Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Blaðsíða 8

Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Blaðsíða 8
8 8. ágúst 2014 Eiga stóra hluti í báðum stærstu verslunarkeðjunum Arion banki og sjóðir í eigu bankans eiga stóra hluti í bæði Högum, stærsta verslunarfyrirtæki landsins og Kaupási, en fyrirtækin tvö eru samanlagt með um 80 prósenta hlutdeild á matvörmarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Lífeyrissjóðirnir Gildi, LSR og Festa eiga einnig stóra hluti í báðum fyr- irtækjunum. Tryggingamiðstöðin á jafnframt hlut í báðum fyrirtækjum. Markaðshlutdeild Ef marka má heimasíður fyrirtækjanna Kaupáss og Haga, reka fyrirtækin sam- anlagt 54 verslanir á höfuðborgarsvæð- inu og hafa samanlagt yfirgnæfandi markaðshlutdeild. Samkeppniseftirlitið gaf árið 2012 út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Þar eru upplýs- ingar um markaðshlutdeild einstakra verslanakeðja og verslana. Ætla megi að breytingar síðan þá séu óverulegar; ef frá eru taldar breytingar á klukku- búðunum svonefndu, 10-11 sem þá voru í eigu Haga og 11-11 sem þá voru hjá Kaupási. Þarna kemur fram að á höfuðborgar- svæðinu séu verslanakeðjur Haga, Bónus og Hagkaup, með um 54-56 prósenta markaðshlutdeild. Verslana- keðjur Kaupáss, Krónan og Nóatún, séu með 24-26 prósenta markaðshlut- deild. Í áliti Samkeppniseftirlitsins vegna viðskipta á matvörumarkaði í fyrravor er hnykkt á þessu, en þar er samanlögð markaðshlutdeild fyrirtækjanna talin vera um 80 prósent; sem þó er dálitlu minni en í skýrslunni frá árinu áður. Eignarhald Haga Hagar eru hlutafélag sem skráð er í Kauphöllina. Hlutir í félaginu ganga þannig kaupum og sölum. Stærstu eigendur Haga eru nú lífeyr- issjóðurinn Gildi, en sjóðir Stefnis, ÍS 5 og ÍS 15, eiga þar einnig verulegan hlut. Stefnir er dótturfélag Arion banka. Bankinn sjálfur á einnig verulegan hlut í Högum. Einnig Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og fleiri. Stórir eigendur í Högum: LSR 11,6% Stefnir (ÍS 5 og 15) 10,8% Gildi 10,4% Arion 4,4% Stapi lífeyrissjóður 3,7% Festa lífeyrissjóður 3,3% Tryggingamiðstöðin 1,2% Arion banki og sjóðir dótturfélagsins Stefnis fara því með ríflega 15 prósenta hlut í Högum, auk þess sem Gildi og LSR fara með mjög stóra hluti einnig. Stapi lífeyrissjóður og Festa eiga þarna einnig umtalsverðan hlut, svo nokkuð sé nefnt og Tryggingamiðstöðin rúm- lega prósent. Eignarhald Kaupáss Kaupás er óskráð félag. Eignarhaldið er flókið, en eigandi félagsins er Festi hf. Festi er svo aftur í eigu samlags- hlutafélagsins SF V. Stærsti hluthafinn þar er sjóðurinn SÍA II sem á 27 pró- senta hlut, en Stefnir, dótturfélag Arion banka fer með sjóðinn. Annar sjóður Stefnis ÍS 5 á einnig 5,8 prósenta hlut í SF V. Sömuleiðis á lífeyrissjóðurinn Gildi 5,5 prósent. Stapi lífeyrissjóður á 4,4 prósent og Festa lífeyrissjóður 3,3 prósent. Þá á Tryggingamiðstöðin einnig veru- legan hlut. Þessir aðilar eiga líka hluti í Högum. Nokkrir hluthafar SF V slhf. SÍA II slhf . 27,4% Stefnir - ÍS 5 5,8% Gildi Lífeyrissjóður 5,5% Tryggingamiðstöðin 4,9% Stapi lífeyrissjóður 4,4% Festa Lífeyrissjóður 3,3% Þegar eignarhald á stærsta hluthaf- anum SÍA II, sjóði í umsjón Stefnis dótturfélags Arion banka er skoðað, má sjá að ýmsir aðilar eru með frekara óbeint eignarhald í Kaupási. Þannig eru Gildi lífeyrissjóður, Stapi, LSR, Arion banki, og Festa með um- talsverða hluti þar, samanlagt yfir 50 prósenta hlut. Nokkrir hluthafar SÍA II Gildi lífeyrissjóður 15,9% LSR 15,2% Stapi lífeyrissjóður 10,0% Arion banki hf. 7,5% Festa lífeyrissjóður 7,5% Af þessu má merkja að sjóðir Stefnis, dótturfélags Arion banka, bankinn sjálfur, nokkrir lífeyrissjóðir og Tryggingamiðstöðin eru í hópi allra stærstu hluthafa í báðum stærstu verslunarfyrirtækjum landsins; fyr- irtækjum sem eru með um eða yfir 80 prósenta markaðshlutdeild á mat- vörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Hætta á blokkamyndun Þegar Festi eignaðist Kaupás og önnur fyrirtæki í þeirri samstæðu, sá Samkeppniseftirlitið ástæðu til þess að grípa til aðgerða, og setti ýmis skilyrði fyrir kaupunum. Samkeppniseftirlitið taldi að ýmis samkeppnisleg vandamál gætu falist í þessu. Meðal annars væri hætta á því að „eignarhlutir hluthafa SF V í keppinautum leiði af sér óæskilega hvata sem draga úr samkeppni á þeim mörkuðum sem dótturfélögin starfa á.“ Þá væri hætta á að eignatengsl „aðila sem eru tengdir viðskiptunum leiði af sér blokkarmyndun og útiloki þar með keppinauta frá mikilvægum viðskiptum eða leiði til þess að félög innan blokkarinnar njóti viðskipta- kjara sem ætla megi að ótengdur aðili myndi ekki njóta.“ Sömuleiðis væri hætta á að „viðkvæmar viðskiptaupp- lýsingar berist á milli aðila sem eru tengdir viðskiptunum og fyrirtækja tengdum þeim,“ en auk þess nefndi Samkeppniseftirlitið hættu á óæski- legum stjórnunartengslum. Eftirlitið fjallaði einnig, í ákvörðun um þessi kaup, um þessi mál og einnig um umsvif lífeyrissjóða í tengslum við þessi mál; þ.e. „samkynja eignarhaldi á mikilvægum keppinautum á matvöru- markaði, þ.e. Högum og Kaupási.“ Lífeyrissjóðirnir Samkeppniseftirlitið nefnir einnig áhrif minnihlutaeigenda í keppi- nautum, og fjallar sérstaklega um stóran hlut Gildis lífeyrissjóðs í báðum félögum. Samkeppniseftirlitið telur þó að „ekki væri um það að ræða að sami hluthafi færi með samkeppnis- lega veigamikinn eignarhlut í tveimur keppinautum á matvörumarkaði. Þrátt fyrir það verða nokkrir fjárfestar sem munu eiga veigaminni hluti bæði í Kaupási og Högum í kjölfar samrunans. Við skilgreiningu á því hvað felst í samkeppnislega veiga- miklum eignarhlut í þessu sambandi er m.a. vísað til þess að viðkomandi eignarhlutur gefi viðkomandi fjárfesti möguleika á því að krefjast tilnefn- ingar á stjórnarmanni í viðkomandi fyrirtæki. Er þá m.a. horft til líklegrar mætingar á hluthafafundi,“ segir Samkeppniseftirlitið. Þáttur Stefnis og Arion banka Flóki Halldórsson, framkvæmd- astjóri Stefnis, segir við blaðið að sjóðir Stefnis séu eign sjóðfélaga. Eigum sjóðanna sé haldið að- greindum frá eigum Stefnis sjálfs. Arion banki eigi vissulega allt hlutafé í Stefni, en félagið hafi sett sér reglur um hvernig farið sé með atkvæði á hluthafafundum. At- kvæðisréttur Stefnis sé sjálfstæður frá atkvæðisrétti Arion banka. Um sjóðinn SÍA II segir Flóki að hann sé ekki sjóðdeild undir Stefni, „heldur samlagshlutafélag með rekstrarsamning við Stefni“. Eins og fram hefur komið sé félagið að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða og annarra. Þá hafi Samkeppnis- eftirlitið sett ýmis skilyrði fyrir þessari tilhögun mála sem farið sé eftir; eins og um mögulega hagsmunaárekstra. Auk SÍA II séu aðrir fjárfestar meðal eigenda Festi (móðurfélags Kaupáss), m.a. lífeyr- issjóðir, tryggingafélög og nokkrir einstaklingar. Þar fari fremstur í flokki Hreggviður Jónsson, sem er jafnframt stjórnarformaður Festi. Eftir því sem best verður séð er Hreggviður ekki hluthafi í Högum, en slíkt myndi brjóta í bága við skilyrði sáttarinnar við Samkeppniseftirlitið sem nefnd er hér á síðunni. Gagnrýndi hringamyndun Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi þessa gjörninga harðlega í ræðu á Alþingi 8. apríl síðast liðinn. Hann rakti kaupin á Kaupási og sagði svo: „Nú eigum við Matvöruverslun Íslands hf. Það vill þannig til að ég var á fundi hjá SA núna á fimmtu- daginn þar sem ágæt ung kona lýsti því hversu mikið ríkið seild- ist til áhrifa á því sem hún kallaði heilsumarkaðnum. Hún setti upp kökurit sem sýndi að ríkið réði 68% af því sem er kallað heilsumarkað- urinn, þ.e. Landspítalinn og önnur sjúkrahús sem ríkið rekur. En það hefði verið hægt að taka ríkið út úr þessu kökuriti og setja Haga/ Kaupás í staðinn og þá hefðum við verið komin með ástandið á smásölumarkaðnum á Íslandi. Nú efast ég ekki um að það góða starfsfólk sem er í Samkeppnis- eftirlitinu hafi byggt úrskurð sinn á gildandi lögum, ég efast ekki um það. Það bendir hins vegar til þess í mínum huga að breyta þurfi gildandi lögum. Það þarf að breyta samkeppnislögum þannig að svona hringamyndun verði ekki til á Ís- landi.“ Ekki er að sjá í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins að til standi að fara í aðgerðir gegn hringamyndun. Þar segir raunar að koma eigi í veg fyrir að fjármálastofnanir „stjórni rekstr- arfélögum til langs tíma“. En þar segir raunar einnig: „Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnulífsins með ein- földun og aukna skilvirkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.“ og áfram er haldið: „Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði innleiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafn- veigamiklar kvaðir. Markaðshlutdeild verslana á höfuðborgarsvæðinu 2011 & 2012* * Fyrir einhverjar smærri verslananna hafa tölur verið áætlaðar út frá fyrri árum ef nákvæmar tölur liggja ekki fyrir. Þessi skjámynd úr skýrslu samkeppniseftirlitsins sýnir markaðshlutdeild verslanakeðja á höfuðborgarsvæðinu. Páll gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins. Hagar og Kaupás eru samanlagt með um 80 prósenta markaðshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis fjármálafyrirtæki og sjóðir eiga stóra hluti í báðum félögunum. Mynd: Hagar.is „Það þarf að breyta samkeppn- islögum þannig að svona hringa- myndun verði ekki á Íslandi,“ segir Þorsteinn sæmundsson.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.