Hafnarfjörður - Garðabær - 08.08.2014, Qupperneq 6
8. ágúst 20146
Margrét Gauja er í yfirheyrslunni að
þessu sinni.
Hver er stærsti sigur þinn?
Dagurinn sem ég útskrifaðist frá HÍ
var minn stærsti persónulegi sigur
því ég var búin að eiga erfitt með BA
ritgerðina í þónokkurn tíma. Að klára
hana með stæl og að taka við skir-
teinunum var einn mín stærsta gleði-
stund sem ég vonast til að endurtaka
aftur.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Stjórnmál, samfélagsmál, stjórnmál og
samfélagsmál, segir sig soldið sjálft.
Einnig finnst mér rosalega gaman að
prjóna og á mér leyndan draum um
að læra jóga. Einnig er ég komin með
göngubakteríuna og stefni á að heim-
sækja hann Kjartan afa minn í Aðalvík
næsta sumar í kjölfar göngu á Horn-
ströndum, hann svífur þar um kallinn
ásamt Grétari tvíburabróður sínum.
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
Skaftafell, vann á Hóteli Skaftafelli í
tvö sumur sem unglingur og kemst
aldrei yfir það hvað mér finnst þetta
magnaður staður.
En í Hafnarfirði?
Hafnarfjarðarhöfn. Að ganga Strand-
stíginn á fallegu kvöldi gerir mig
klökka.
Eftirlætis íþróttafélag?
FH
Hvað áttu marga „vini“ á Facebook?
4112
Uppáhaldstónlistarmaður eða tón-
listarstefna?
Þegar ég er í stuði þá springur út techno
tæfan í mér og Hipp hopparinn út,
maður er bara að sem maður er og
hlusta grimmt á Fass back stöðina. En
dagsdaglega er Fleetwood Mac í spilar-
anum, allan daginn, alla daga.
Hvaða bók eða listaverk hefur haft
mest áhrif á þig og hvers vegna?
Bækurnar um Karítas eftir Kristínu
Marju Baldursdóttur. Karítas er magn-
aður karakter sem lætur drauma sína
rætast og fer sínar eigin leiðir, fann í
henni fyrirmynd sem ég ætla alltaf að
hugsa til þegar ég horfist á við breyttar
aðstæður í lífinu.
Hvert sækirðu afþreyingu?
Ég á svo mikið af börnum að bókalestur
hefur setið á hakanum í nokkurn tíma
og ég fæ aldrei sjónvarpið því þar er
alltaf verið að horfa á barnaefni þannig
í dag er það Internetið, í símanum og
yfirleitt eitthvað vinnutengt en vonandi
verður breyting á því á næstunni.
Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir
stór?
Dýralæknir, mér fannst mannkynið
skrýtið og vont sem barn verandi að
horfa á stríðið í Kuweit í beinni út-
sendingu. Ætlaði að vera bara ein með
dýrum allan daginn útí móa, byrjaði
meira að segja í líffræði í HÍ einu sinni
með það að markmiði en fékk þá starf í
Vitanum að vinna með unglingum og
ég fékk trú á mannkyninu á ný.
Af hverju Samfylkingin?
Ég get eiginlega þakkað nokkrum lyk-
ilpersónum fyrir þá ákvörðun. Ég var
alltaf forvitin um pólitík en fannst ég
ekki eiga neitt erindi, fannst ég ekki
skilja hana nægilega vel. Aðaláhrifa-
valdurinn er þó pabbi minn, sem var
varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í Hafnarfirði um skeið og þegar
hann var að ausa sínum skoðunum yfir
okkur við matarborðið áttaði ég mig á
því að ég var yfirleitt alltaf ósammála
honum. Í námi mínu við HÍ kynntist
ég þáverandi formanni Ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík, hörkupíunni henni
Bryndísi Ísfold og einnig var þáver-
andi formaður Ungra jafnaðarmanna
í Hafnarfirði, Andri Ólafsson og fleiri
úr UJH alltaf að ýta mér í stjórnmál. Ég
lét til leiðast eitt kvöldið og fór á fund
með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
þar sem ég spurði hana spjörunum út
um allt og ekkert og ekki lá á svörum
hjá henni. Ég skráði mig daginn eftir
í Samfylkinguna og vissi að ég væri
jafnaðarmaður. Það var góð tilfinning
að finna farveg og samtón fyrir mínar
skoðanir. Hef aldrei séð eftir þeirri
ákvörðun.
Ef þú værir ekki á fullu í pólitíkinni,
hvað myndir þú gera við tímann?
Ég væri eflaust samt sem áður að
vinna í sjálfboðastarfi á fullu á vett-
vangi mannréttinda- eða umhverfis-
mála. Ég ræð ekkert við þetta, ég verð
að fá útrás fyrir því sem mér brennur
á hjarta.
Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi?
Foreldrar mínir eru mér mín fyrir-
mynd sem foreldri og ég er lánsöm að
eiga öflugar konur sem fyrirmyndir
sem stjórnmálamaður og hef ég nefnd
Ingibjörgu Sólrúnu og Rannveigu
Guðmunds, Guðrúnu Ögmunds, Jó-
hanna Sigurðar og Þorgerði Katrínu
og auðvitað má ekki gleyma Vigdísi
Finnboga. Þessar konur allar og fleiri
eru mínar fyrirmyndir og ég þakka
þeim fyrir að hafa staðið í þessu svo
stelpur eins og ég eigi sér fyrirmyndir.
Hvað er að þínu mati mikilvægast
fyrir Hafnarfjörð?
Fjölbreytileiki bæjarbúa er helsti kostur
Hafnarfjarðar en það þarf að hlúa að
honum og gefa honum aukin sess í
bæjarlífinu. Mikilvægast er þó alltaf að
hlúa að yngstu og elstu íbúum bæjarins,
sjá til þess að þeir fái toppþjónustu því
það gagnast best öllum íbúum bæjar-
ins. Hugum að innviðunum
Að því sögðu, hvað mega bæjaryfir-
völd gera betur?
Nú þegar búið er að endurfjármagna
sveitarfélagið þá verður að lækka
álögur á barnafjölskyldur í bænum og
huga að innviðum í leik- og grunn-
skólakerfinu, félagsmiðstöðunum og
stoðþjónustu við börn og unglinga. Við
verðum að klára byggingu nýs hjúkr-
unarheimilis í Skarðshlíð. Þetta eru
stærstu forgangamálin að mínu mati
en auðvitað er listinn miklu lengri en
þessi mál eru í topp 5.
Hvaða stundir í lífinu eru gleðileg-
astar?
Áhyggjulaus kósýkvöld með fjölskyldu
minni.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera?
Skapa góðar minningar með fjölskyldu
minni og hlægja með vinum mínum.
Leiðinlegast?
Elda mat, er glötuð í því og allt sem
ég reyni að elda er vont. Ég skil ekki
matargerð.
Hvað gerir þú þegar þér leiðist eða
ferð í fýlu?
Þvæ þvott
Kostir og gallar:
Ætli minn hesti kostur sé ekki að ég
er almennt lífsglöð og hress en minn
helsti galli að ég á erfitt með að fyr-
irgefa.
Hvenær líður þér best?
Þegar ég er búin að afreka eitthvað í
ræktinni, fara út að hlaupa eða í jóga.
Þá líður mér eins og ég geti allt. Eins
og mér finnst oft erfitt að drulla mér
afstað þá er vellíðanin eftirá ótrúleg.
Hvað er svo framundan hjá Margréti
Gauju?
Í dag er ég er með hnút í maganum því
ég er að fara að pakka fallega stellinu
mínu þar sem við fjölskyldan erum að
flytja á Höfn í Hornafjörð í eitt ár núna
á laugardaginn. Eiginmaður minn fékk
þar vinnu í vor og í sumar bauðst mér
spennandi atvinnutækifæri þar einnig.
Svo erum við að gera húsaskipti við
frábær hjón sem eru einnig að þreifa
fyrir sér og skella sér í nám í Hafnar-
firði þannig að þetta getur ekki verið
hentugra. Á Höfn í Hornafirði ætla ég
að láta gamlan draum rætast en aldrei
hefur gefst tími til, og það er að prófa
að syngja í kór.
Lífsmottó:
Mottóið mitt þessa dagana er ,,Life is
what happens when you are busy mak-
ing other plans“ – John Lennon
Margrét Gauja Magnúsdóttir:
„Vissi að ég væri jafnaðarmaður“
Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur vakið athygli fyrir störf sín í bæjarstjórn,
ekki síður en fyrir skelegga framgöngu á Alþingi, en hún hefur um árabil
gegn trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Hún á þrjú börn með manni
sínum Davíð Arnari Stefánssyni. Hún er Hafnfirðingur í húð og hár, þótt
hún reki ættir út á land, en hyggst nú fljótlega halda á nýjar slóðir auk þess
að hefja meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskólann.