við með sundlaug, heita potta, náttúrulega gufu, heita Varmánna, Kneipp böð og nudd svo eitthvað sé nefnt.“ Elfa Dögg segir sumarið mjög gott og nánast fullbókað alla daga bæði á Frost og Funa hóteli, Axels- húsi guesthouse og einnig sé mjög góð aðsókn á veitingahúsið Varmá. Þá séu þau mjög vel bókuð í vetur. Búið sé að stækka veitingahúsið niður að ánni, setja upp setustofu og bæta við herbergjum þannig að hægt sé að taka á móti fjölda fólks, ekki veitti af að stækka þetta svolítið. „Við viljum bara bjóða Sunn- lendinga sem og aðra vel- komna hvort sem er í ljúffengan kvöldverð, í rómantíska helgarferð, vinnufundi eða annað. Við bjóðum upp á alveg frábært hótel í yndis- legu umhverfi, fundaraðstöðu, allskonar ferðir, svo ekki sé nú talað um okkar rómaða veitinga- hús Varmá. Við erum með tilboð á hverju kvöldi og því ekki úr vegi að panta borð og prófa einhverja af okkar einstöku réttum. Okkur langar að þakka góðar viðtökur og þakka gestum okkar fyrir tíðar heimsóknir á Varmánna á því ári sem liðið er frá því að við opnuð- um,“ segir Elfa Dögg. Hvernig leggst rigningin í erlenda ferðamenn? Er rosinn kannski á útleið? Dregur veðrið úr aðsókn? Svarið er nei ef ferðafrömuðir á Suðurlandi eru inntir álits „Þeim er nokk sama um rigninguna,“ segir Elísabet Jóhannsdóttir Sörensen í Gesthúsum á Selfossi. „Ég held reyndar að við kvört-um meira yfir veðrinu heldur en útlendingarnir. Þeim er oftast nokk sama um rigninguna en verra finnst þeim rokið.“ Elísabetu finnst sumarið hafa byrjað snemma í ár og aðsókn hafi vaxið stöð- ugt. Og mikið að gera. „Það er 30% aukning hjá okkur á tjaldstæðinu. Við höfum reyndar heyrt af því að í sumum leiðarbókum er fólk hvatt til að fara á tjaldstæði Gesthúsa á Selfossi ef veðrið er vont því þar sé svo góð aðstaða. Betri meðmæli er nú varla hægt að fá.“ Verið er að ljúka við byggingu á þremur sumarhúsum. Það eykur fjöl- breytnina. Húsin eru fyrir 6 manns og vel búin. „Það er skemmtilegt að vinna við ferðaþjónustu. Maður hittir mikið af fólki og fær að fræða um land og þjóð. Stundum að leiðrétta ranghugumyndir um landið okkar eins og það að hér sé dimmt allan sólarhringinn á veturna. Við horfum björtum augum fram á veginn.“ ÞHH Þeir létu ekki suddann hafa áhrif á sig og slógu upp fyrir viðbyggingu Sundhallar Selfoss. Myndasmið bar að sem staðreyndi aðgerðir.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.