Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 10

Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 10
10 17. júlí 2014 Rautt, úthald í þjáningunni Rautt er frumlitur með megnan sindrandi og áleit-inn eiginleika. Rautt er sagt auka vöðvaþenslu og hækka blóð- þrýsting. Blóðið er rautt! Rautt tengist Miðjarðarhafs- löndunum og kommúnisma. Rautt er árásargjarn litur sem hef- ur stjörnumerkistengsl við hrúts- merkið og plánetuna Mars. Rautt hefur um aldafjöld verið tákngerv- ingur áræðni, hugrekkis, byltinga og baráttuhvatar. Rautt er litur hins sveiflukennda valds, hvort sem í hlut eiga einvaldskonungar ellegar kommúnískar byltinga- stjórnir. Rautt skapar spennu og átök. Þeir sem horfa um stund á hárauðan flöt verða fljótt þreyttir og jafnvel örmagna ef ekki kemur neitt sem stjakar við þeim. Rautt er suðupottur þar sem sveiflur til- finninga tifa á milli niðurrifs og uppbyggingar; reiði og sátta. Rautt er litur eldsins, lífsorkunnar og karl- mennskunnar. Rautt er líka litur hinna háleitustu hugsjóna, hinn- ar lostugu ástar og gefur úthald í þjáningunni. En rautt hefur einnig stöðvunarvald, samanber götuvit- ana og að rauð hemlaljósin gefa þeim sem á eftur fara skilaboð um að hindrun sé framundan. Rauð blóm Hárauður litur blóma, þ.e.a.s. „Ís- landsbanka-“ eða „Húsasmiðju- rautt”, svo notuð séu þekkt viðmið, er fremur sjaldgæfur í náttúrunni hér á norðurslóðum. Yfirleitt þurfa rauðblómstrandi plöntur mun hærri sumarhita en gerist og gengur hjá okkur. En að sjálfsögðu höfum við þó fundið ýmsar jurtir frá suðlægari löndum sem ná því að slá út hárauðum blómum und- ir íslenskum sumarhimni. Annar plöntuhópur eru svo ýmsar tegund- ir í flokki sumarblóma, oftast þá kynbættir blendingar eða sérræktað- ir stofnar með rauðum blómum. Þriðja hópinn skipa svo þær plöntur sem ræktaðar eru í gróðurhúsum til afskurðar eða sem rauðblómstrandi pottaplöntur. Sem fulltrúar fyrir fyrsta hópinn má nefna nokkrar sortir túlipana og „risavalmúann“ tyrkjasól, báðar blómgast fyrripart sumarsins en síðar um sumarið koma nokkur rósayrki og rauða blendingsmuran. Í flokki sumar- blómanna er um margt að velja en þar eru það samt líklega dalíurnar sem eiga flesta fulltrúa. En hárauð tóbakshorn eða „petúníur“ eru kannski best þekkt og þekja mörg sumarblómabeð, ker og svalakassa allt sumarið. Rautt blómamál Þegar kemur að þriðja hópnum má velja um margar tegundir rauðra blóma. Rauðar gerberur, rauð- ar nellikkur og síðast en ekki síst rauðar rósir. Rauðar rósir eru blóm ástríðnanna, en það er samt ekki alveg sama hvernig með þær er farið ef nota á þær til að tjá tilfinningar. Ein rauð rós á löngum stilk er tjáningarmáti riddarans og trúba- dúrsins undir hallarglugganum, þ. e. bráð ást með blossa og ákefð, en án ábyrgðar. Kratarósin rauða er þó þarna undantekningin! Sextán rauðar rósir sýna langvarandi þrá og þjáningu; segjandi: „Virtu mig viðlits, ég vona, bíð og mun berjast til síðasta blóðdropa til að ná ást- um þínum“. Tuttuguogsjö rauðar rósir: „Nú ert þú drottning mín og allt mitt líf er í þínum höndum“. Rósaknippi með öðrum rósafjölda eru svo sem vel þegin, en þykja samt heldur flöt ef marka má hina gömlu blómamálsorðabók riddaratímans. Gerberurnar eru það nýlegar í hin- um vestræna heimi að þær náðu ekki inn í blómatáknmálið. Aftur á móti gerðu rauðu nellikkurn- ar það og voru heldur spænskari í tjáningarhættinum en rósirnar. Þær voru tengdari óleyfilegri þrám, ást í meinum og riddaranum með svörtu Zorró-grímuna. Sígaunatón- list og flamengó, dimmar nætur og leynifundir. En í Suðurhöfum varð til annað blómamál þar sem rauðar havaírósir voru hið táknræna letur. Það gekk, og gengur víst enn, út á það að lesa úr þeim skilaboðum sem gefin eru með staðsetningu hava- írósablóma í hári blómarósanna. Og þó að það skipti kannski litlu fyrir mig úr þessu, á ég eftir að læra það. Pílagrímaganga úr Hreppum á Skálholts- hátíð 18. - 20. júlí Gengið verður í fótspor Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur dagana 18.19 og 20 júlí nk. Fyrsti göngudagur verður föstu- dagurinn 18. júlí og hefst gangan við Stóru – Núpskirkju. Daginn eftir mun gangan hefjast við Hrepphólakirkju og sunnudaginn 20. júlí verður safnast saman í Auðsholti og líkur þessari yfirferð svo í Skálholti þar sem tekið verðu rþátt í hátíðarmessu sem hefst kl 14:00. 18. Júli – föstudagur kl. 16. Safnast saman í Stóra-Núps- kirkju. Staðarskoðun, fararblessun pílagríma. Gengið í Steinsholt að gröf Daða Halldórssonar og síðan sem leið liggur að Stóru-Laxá gegnt Hrepphólum. 19. júlí – laugardagur kl. 13 Staðarskoðun í Hrepphólakirkju – sögumenjar og fornir gripir. Tákn pílagrímsins. Gengið út í Auðsholt. 20. júlí – sunnudagur kl. 10 Safnast saman í Auðsholti. Fólk ferjað yfir Hvítá. Sagt frá Ragn- heiði Brynjólfsdóttur. Gengið í Skálholt og tekið þátt í hátíðar- messu kl. 14 á Skálholtshátíð. Fólk getur gengið með einn dag eða alla – gangan er öllum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Hall- dór Reynisson, netfang: halldor. reynisson@kirkjan.is s.856-1571 Gangan hefst við Stóru-Núps- kirkju kl. 16 á föstudag. Af vefn- um skalholt.is Ellefu rauðar rósir Grænt er vænt Hafsteinn Hafliðason.

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.