Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Page 15

Hafnarfjörður - Garðabær - 30.05.2014, Page 15
Hvað vilja bæjarbúar? Stjórnun og rekstur Traustur efnahagur - Lýðræðislegt stjórnkerfi - Höfum samráð við bæjarbúa frá fyrstu skrefum fjárhagsáætlunargerðar og fram að samþykkt hennar og feta í fótspor þeirra sem lengst eru komin í gerð þátttökufjárhagsáætlana. - Tryggjum opna og gegnsæja stjórnsýslu með skýrum verkferlum, aðgengi að gögnum og með því að stíga næstu skref í birtingu fjárhagsupplýsinga bæjarins. - Höldum áfram kynjaðri starfs- og fjárhagsáætlunargerð og tökum upp græna starfs- og fjárhagsáætlunargerð. - Stofnað verði embætti umboðsmanns Hafnfirðinga sem bæjarbúar geti leitað til um leiðbeiningar, ráðgjöf og álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í málum þeirra. - Aukum fræðslu um lýðræði og mannréttindi og aukum beina þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun á öllum sviðum. Samfélag Húsnæði - Atvinna - Ferðaþjónusta - Menning - Náttúra - Ljúkum uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð og tryggjum uppbyggingu þjónustumiðstöðvar fyrir eldra fólk á Sólvangstorfunni. - Útrýmum kynbundnum launamun og ljúkum innleiðingu jafnlaunastaðals. - Eflum kynjafræði í leik- og grunnskólum og vinna sérstaklega að því að uppræta skaðleg áhrif klámvæðingar og staðalmynda á börn og unglinga, bæði stelpur og stráka. - Tryggjum fjölbreytta uppbyggingu húsnæðis fyrir alla. Stuðlum að stofnun húsnæðissamvinnufélaga og leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum grunni. - Höldum áfram með verkefnið Áfram - Ný tækifæri í Hafnarfirði. Verkefni sem opnar öllum atvinnuleitendum á fjárhagsstyrk leið inn á vinnumarkaðinn á ný með tilboði um tímabundið hlutastarf ásamt virkum stuðningi, og gefur óvinnufærum einstaklingum kost á starfsendurhæfingu og meðferð við hæfi. - Stofnum Markaðsstofu Hafnarfjarðar sem sinni almennri markaðssetningu atvinnulóða, laði að innlenda og erlenda fjárfestingu í uppbyggingu fyrirtækja og sjái um að tryggja sýnileika Hafnarfjarðar í öllu kynningarefni fyrir ferðamenn á höfuðborgarsvæðinu. - Stofnaður verði Myndlistaskóli Hafnarfjarðar. - Svæði í tímabundið fóstur. Auglýst verði eftir hópum og einstaklingum til að taka að sér svæði sem er í bið til að gera tilraunir og glæða þau lífi. - Gerð verði metnaðarfull áætlun um enn stærri græn skref með enn frekari sorpflokkun heimila, stofnana bæjarins og fyrirtækja í bænum. Menntun Leik- og grunnskóli - Eftir skóla og vinnu - Styðjum fjölbreytta tómstunda-, listnáms- og íþróttaiðkun barna með útgáfu frístundakorts í stað núverandi niðurgreiðslufyrirkomulags. - Styðjum við faglegt starf allra þeirra sem vinna með börnum með námskeiði í skyndihjálp, fræðslu um meðferð eineltismála og ofbeldis gegn börnum. - Starfsemi Menntasetursins við Lækinn verði efld til að auka fjölbreytt námsframboð styttri námsbrauta og til fullorðinsfræðslu. Bæjarbúar eigi kost á náms- og starfsráðgjöf. - Leggjum aukna áherslu á skapandi menntun í öllum grunnskólum með sérstakri áherslu á list- og verkgreinar og samþættingu þeirra við aðrar námsgreinar. - Gerð verði átak í læsi sem leiði til aukinnar lestraránægju og lesskilnings barna. - Þróað verði starf félagsmiðstöðva fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára og 16 - 18 ára ungmenni. Nánar á www.vinstrid.is Opnum kl. 10:00 - Strandgötu 11 Hfj. Kosningadagurinn er 31. maí - Frambjóðendur verða á staðnum - - Veitingar í boði - - Tökum við utankjörfundaratkvæðum - - Akstur á kjörstað - - Kosningavaka hefst kl. 21:00 - - Kosningasíminn er 868 3091 - Hlökkum til þess að njóta dagsins með ykkur!

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.