Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 2
2 11. júlí 2014 Auka niður- greiðslur skólamáltíða Bæjarráð Garðabæjar hefur sam-þykkt að auka niðurgreiðslur skólamáltíða í grunnskólum bæjar- ins. Ákveðið var að endurnýja samn- ing við Skólamat ehf. um eitt ár, en endurnýjuninni fylgir 11 prósenta verðhækkun. Helmingur þessarar hækkunar skýrist af hækkun á vísi- tölu neysluverðs, segir í fundargerð bæjarráðsins, en líka af auknum launakostnaði, en hann á að skýrast af fjölgun nemenda. Þetta á hins vegar ekki að koma niður á nemendum, því bæjarráðið ákvað að gjaldskrá skólamáltíða yrði óbreytt, 428 krónur fyrir máltíðina. Bæjarstjóranum var falið að undirbúa viðauka við fjár- hagsáætlun vegna aukinnar niður- greiðslu, en á sama tíma á skólanefnd bæjarins „að skoða nánar fyrirkomulag á sölu heitra máltíða til grunnskóla- barna í Garðabæ til framtíðar“. www.eignaumsjon.is S. 585 4800, Suðurlandbraut 30. Aðalfundur framundan? Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Heildarlausn í rekstri húsfélaga. Hafnarfjarðarbær gegn Stálskipum: Halda áfram með málið Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að áfram verði unnið að því að fá forkaupsrétt að skipi og kvóta Stálskipa. Bæjarlög- manni hefur verið falið að vinna áfram að málinu. Málið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða sölu á togaranum Þór Hf.4 til Rússlands, og hins vegar sölu á kvótanum til útgerða úti á landi. Bæjarráð skorar jafnframt á sjávar- útvegsráðherra að svara erindi bæjar- ins um þessi mál. Hafnarfjarðarbær hafði farið með söluna á togaranum fyrir héraðsdóm, en dómurinn synjaði bænum um frekari upplýsingar. Samkvæmt úrskurði dómara er talið að svonefndur „bill of sale“sem er nokkurs konar afsal, vegna sölunnar á skipinu, sé fullnægjandi gagn. Hins vegar kemur til að mynda ekki fram í plagginu hver sé fyrirsvarsmaður kaupandans. Kvóti Stálskipa nam yfir einu pró- senti af heildarkvótanum á Íslands- miðum, en fullyrt hefur verið að kaupverð hans hafi numið 8 millj- örðum króna. Vestmannaeyjabær vann nýlega mál fyrir héraðsdómi þar sem gengið var framhjá forkaupsrétti bæjarins. Það mál snerist um kaup á útgerðinni Bergur-Huginn til fyrirtækja sem tengjast Samherja. Þeir sem keyptu útgerðina töldu líkur á að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar þegar blaðið spurði um það. Það hefur ekki enn verið gert, en áfrýjunarfrestur er ekki liðinn. Safna- dagurinn í Hafnar- borg Íslenski safnadagurinn verður haldinn á sunnudag, en opið verður í Hafnarborg milli klukkan 12 og 17 og er aðgangur ókeypis. Fram kemur á vef Hafnarborgar að boðið verði upp á fjölda við- burða, en dagskráin hefst með fjölskylduleiðsögn og listsmiðju fyrir börn og foreldra, boðið verður upp á kynningar á sýningunni Ummerki sköpunar með þátttöku listamannanna Péturs Thomsen og Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og farið verður í leiðangur um Hafnarborg þar sem saga safnsins og hússins verður skoðuð. Í lok dags verður svo haldið í gönguferð um hraunið sunnan Hafnarfjarðar, þar sem finna má ummerki um verk Hreins Friðfinnssonar House Project, en á sýningunni Ummerki sköpunar er að finna verk eftir Hrein sem sækir í sama brunn. Gæsluvöllur í Setbergi Fram til 1. ágúst verður starfræktur gæsluvöllur við leikskólann Hlíðar- berg í Setberginu ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára. Gæsluvöllurinn verður opinn frá 8.30- 12.00 og 13.00- 16.30, en lokað verður í hádeginu, að því er segir á heimasíðu Hafnarfjarðar- bæjar. Gæsluvöllurinn var opnaður í vikunni. Hann er ætlaður til útileikja og því er ekki æskilegt að hafa ung börn lengur en einn og hálfan tíma. Ekki eru að- stæður til að skipta á börnum og því verða þau að geta notað salerni sjálf. Mikilvægt er að börnin hafi með sér nesti, útiföt og aukaföt í tösku, segir á vefsíðu bæjarins. Hægt er að kaupa klippikort. Fimm skipti kosta 1.100 krónur og tíu skipti 2.000 krónur. Hægt er að kaupa kortin í gegnum heimasíðu Hafnarfjarðar- bæjar, www.hafnarfjordur.is, eða í þjónustuveri bæjarins. Aðgerðir til að stytta vinnuvikuna: Stjórnvöld draga lappirnar „Til stóð að vinnuhópur velferða-ráðuneytisins um samræmingu fjöl- skyldu og atvinnulífs sem skipaður var á síðasta kjörtímabili myndi skoða áhrif styttingu vinnutíma. Sá hópur taldi verkefnið aftur á móti of viðamikið samhliða öðrum verkefnum hópsins og því stóð til að stofna sérstakan starfshóp til að fjalla aðeins um þetta viðfangsefni. Nýr félagsmálaráðherra hefur hins vegar ekki séð ástæðu til að setja þann hóp á laggirnar enn sem komið er,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB í grein hér í blaðinu, þar sem hún fjallar ítarlega um aðgerðir til að stytta vinnuvikuna. Hún bendir á að unnið sé að fjöl- skyldustefnu í félagsmálaráðuneytinu. „Það er skoðun BSRB að stytting vinnu- tíma eigi að vera hluti af opinberri fjöl- skyldu- og velferðarstefnu stjórnvalda. Hóflegri vinnutími yrði mikilvægt framlag til fjölskyldustefnunnar og sýnt hefur verið fram á að jafnrétti á heimilum er ein meginforsenda þess að jafnrétti náist á vinnumarkaði. Stytting vinnutíma gæti því aukið lífsgæði fólks og stuðlað að frekara jafnrétti. Því er miður að ekki eigi að skoða sérstaklega innan ráðuneytisins hvernig hægt sé að stytta vinnutíma og hvaða áhrif það myndi hafa,“ segir Elín Björg. Sjá bls. 12. Draga í land með Fiskistofu Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv-arútvegsráðherra, hefur dregið nokkuð í land með flutning Fiski- stofu til Akureyrar. Hann hefur lýst því yfir að kannað verði hvort lagaheimild sé fyrir flutningnum, og að ekkert verði aðhafst nema skýr heimild sé fyrir því. Sé hún ekki fyrir hendi verði fengin heimild Alþingis. Þá hefur hann sagt að 30-35 störf muni flytjast norður. Afdráttarlaus tilkynning Ráðherrann var heldur afdráttarlausari þegar tilkynnt var um flutninginn á föstudag fyrir viku. Þá var því slegið föstu að höfuðstöðvar yrðu fluttar norður og öll hennar starfsemi, utan tölvudeildar, sem rekin er ásamt Hafrannsóknarstofnuninni. Engir fyrirvarar voru gerðir við lagalegar heimildir í tilkynningu sjávarútvegs- ráðuneytisins um flutninginn 27. júní, en vísað í stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks. Engin lagaheimild Starfsmenn Fiskistofu brugðust eðli- lega ókvæða við og málið hefur verið mjög gagnrýnt úti í samfélaginu; bæði fyrir aðferðina og líka vegna af- leiðinganna fyrir stofnunina og starfs- fólk. Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í lögum við HÍ, benti á að ekki væri heimild í lögum fyrir flutningnum. Þá hafa starfsmenn Fiskistofu, og fleiri, bent á að makar þeirra séu í vinnu á höfuðborgarsvæðinu og börn í skóla. Flutningurinn myndi því hafa um- talsverð áhrif á hundruð manna, tugi fjölskyldna. Þá hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt þetta harðlega. Niðurskurður í Hafnarfirði Bent er á það í inngangi að ársskýrslu Fiskistofu fyrir síðasta ár að niður- skurður hafi einkum bitnað á höfuð- stöðvum. „Í niðurskurði undanfarinna ára hefur Fiskistofu tekist að verja störf á landsbyggðinni og fækkun starfsfólks lent á höfuðstöðvum stofnunarinnar í Hafnarfirði,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri í inngangi skýrslunnar. Alvarlegar athugasemdir bæjarins „Bæjarráð Hafnarfjarðar gerir alvar- legar athugasemdir við þau áform sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnar að flytja Fiskistofu úr Hafnarfirði. Um er að ræða fjölmennan og sérhæfðan vinnustað í bæjarfélaginu sem auk þess að veita hópi Hafnfirðinga at- vinnu hefur umtalsverð samlegðar- áhrif á verslun og þjónustufyrirtæki í bænum,“ segir í texta sem bæjarráð sendi frá sér á dögunum. „Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á að hlúa að atvinnustarfsemi í bænum og skapa umgjörð um fjölbreytilegt atvinnulíf. Því yrði mikil eftirsjá af öflugum vinnustað eins og Fiskistofu. Bæjarráð hefur miklar áhyggjur af því hve rýr hlutur bæjarfélagsins er nú þegar orðinn hvað umfang stofnana og þjónustufyrirtækja á vegum ríkisins varðar. Óvissa ríkir vegna væntanlegra breytinga á sýslu- mannsembættinu og fyrir tveimur árum var öll starfsemi lögð af á St. Jósefsspítala. Bæjarráð Hafnarfjarðar mun beita sér af fullum þunga gegn þessari þróun og fyrir því að bærinn beri ekki skarðan hlut frá borði þegar kemur að staðsetningu stofnana og þjónustufyrirtækja hins opinbera. Jafnframt lýsir bæjarráð yfir furðu á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð voru þegar ákvörðunin var tilkynnt án nokkurs fyrirvara,“ segir bæjarráð Hafnarfjarðar. Akureyringar fylgjandi Bæjarráð Akureyrar bókaði á dögunum að lýsa „fullum stuðn- ingi við ákvörðun stjórnvalda um að fjölga opinberum störfum í bænum með því að staðsetja höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri“. Elín Björg jónsdóttir, formaður BSRB. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæj- arráðs Hafnarfjarðar.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.