Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 10
10 11. júlí 2014 Ómótstæðilegur HM hamborgari Aðra eins rassskellingu og Brasilíumenn fengu í leiknum gegn Þýskalandi á dögunum hafa menn ekki séð á heimsmeistaramóti í knattspyrnu. Án þess að því sé hér haldið fram að þetta sé tölfræðilega einstakt í sögu keppninnar – þá er ekkert viðlíka að finna í lélegu fótboltaminni matarblaðamanns. Nú er úrslitaleikurinn framundan og spennandi að sjá hvort Þjóðverjar valti yfir Argentínumenn af svipuðu afli og þeir gerðu við Brassana. Bjór og borgari Hvernig sem það verður, er augljóst að leikurinn verður upplifun. Hafn- firðingar, Garðbæingar og nærsveita- menn munu væntanlega koma sér fyrir framan við sjónvarpsskjáina og fylgjast með. Hið sama munu milljónir manna gera um víða veröld. Margir þeirra munu dreypa á bjór og stór hluti fá sér hamborgara. Þá komum við að kjarna málsins. Hvernig borgari fer best með stórleik sem þessum? Einfaldur og djúsí HM hamborgarinn þarf að vera ein- faldur, safaríkur og bragðgóður. Fyrst og fremst þarf hann að vera úr góðu kjöti. Þótt góður hamborgari, úr úr- valskjöti, grænmeti, osti og brauði sé auðvitað ágætlega hollur og góður matur er ekki til neitt sem heitir megrunarhamborgari. Ástæðan er sú að bragðið liggur í fitunni. Hakkið sem notað er í borgarann verður að vera frekar fituríkt. Þarna erum við að tala um 18% til 20% fituinnihald. Matarblaðamaður mælir með því að lesendur nýti sér kjötborðin á svæðinu, hvort sem er í Fjarðarkaupum, sam- kaupum við Miðvang eða Hagkaupum í Garðabæ og láti sérhakka fyrir sig gott og fitumikið hakk ef það er ekki þegar til. Hér er líka rétt að endur- taka það sem áður hefur verið bent á hér á þessum síðum. Ein allra besta kjötverslun landsins, Kjötgallerý, er í Hafnarfirði. Þar er hægt að fá úrvals borgara. Ef fólk hins vegar ákveður að búa sjálft til borgarna er bent á hina ágætu Hamborgarapressu sem úrvals hjálpartæki. Matarsíða svavars Köld bernaise sósa HRÁEFNI: 4 eggjarauður 200 g. íslenskt smjör Örlítið sjávarsalt Örlítið af svörtum pipar 1-2 stilkar af graslauk eða smávegis af vorlauk Lúka af fersku fáfnisgras (estragon – líka má notast við þurrkað estragon eða estragon edik) AÐFERÐ: Bræðið smjörið og þeytið eggjarauðurnar saman við. Hægt í fyrstu. Blandið smátt söxuðum graslauk og fáfnisgrasi saman við. Smakkið til og bætið út í þetta salti og pipar eftir smekk. Hrærið svo þar til sósan fer að þykkna. Setjið í kæli og berið sósuna fram kalda. Steiktir kartöfluklattar HRÁEFNI: 1,5 kíló kartöflur 150 g. smjör Handfylli af rósmaríni 350 g. 18% sýrður rjómi Repjuolía Sjávarsalt AÐFERÐ: Sjóðið kartöflurnar. Stappið þær svo – með hýðinu ef kartöflurnar eru nýjar, annars þarf að skræla. Hitið smjör dálítið, þar til það verður lint, en ekki bræða það alveg. Blandið saman kartöflum, sýrðum rjóma, smjöri og smátt söxuðu rósmaríni. Hrærið dálítilli olíu saman við og saltið. Mótið í litla klatta í hamborgarastærð og kælið. Grillið eða steikið á pönnu í góðri olíu, áður en þið farið í borgarana sjálfa. Góð kjötborð og sérverslanir eru bæði í Hafnarfirðinum og í Garðabænum. lykillinn að góðum borgara er gæða kjöt með háu fituinnihaldi. Hamborgarapressan er ómissandi þegar búa á til hinn fullkomna HM borgara.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.