Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 11.07.2014, Blaðsíða 12
Nýtt - rafmagns lyftistólar Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Rafmagns lyftistólar með skemmal Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Tökum að okkur alla alhliða innivinnu, hellulagnir og sólpallasmíði. Hafðu samband! Agnar S:6180233 Gunnar S:6180244 12 11. júlí 2014 Styttri vinnutími – fjölskylduvænna samfélag Á Íslandi er vinnudagurinn að jafnaði talsvert lengri en á öðrum Norðurlöndum. Samt afkasta Íslendingar ekki jafn miklu og nágrannaþjóðirnar auk þess sem laun hér á landi eru talsvert lægri. Langir vinnudagar skila því hvorki hærri heildartekjum launafólks né betri framleiðni. Þvert á móti verður frítími minni og afköst lakari sem hefur í för með sér óhagræði jafnt fyrir launafólk sem atvinnurekendur. Talsvert hefur verið rætt um að æskilegt sé að breyta þessu mynstri en lítið framkvæmt til að svo geti orðið. Þó eru jákvæð teikn á lofti um að eitthvað kunni að gerast í þessum málum á næstunni. Styttum vinnutíma Víða hefur það sýnt sig að með því að stytta vinnutíma án þess að skerða laun hefur tekist að ná fram aukinni fram- leiðni. Vinnutilhögun fólks verður skipulagðari og nýting vinnutímans batnar. Vissulega er þetta breytilegt eftir atvinnugreinum og eðli starfa en rannsóknir leiða í ljós að þetta á sér- staklega við um vinnustaði þar sem fólk vinnur langa vinnudaga, líkt og mjög algengt er víða á Íslandi. BSRB hefur um árabil þrýst á stjórn- völd að skipa starfshóp til að kanna mögulega hagkvæmni þess að stytta vinnutíma. Til stóð að vinnuhópur vel- ferðaráðuneytisins um samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs sem skipaður var á síðasta kjörtímabili myndi skoða áhrif styttingu vinnutíma. Sá hópur taldi verkefnið aftur á móti of viða- mikið samhliða öðrum verkefnum hópsins og því stóð til að stofna sér- stakan starfshóp til að fjalla aðeins um þetta viðfangsefni. Nýr félagsmálaráð- herra hefur hins vegar ekki séð ástæðu til að setja þann hóp á laggirnar enn sem komið er. Innan sama ráðuneytis er þó unnið að gerð sérstakrar fjölskyldustefnu sem á m. a. að „tryggja jafnvægi á milli fjöl- skyldu- og atvinnulífs.“ Það er skoðun BSRB að stytting vinnutíma eigi að vera hluti af opinberri fjölskyldu- og velferðarstefnu stjórnvalda. Hóflegri vinnutími yrði mikilvægt framlag til fjölskyldustefnunnar og sýnt hefur verið fram á að jafnrétti á heimilum er ein meginforsenda þess að jafnrétti náist á vinnumarkaði. Stytting vinnu- tíma gæti því aukið lífsgæði fólks og stuðlað að frekara jafnrétti. Því er miður að ekki eigi að skoða sérstak- lega innan ráðuneytisins hvernig hægt sé að stytta vinnutíma og hvaða áhrif það myndi hafa. Þurfum að draga úr álagi Reykjavíkurborg tók af skarið í maí og samþykkti að skipa starfshóp sem á að útfæra tilraunaverkefni um styttingu vinnudagsins án þess að skerða laun. Það eru fyrstu beinu aðgerðirnar sem lúta að þessum málum þótt ná- grannalönd okkar hafi tekið stærri skref í þessa átt á undanförnum árum. Forvitnilegt verður að sjá hvernig ver- kefninu mun miða áfram og vonandi er þetta aðeins fyrsta skrefið í áttina að hóflegri vinnutíma. Þá hafa Samtök iðnaðarins viðrað hugmyndir um að stytta vinnudaginn í sjö klukkustundir og talið þær raun- hæfar í framkvæmd án mikilla áhrifa á kostnað eða afköst. Vilji til að láta reyna á styttingu vinnutíma er því víða fyrir hendi og ljóst er að margt launa- fólk myndi taka slíkum breytingum fegins hendi. Allar mælingar benda til þess að mjög víða sé vinnuálag launafólks hér á landi of mikið. Atvinnuþátttaka er mjög góð og lengd vinnudaga er með því mesta sem gerist meðal þróaðra ríkja. Í kjarakönnun BSRB árið 2013, sem tæplega 9 þúsund manns tóku þátt í, kom glögglega fram að talsverður fjöldi vill vinna minna en hann gerir í dag. Talsverður fjöldi svarenda tók líka fram að vinnan hefði mikil neikvæð áhrif á samverustundir með fjölskyldu, fólk upplifði meiri þreytu í störfum sínum en fyrir nokkrum árum og talsvert meira álag. Þetta hefur haft þau áhrif að veikindadagar verða fleiri, langvarandi fjarvistir frá vinnu vegna álagstengdra veikinda hafa aukist og of margir sjá sér ekki fært að snúa aftur til vinnu. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á samhengi milli langs vinnudags, skorts á hvíld og tíðni vinnuslysa þannig að hvatarnir til að stytta vinnutímann eru margir. Hóflegri vinnutími gæti dregið úr því sem talið var upp hér á undan og um leið dregið úr kostnaði sem af þessu hlýst. Styttri vinnutími getur því haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks, hagsæld, framleiðni og jöfnuð. Víða hefur tekist að stytta vinnudaginn án þess að það hafi teljandi áhrif á afköst eða launakostnað. Það er því fátt því til fyrirstöðu að athuga hvort slíkar aðgerðir séu ekki einnig framkvæm- anlegar hér á landi. Getur verið allra hagur Það er líka umhugsunarvert hvort ekki sé rétt að kanna alla möguleika til að stytta vinnudaginn þar sem rætt er um að hækka lífeyristökualdur og þar með lengja starfsævina. Við vinnum nóg nú þegar og það bitnar oft á samveru- stundum með fjölskyldu. Ein mesta lífsgæðabót sem vinnandi fólki er hægt að færa er þess vegna minna álag og hóflegri vinnutími. Og ef það er útfært með skynsömum hætti getur ábatinn verið allra. Ef hægt er að ná fram framleiðni- aukningu í sama hlutfalli og styttingu? vinnutímans er hægt að halda launa- kostnaði óbreyttum þótt tímakaup hækki. Víða hefur þetta tekist og jafn- vel eru dæmi um að hlutfallsleg fram- leiðni hafi aukist umfram styttingu vinnutímans. Með því tekst að auka frítíma fólks og auka hagkvæmni. Fólk verður ánægðara í störfum sínum og skilar betra starfi. Kostir styttri vinnu- tíma eru þannig í mörgum tilfellum ekki aðeins miklar félagslegar um- bætur heldur einnig efnahagslegar. Höfundur er Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB Ísbíllinn í þéttbýlinu Margir hafa rekist á Ísbíl-inn á ferðum sínum um landið eða í sumarbú- staðabyggðum, en skammt er síðan bíllinn fór að venja komur sínar í sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu. Blaðamaður heyrði í bjöllu Ís- bílsins á leið heim úr leikskólanum á dögunum og kom þar við; ásamt raunar nokkrum hópi fólks sem hafði einnig gengið á hljóðið. Ísbíllinn er raunar ekki einn bíll, heldur eru þeir átta talsins. Samkvæmt því sem segir á heima- síðu Ísbílsins er farið í öll helstu sveitarfélög á Suðvesturhorninu á nokkurra vikna fresti í allt sumar. Von er á bílnum í Hvaleyrarholt,10. júlí, á Vellina 16., í Setberg 17., og Ásland 24. júlí. Bílinn verður líka á ferð í Garðabæ. Hann verður í Ásum 10. júlí, á Álftanesi 11. júlí, í Hnoðraholti, Hæðum og Giljum 16., og Á Ökrum 29. júlí, en kemur svo aftur í bæina í ágúst. Þessi litli snáði vissi alveg hvað hann vildi þegar ísbílinn bar að garði.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.