Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 9

Selfoss - 17.07.2014, Blaðsíða 9
3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið Velkomin í heimsókn í sumar! Búrfellsstöð Starfsfólk tekur á móti gestum við vindmyllurnar www.landsvirkjun.is/heimsoknir 917. júlí 2014 Skálholtshátíð 2014 19. – 20. júlí Skálholtshátið er haldin um næstu helgi. Hún hefst formlega á laugardag en Sumartónleikar verða fimmtudag og föstudag. 17.júlí Fimmtudagur kl 20 Sumartónleikar í Skálholtskirkju Voces Thules 18.júlí Föstudagur kl. 20 Sumartónleikar í Skálholtskirkju Bachsveitin í Skálholti 19. júlí Laugardagur Kl 09.00 Morgunbænir í kirkjunni Kl 10.15 Aðalfundur Skálholtsfélags hins nýja í kennsluálmu Skálholtsskóla Kl. 12.00 Klukknahringing. Hátíðin sett Messa við Þorlákssæti Kl. 13.30 Útidagskrá hefst (ef veður leyfir) Útimarkaður við gestastofu Fornleifakynning við uppgröft Skálholtsstaðar Umsjón: Mjöll Snæsdóttir Kl. 14.00 Leikir barna. Á túninu við bílastæðið. Umsjón: Margrét Bóasdóttir. Kl. 14.00 Fugla- og grasaganga Umsjón: Gunnar Tómasson Kl. 13.30 Málþing í Skálholtsskóla. Minning séra Hallgríms Péturssonar og tengsl hans við Skálholt og Brynjólf biskup Sveinsson. Fyrirlesarar Morten Fink Jensen og Torfi K. Stefánsson Hjaltalín.. Umræðustjórar Margrét Eggerts- dóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Kl. 13.30 Málþing sett. Margrét Bóasdóttir, sópran og Jón Bjarnason, píanó, flytja sálm Hallgríms Péturssonar Allt eins og blómstrið eina við lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragn- heiður. Kl. 13.35 Fyrirlestur. Morten Fink Jensen: Hallgrímur Pétursson og det relig- iøse miljø i 1600- tallets Danmark. Kl. 14.20 Umræður og fyrirspurnir Kl. 14.35 Kaffihlé Kl. 14.50 Fyrirlestur Torfi K Stefánsson Hjaltalín: „Dýrlingur vor“ sr. Hallgrímur Pétursson og trúarleg arfleifð hans. Kl. 15.35 Umræður og fyrirspurnir Kl. 15.45 Samantekt Kl. 16.00 Slit málþings. Kl. 16.00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju Frumkvöðlar á fertugasta sumri - Bachsveitin Bachsveitin í Skálholti flytur strengjatónlist og kantötur. Leiðari: Peter Spissky. Einsöngvari: Jóhanna Halldórsdótt- ir, alt Kl 18.00 Kvöldbænir í Skálholtsdómkirkju Kl. 21.00 Sumartónleikar í Skálholtskirkju Frumkvöðlar á fertugasta sumri - Bachsveitin Bachsveitin í Skálholti flytur strengjatónlist frá hátindi barokk- tímans. Leiðari: Peter Spissky. Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Einsöngvari: Jóhanna Halldórsdótt- ir, alt. Kl 21.00 Kvöldbænir með pílagrímum í Skál- holtsbúðum 20. Júlí Sunnudagur Kl. 9.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju Kl. 11.00 Orgeltónleikar. Jón Bjarnason, Kl. 14.00 Hátíðarmessa með þátttöku pílagríma. Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardótt- ir predikar. Sr. Egill Hallgrímsson og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjóna fyrir altari. Skálholtskórinn syngur. Einsöngvari Mar- grét Bóasdóttir. Organisti og kórstjóri Jón Bjarnason. Kirkjukaffi í matsal Skálholtsskóla að messu lokinni Kl. 16.15 Hátíðarsamkoma í Skálholtsdóm- kirkju Orgelleikur. Kóralforspil eftir Þorkel Sig- urbjörnsson yfir sálminn Lofið Guð ó,lýðir göfgið hann. Frumhöfundur sálmsins er séra Jón Þorsteins- son, kallaður píslarvottur, sem myrtur var í Tyrkjaráninu 1627 (f. 1570 d.17.júlí 1627). Hann var fyrst prestur að Húsafelli í Borgar- firði tvö ár, síðan að Torfastöðum í Biskups- tungum sjö ár og síðast að Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum. Kona hans og börn voru tekin til fanga og flutt í Barbaríið eins og Guðríður Símonardóttir sem síðar varð kona Hallgríms Péturssonar. Jón Bjarnason, organisti leikur. Setning og ávarp. sr.Kristján Valur Ingólfsson. Kórsöngur: Gefðu að móðurmálið mitt. Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag. Legg ég nú bæði líf og önd. Hallgrímur Pétursson/Þorkell Sigurbjörnsson. Allt eins og blómstrið eina. Sálmur Hallgríms Péturssonar við lag Gunnars Þórðarsonar úr óperunni Ragnheiður. Margrét Bóasdóttir og Skálholtskórinn. Stjórnandi Jón Bjarnason Hátíðarræða: Karl Sigurbjörnsson, biskup. Hallgrímur Pétursson og Skálholt Tónlist: Lysting er sæt að söng. Gamall íslenskur söng- ur í laggerð fyrir sópran og selló eftir Snorra Sigfús Birgisson. Margrét Bóasdóttir, sópran, Sigurður Halldórsson, selló. Ó, ég manneskjan auma. Úr kvæðabók Ólafs á Söndum. Orgelít- setning eftir Misti Þorkelsdóttur Brynjólfur biskup Sveinsson hafði mikið dálæti á þessum sálmi. Brynjólfur lést 5. ágúst 1675 og var sálmurinn sunginn við útför hans. Margrét Bóasdóttir, sópran. Jón Bjarnason, orgel Erindi: Jón Sigurðsson, formaður Skálholtsfé- lags hins nýja. Skálholtsfélag hið nýja og verkefni þess til eflingar og uppbyggingar í Skálholti. Almennur söngur: Sálmur sb 940. Ungmenna bænarkorn á kvöld. Nú vil ég enn í nafni þínu. Hallgrímur Pétursson / Íslenskt þjóðlag Lokaorð, bæn og blessun. Biskup Íslands, sr. Agnes M Sigurðardóttir Orgelleikur: J. S. Bach. Fúga í D-dúr BWV 532 Jón Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju Kl. 18. Kvöldbænir og hátíðarslit námskeiða hafa dregið fram mikla ánægju nemenda með svokallaðar vettvangs- eða stuttar námsferðir sem haldnar eru í tengslum við námskeið á vegum jarðskjálftamiðstöðvarinnar og háskólasetursins. Dr. Jónas Elí- asson, prófessor í verkfræði skipulagði dagsferð með nemendum. Áður en lagt var í ferðina sagði hann í máli og myndum frá náttúruhamförum sem gengið hafa yfir þau svæði sem skoða skyldi. Síðan var haldið af stað, ummerki flóða hjá Bitru skoðuð, eins eftir flóð frá Markarfljóti. Mynd um Eyjafjallajökulsgosið sem sýnd er í safninu á Þorvaldseryri fékk góða dóma hjá nemendum. Þingvell- ir voru að sjálfsögðu heimsóttir en enginn sem áhuga hefur á jarðfræði og/ eða jarðskjálftum fer þar fram hjá án þess að staldra við. Í umræðum eftir ferðina kom fram hjá nemend- um að það sem stæði upp úr eftir ferðina væri ekki síður það sem þeir lærðu um sögu þjóðarinnar. Safnið að Skógum var heimsótt en Jónas var einnig óþreytandi í að veita þeim inn- sýn í mannlíf og stjórnarfar til forna. Sagði Ásthildur að ómetanlegt væri að geta boðið upp á námskeið á svæði sem hefði ríka reynslu af nátt- úruhamförum og glímu manna við þau. Hefðum við miklu að miðla af þeirri reynslu. Markviss uppbygging meistara- og doktorsnáms á Suðurlandi. Þetta er fjórða sumarið í röð sem Rannsóknarmiðstöðin og Háskóla- félagið standa fyrir alþjóðlegu sum- arnámskeiði og nú er markvisst unnið að uppbyggingu heildstæðs og stað- bundins meistara- og doktorsnáms hér á Selfossi, m.a. með myndarleg- um fjárstuðningi frá SASS og Vaxt- arsamningi Suðurlands. Stefnt er að því að þannig verði hér til alþjóðlegt háskólaumhverfi samfélags í jarð- skjálfta- og eldfjallalandi sem laði til sín vísindamenn, stefnumótendur og nemendur hvaðanæva að úr heim- inum. Í haust er von á 5 erlendum doktorsnemum til Selfoss og bætast þeir í hóp þeirra þriggja doktorsnema sem eru á jarðskjálftamiðstöðinni. ÞHH, byggt á viðtali við dr. Ásthildi Elvu Bernharðsdóttur. Mynd: ÞHH

x

Selfoss

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Selfoss
https://timarit.is/publication/988

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.