Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Blaðsíða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Blaðsíða 2
2 8. ágúst 2014 Haraldur ráðinn bæjarstjóri Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að ráða Harald Lín-dal Haraldsson hagfræðing í stöðu bæjarstjóra. Haraldur meðal annars verið bæjarstjóri á Ísafirði í 10 ár og í 5 ár starfað sem sveitarstjóri í Dalabyggð. Á undanförnum árum hefur hann starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og sér- hæft sig í endurskipulagningu í rekstri og fjármálum sveitarfélaga. Haraldur er 61 árs, kvæntur Ólöfu Thorlacius og eiga þau þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. Haraldur kemur til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ í lok ágúst, segir á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar. Margrét Gauja Magnúsdóttir fer í leyfi: Ófeigur kemur inn „Þetta leggst auðvitað mjög vel í mig að fá tækifæri til að starfa fyrir bæjarbúa og er ég fullur til- hlökkunar. Ég vonast auðvitað til þess að við sem munum starfa í bæjarstjórn í vetur náum góðu samstarfi með hag Hafnarfjarðar að leiðarljósi,“ segir Ófeigur Friðriksson, en hann kemur inn í bæjarstjórn nú í haust fyrir Sam- fylkinguna, í kjölfar þess að Margrét Gauja Magnúsdóttir, fer í árs leyfi. Ófeigur segi í samtali við blaðið að enda þótt áherslumunur sé á flokk- unum, þá megi ekki gleymast að bæj- arfulltrúar starfi í umboði íbúa. „Slíkt gleymist því miður stundum í stjórnmálum og hagsmunir stjórn- málaflokka virðast stundum skipta meira máli en hagsmunir umbjóð- enda.“ Spurður um helstu máls nefnir hann sérstaklega húsnæðisvandann á höfuðborgarsvæðinu, sem í reynd sé alvarlegur efnahagsvandi fyrir þjóð- ina. „Við sem sveitafélag verðum að leggja mikla áherslu á að finna lausnir. Við þurfum reisa litlar og meðalstórar íbúðir sem henta bæði fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum og einnig fyrir eldra fólk sem vill minnka við sig,“ segir Ófeigur Friðriksson. Margrét Gauja verður í leyfi frá 20. þessa mánaðar og fram til 20. júlí á næsta ári, en hún hyggst dvelja með fjölskyldu sinni á Höfn í Hornafirði auk þess að stunda nám við Háskóla Íslands. Sjá bls. 6. Auglýsingasíminn er 578 1190 NÝ SENDING AF SÓFASETTUM Teg. Giulia 3 - 1 - 1 og 3 - 2 - l leður. Reykjavíkurveg 66 220 Hafnarfirði sími 565 4100 Vinna enn að forkaupsrétti Bæjarráð Hafnarfjarðar fjallaði um sölu á togara Stálskipa og aflaheimildum á síðasta fundi sínum, skömmu fyrir mánaðamót, og ákvað að áfram yrðu „gerðar ráðstaf- anir til að virkja forkaupsréttinn“ en bærinn telur sig eiga forkaupsrétt að skipi og aflaheimildum. Forkaupsrétturinn var ekki boðinn þegar Stálskip seldu togarann Þór til Rússlands og kvótann til þriggja út- gerða úti á landi í vetur. Hafnarfjarðar- bær hefur síðan gert ýmsar ráðstafanir til að fá forkaupsréttinn virtan, en án árangurs. Sjávarútvegsráðherra taldi ekki tilefni til að grípa inn í söluna, en hann hefur heimild til þess. Hann vísaði meðal annars til umsagnar Byggðastofnunar um málið, en fjallað var um hana hér í blaðinu fyrir nokkru. Stofnunin taldi það ekki hafa teljandi áhrif á Hafnarfjörð og bróðurpartur- inn af aflaheimildunum yrði seldur úr bænum. Þessu er Hafnarfjarðar- bær verulega ósammála og hefur bæj- arráð lýst verulegum vonbrigðum með ákvörðun ráðherrans. Kvóti Stálskipa nam yfir einu prósenti af heildarkvótanum á Íslandsmiðum, en fullyrt hefur verið að kaupverð hans hafi numið 8 milljörðum króna. Vestmannaeyjabær vann nýlega mál fyrir héraðsdómi þar sem gengið var framhjá forkaupsrétti bæjarins. Það mál snerist um kaup á útgerðinni Berg- ur-Huginn til fyrirtækja sem tengjast Samherja. Í ákvörðun sjávarútvegsráðherra voru Stálskip gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert Fiskistofu skýra grein fyrir því fyrirfram að til stæði að selja kvótann. Einnig er Fiskistofa gagnrýnd fyrir að hafa ekki tilkynnt framsal aflaheim- ildanna til ráðherra, en það ber sam- kvæmt lögum að gera, ef fimmtungur eða meira af aflaheimildum er seldur úr bæjarfélagi. Flensborgarar á Ólympíuleikum Kristján Theodór Sigurðs-son, nýstúdent frá Flens-borgarskóla, tók þátt í Ólympíuleikum í eðlisfræði sem haldnir voru í Kazakhstan um miðjan júlí. Með honum í for var Viðar Ágústs- son eðlisfræðikennari við skólann, en hann var bæði þjálfari og fararstjóri íslenska hópsins. Kínverjar sigruðu á leikunum, en Suður-Kóreubúar og Víetnamar komu þar á eftir. Finnar stóðu sig best af Norðurlandaþjóðunum, en Íslendingar komust ekki á pall. Frá ferðinni er greint á vef Flens- borgarskólans, en þar segir að ferðin hafi verið skemmtileg og að íslensku keppendurnir hafi eignast vini um allan heim, og eigi heimboð í öllum heimshornum. Harðar deilur um ráðningu bæjarstjóra Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur gagn-rýnt harðlega ráðningu Haraldar L. Haraldssonar í starf bæj- arstjóra í bænum og launakjör hans. Fullyrt er að laun bæjarstjóra hækki um þriðjung frá því sem var. 30 manns sóttu um stöðu bæjar- stjóra, sem var auglýst eftir að nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar tók við eftir kosningarnar í vor. Bæjarstjórn er nú í sumarfríi en á fundi bæjarráðs í lok síðasta mánaðar var ákveðið að ráða Harald L. Haraldsson í starfið. Það var gert með atkvæðum fulltrúa meirihlutans í bæjarráði. Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafði tekið sæti í sérstakri valnefnd sem fór yfir um- sóknir, en sagði sig frá starfinu. „Ég tel að þrátt fyrir skýr fyrirheit hafi ekki verið staðið í að framkvæmd- inni í samræmi við samþykkt bæjar- stjórnar um að viðhaft yrði faglegt ráðningarferli. Þegar mér var tilkynnt um sameiginlega niðurstöðu fulltrúa meirihlutans í valnefndinni áður en formlegt mat á umsækjendum hafði farið fram eða tilraun hafði verið gerð til að leiða rök að þeirri niðurstöðu, sagði ég mig frá störfum nefndarinnar,“ sagði Gunnar Axel í bókun og bætti því við að í ákvörðun sinni fælist engin afstaða til umsækjendanna, hvorki til Haraldar sem ráðinn var, né annarra umsækjenda. Fram kemur í minnisblaði sem birt hefur verið á vef Hafnarfjarðarbæjar að laun bæjarstjórns nemi hátt í einni og hálfri milljón króna á mánuði, en bifreiðahlunnindi eru inni í þeirri upphæð. Fulltrúar minnihlutans, Gunnar Axel, Adda María Jóhannsdóttir og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi VG og fyrrverandi bæj- arstjóri, sögðu þetta vera 31,5 prósenta hækkun á launum bæjarstjóra. Þetta hafi komið fram á bæjarráðsfundinum „án allrar umræðu og aðkomu bæjar- stjórnar“ sögðu þau í bókun og segjast mjög hugsi um hvaða skilaboð felist í slíkri hækkun á launum bæjarstjóra. Þau þrjú sátu hjá við ráðningu bæj- arstjórans, en segja í bókun að þau óski honum farsældar í starfi og vonist eftir góðu samstarfi. Gagnrýnir gagnrýni Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálf- stæðisflokksins og formaður bæj- arráðs, hefur látið hafa eftir sér að laun nýja bæjarstjórans hafi ekki hækkað um þriðjung, heldur tæpan fimmtung. Þá sagði hún í samtali við Vísi.is að Gunnar Axel hefði tekið „fullan þátt í öllum undirbúningi ráðningarferilsins, meðal annars í viðtölum við umsækj- endur, og gerði engar athugasemdir við feril málsins. Og er því leitt að hann kjósi að láta að því liggja að ekki hafi verið staðið faglega að verki þegar loka- ákvörðun var tekin.“ Ófeigur Friðriks- son. Margrét gauja Magnúsdóttir. gunnar Axel Axelsson. Rósa guðbjartsdóttir. Arion banki, Stefnir og lífeyrissjóðir umsvifamiklir á neytendamarkaði: Veruleg ítök í 80 prósentum af smásöluverslun Sjóðir í eigu og umsjón Arion banka, bankinn sjálfur og ýmsir lífeyrisjóðir eru stórir hluthafar í tveimur verslunarfyrirtækjum sem eru samanlagt með um eða yfir 80 prósenta markaðshlutdeild í smásölu- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilviki Arion banka er um að ræða sjóðstýringarfyrirtækið Stefni sem er dótturfélag bankans. Stefnir stýrir sjóðunum SÍA II sem á 27 prósenta hlut í Kaupási, og sjóðunum ÍS 15 og ÍS 5 sem eiga samanlagt um 11 prósenta hlut í Högum. Þess utan á Arion banki sjálfur ríflega 4,4 pró- senta hluti í Högum og óbeinan hlut í Kaupási einnig. Lífeyrissjóðirnir Gildi, LSR og fleiri eiga einnig gilda hluti í báðum versl- unarfyrirtækjunum; beint og óbeint. Hagar reka meðal annars versl- anir Bónus og Hagkaupa. Kaupás á meðal annars verslanir Krónunnar og Nóatúns. Fyrirtækin reka hátt í 60 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal ýmsar verslanir bæði í Hafnarfirði og í Garðabæ. Sjá bls. 8. Harald Líndal Haraldsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.