Selfoss - 17.07.2014, Side 8

Selfoss - 17.07.2014, Side 8
3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið Velkomin í heimsókn í sumar! Búrfellsstöð Starfsfólk tekur á móti gestum við vindmyllurnar www.landsvirkjun.is/heimsoknir 8 17. júlí 2014 Erum við viðbúin? Hver er viðnámsþróttur samfélaga sem búa við náttúruvá? Markviss uppbygging meistara- og doktorsnáms á Suðurlandi. Stefnt er að því að á Selfossi verði til alþjóðlegt háskólaumhverfi samfélags í jarðskjálfta- og eldfjallalandi sem laði til sín vísindamenn, stefnumótendur og nemendur hvaðanæva að úr heiminum. Í sumar hefur Rannsóknarmiðstöð Háskóla Ísland á Selfossi í jarðskjálfta- verkfræði og Háskólafélag Suðurlands staðið fyrir alþjóðlegu námskeiði fyr- ir meistara- og doktorsnemendur í tækni-, jarð- og félagsvísindum. Á námskeiðinu sem bar yfirskriftina“- Urban Resilience in Disaster-Prone Areas“ var sérstaklega fjallað um þá þætti sem áhrif hafa á viðnámsþrótt samfélaga sem búa við náttúruvá. Umsjón með námskeiðinu hafði dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir en ásamt henni kenndu á námskeiðinu, dr. Delta Silva og dr. John Osteraas. „Áhrif náttúruvár á byggð er áhætt- an sem sveitarfélög og sérstaklega þeir sem koma að almannavörnum glíma við,“ segir Ásthildur. „Glím- an við náttúruvá spannar frá leit að skilningi á eðli hinna ýmsu fyrirbæra sem flokkast undir náttúruvá til skiln- ings á hvernig maðurinn með hegðun sinni og mótun umhverfis getur haft áhrif á seiglu samfélaga til að lifa við áhættu vegna náttúruvár og standa af sér afleiðingar náttúruhamfara.“ Hvaða þættir draga úr getu samfélags- ins til að meta og bregðast við áhættu af náttúruvá? Ásthildur segir landfræðilega stað- setningu íbúakjarna og aðgengilegt byggingarefni skipta sköpum en aðrir þætti eins og pólitískir, menningar- legir og sögulegir geta einnig vegið þungt. Nemendur hafi beitt sjónar- miði námskeiðisins á fyrri rannsóknir sem þeir höfðu sjálfir komið að sem og á nýjar rannsóknir sem voru sér- staklega kynntar á námskeiðinu. Og Ásthildur skilgreinir verkefni sem nemendur glímdu við. Hér eru tekin dæmi um viðfagsefnin: Nemandi rannsakar jarðskjálfta- virkni í Mongolíu sem hluta af doktorsverkefni. Hvers vegna nær jarðskjálftaógnin ekki meiri athygli stjórnvalda þrátt fyrir að landið liggi á þéttriðnu sprungusvæði? Skýringar taldi hún mega finna í strjálbýli lands- ins og því að annars konar náttúru- hamfarir eru tíðari, hættulegri og fjárfrekari. Mongolía er fátækt land og skortur á fjármagni hindrar bæði rannsóknir og forvarnarvinnu. Mun fleiri jarðvísindamenn vinna við námuiðnaðinn en við jarðskjálftar- annsóknir. Annar nemandi með bakgrunn í arkitektúr hafði unnið verkefni sem fól í sér tillögu að borgarskipulagi fyrir Harisiddi í Kathmandudalnum í Nepal og skýrði hvernig slík áætlun getur stuðlað að skipulagi sem styrk- ir viðnámsþrótt samfélaga. Skipulag umferðar vóg þar þungt þar sem byggð er þétt og hugsanleg rýming ill framkvæmanleg. Þá tók nemandi sérstaklega fyr- ir áherslubreytingu í stefnumótun innan Evrópu vegna flóðahættu. Hefur hún færst frá því að einblínt sé á verndun flóðasvæða yfir í mótun heildstæðrar áhættustjórnunar vegna hugsanlegra flóða. Viðnámsþróttur þessara svæða er þannig styrktur með því að varna því að byggð verði fyrir flóðum með t.d. breyttu byggða- skipulagi og með auknum viðbún- aði sem felst t.d. í aukinni fræðslu til almennings um hvernig bregðast skuli við þegar flæðir. „Í þeim rannsóknum sem ræddar voru á námskeiðinu kom skýrt fram að samfélög sem bjuggu að mótaðri endurreisnarskipulagi vegna hugs- anlegra áhrifa náttúruhamfara voru mun fljótari að ná sér á strik en þau samfélög sem engar áætlanir höfðu,“ segir Ásthildur. Mismunandi menningarsjónarmið. Á námskeiðinu var áhersla lögð á að greina mikilvægi vandaðrar upplýs- ingastjórnunar vegna forvarna, við- búnaðar og viðbragða vegna náttúru- hamfara. Eins var litið sérstaklega til menningarlegra- og siðferðislegra þátta þegar kemur að áhættu- og áfallastjórnun. Mismunandi menningarsjónar- mið koma m.a. fram í viðhorfum til ábyrgðar hins opinbera á öryggi almennings. Heildarhyggjan, sjón- armið jafnaðarhyggju og stigveldis, gerir kröfu á að hið opinbera axli þá ábyrgð meðan sjónarmið einstak- lingshyggju leggur áherslu á ábyrgð einstaklingsins við að tryggja öryggi sitt og sinna. Í umfjöllun á viðbrögðum vegna jarðskjálftans í Kobe í Japan árið 1995, var sýnd mynd þar sem fá- menn fjölskylda leitaði af líkamsleif- um ömmunnar og afans í húsarúst meðan stórvirkar vélar lögðu malbik yfir veginn sem húsið stóð við. Þótti hún geta endurspeglað áherslur Jap- ana á tæknilegar úrlausnir og það að í þeirra menningu er almenningur ekki vanur að véfengja réttmæti stjórn- valdsákvarðana. Litið er til Hollands sem fyrir- myndar þegar kemur að stefnumótun og framkvæmdum vegna áhættunnar af flóðum. Á námskeiðinu sköpuð- ust umræður um þá staðreynd að Hollendingum hefur ekki tekist að fá aðgengi að flóðatryggingu. Stjórn- völd hafa verið andstæð því að opin- bert fjármagn sé lagt í eitthvað sem einkarekin tryggingafyrirtæki eiga að sjá um. En áhættan er slík að fyrir- tækin eru ekki tilbúin til að bjóða þá þjónustu. Þetta viðhorf endurspeglar sjónarmið einstaklingshyggjunnar þar sem áhersla er lögð á markaðslausnir. Rannsóknir sýna að í valdstýrð- um samfélögum sé fjárhagslegt tjón vegna náttúhamfara minna en í vald- dreifðum samfélögum meðan tjón vegna mannskaða sé minna í þeim síðarnefndu. Uppbygging almannavarna á Íslandi endurspeglar sjónarmið jafnaðarhyggju. Uppbygging almannavarna á Ís- landi endurspeglar sjónarmið jafn- aðarhyggju. „Hún hefur að miklu leyti legið í undirbúningsvinnu sjálfboðaliðahópa. Með vísun til umræðunnar um tryggingarmál má segja að með tilurð viðlagatryggingar taki samfélagið allt þátt í að styrkja viðnámsþrótt þeirra svæða sem búa við náttúruvá,“ segir Ásthildur. Hluti af vinnu nemenda fólst í að meta og draga lærdóm af því hvernig unnið hefur verið að því að styrkja viðnámsþrótt samfélaga á Suður- landi, nánar tiltekið Árborgar og Hveragerðis. Við öflun og greiningu gagna nutu þeir liðsinnis bæjarstjóra sveitarfélaganna. Strax í kjölfar jarð- skjálftanna í maí 2008 fengu sveitar- félögin í hendur nýjar leiðbeiningar til starfsmanna sem nýtast eiga í við- brögðum vegna náttúruhamfara. Var þeim fylgt eftir og sértækar áætlanir mótaðar. Í lok námskeiðisins héldu nem- endur opna kynningu á verkefnum sínum og buðu upp á umræður á eftir. Endurmat á uppbyggingaferli vegna áhrifa jarðskjálftanna 2008 er í gangi hjá sveitarfélögunum og mun þessi skoðun nemenda og umræða við þá vafalaust nýtast í þeirri vinnu. Viðhorfskannanir vegna fyrri Myndin er tekin á lokadegi þar sem nemendur tóku við viðurkenningarskjölum vegna þátttöku sinnar á námskeiðinu . Frá vinstri til hægri: Símon Ólafsson, Rajesh Rupakhety, Dustin Brookman, Puja Acharaya , Margaret Kimble, Evelyn Schuermann, Sanne van der Neut, Kendra johnson, Ásthildur E. Bernharðsdóttir, Hrafnkell Guðnason og Elínborg Gunnarsdóttir. Hluti af vinnu nemenda fólst í að meta og draga lærdóm af því hvernig unnið hefur verið að því að styrkja viðnámsþrótt samfélaga á Suðurlandi, nánar tiltekið Árborgar og Hveragerðis. Við öflun og greiningu gagna nutu þeir liðsinnis bæjarstjóra sveitarfélaganna. Hér eru þær Ásta og Aldís bæjarstjórar með Ásthildi Elvu sem var umsjónaðmaður með námskeiðinu.

x

Selfoss

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.