Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 03.10.2014, Blaðsíða 10
10 3. OKTÓBER 2014 Á að selja áfengi í matvöruverslunum? Fyrir Alþingi hefur verið lagt frumvarp um að leggja niður smásölu áfengis á vegum ríkisins og selja það í einkareknum matvöruverslunum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti flutningsmaður frum- varpsins. Fram hefur komið í máli hans að upp undir helmingur þingmanna styðji málið. Stuðningur eða andstaða við málið er þvert á flokkslínur. Töluvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum, en samfélagsleg umræða hefur verið lítil og sömuleiðis hefur ekki mikið verið fjallað um inntak sjálfs frumvarpsins. Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær vill reyna að bæta úr því, og hefur í því skyni meðal annars kallað eftir sjónar- miðum víða að. Blaðið sendi fyrirspurn til allra bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Garðabæ, allra þingmanna kjördæm- isins, auk þess til stærstu íþróttafélaga í bæjunum, verslunarmanna og fleiri. Frumvarpið Í frumvarpi Vilhjálms Árnasonar er í reynd lagt til að smásala á áfengi á vegum ríkisins verði lögð niður, en frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak, en ekki eru lagðar til breytingar á áfengislögum. ÁTVR verði TVR, Tóbaksverslun ríkisins. Áfengi verði selt í matvöruverslunum, en þó ekki söluturnum, myndbandaleigum eða söluvögnum eða slíku. Enn fremur virðist í frumvarpinu ekki vera gert ráð fyrir sérverslunum með áfengi. Afgreiðslutími áfengis verði takmark- aður við tímann frá 9 á morgnana til klukkan 20 á kvöldin. Það verði hins vegar í höndum sveitarstjórna að ákveða nánar um heimildir til áfeng- issölu og á hvaða tíma heimilt verði að selja. Sterkt vín verði ekki hægt að nálgast í hillum, heldur verði að spyrja um það yfir búðarborðið. Ein áfengisverslun er í Hafnarfirði, vínbúðin Álfrún í Helluhrauni. Hún á að þjóna bæði Hafnfirðingum og Garðbæingum. Verslunin er opin frá klukkan 11 alla daga nema sunnudaga, og til kl. 18, nema á föstudögum þegar hún er opin til kl. 19. Í grenndinni eru verslanir í Kringlunni í Reykjavík, í Smáralind og við Dalveg í Kópavogi. Hlutverk bæjarstjórnar „Ætlunin er að sveitarstjórn hafi svig- rúm til að ákveða hvernig afgreiðslu- tíminn verður, t.d. að ekki megi af- greiða áfengi fyrir kl. 12.00, hætta beri afgreiðslu kl. 17.00 eða að loka skuli fyrir afgreiðslu t.d. á milli 12.00 og 15.00. Ávallt þurfa þó málefnalegar ástæður að liggja að baki ákvörðun sveitarstjórnar um skemmri afgreiðslu- tíma en samkvæmt almennu ákvæði,“ segir meðal annars í greinargerð með frumvarpinu. Ljóst er því að bæjar- stjórn Kópavogs getur haft ýmislegt að segja í þessum efnum, verði frumvarpið að lögum. Má selja en ekki kaupa Í áfengislögum kemur fram að ekki megi selja, afhenda eða veita áfengi manneskju sem er yngri en 20 ára. Þá er í lögum um verslun með áfengi og tóbak kveðið á um að ÁTVR megi hafna vöru ef hún sjálf, umbúðir eða markaðssetning á að höfða til fólks yngra en 20 ára eða sýnir börn og ungmenni undir 20 ára. Í frumvarpi Vilhjálms er tekið fram að heimilt sé að afhenda áfengi „til neytenda 20 ára og eldri“. Hins vegar sérstaklega kveðið á um að fólk þurfi að hafa náð 18 ára aldri til að mega afgreiða áfengi í verslun. Afgreiðslufólk þarf samkvæmt því ekki að hafa náð áfengiskaupaaldri. Viðhorf til frumvarpsins Frumvarpið er hins vegar ekki enn orðið að lögum og ekki hefur verið mælt fyrir því á Alþingi, enda þótt það hafi verið lagt fram. Hér fara á eftir svör þeirra sem svöruðu fyrirspurn blaðsins. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar „Varðandi áfeng- isútsölu þá finnst mér mikilvægt að aðgreina tvo þætti, annars vegar útsölu- staðinn og hins vegar áfengisstefnu og að- hald. Forsendan fyrir því að breyta því hvar áfengi er selt og af hverjum er að mínu mati að aðhald hins opinbera sé skýrt. Rekstur verslana þarf ekki endilega að vera í höndum ríkisins, en aðhaldið þarf vissulega að vera það. Rekstur verslana er að mínu mati ekki forsenda þess að ríkið haldi úti virkum forvörnum og ábyrgri stefnu í áfeng- ismálum.“ Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar „Samfylkingin hefur ekki eina skoðun í þessu máli frekar en aðrir stjórnmála- flokkar. Það eru líka margir fletir á þessu máli sem ástæða er til að ræða og við vonum að alþingi muni geta rætt þetta mál á málefna- legum nótum og komist að yfirvegaðri og skynsamlegri niðurstöðu. Það er ekkert sjálfgefið að ríkið sjái um útsölu á áfengi en það eru ýmis rök sem falla með því fyrirkomulagi sem bæði snerta forvarnir og líka hagsmuni neytenda. Það hefur til dæmis verið nefnt að núverandi fyrirkomulag tryggi vöruframboð sem líkur eru á að muni ekki verða jafn mikið og gott ef salan verði gefin frjáls. Á móti hefur verið bent á að aðgengi að vörunni verði auðveldara og það þjóni neytendum betur en núverandi fyrirkomulag. Hvort tveggja er eflaust rétt. Sveitarfélögin hafa auðvitað ekki beina aðkomu að þessari ákvörðun en forvarnarmálin eru mikilvægt verkefni sem við höfum lagt mikla áherslu á í Hafnarfirði og náð gríðarlega góðum árangri síðustu ár, m.a. hvað varðar áfengisneyslu barna og ungmenna. Þar skiptir aðgengi að áfengi auðvitað máli og við vitum að auknu aðgengi getur fylgt aukin neysla, bæði hjá full- orðnum og börnum. Við munum þess vegna halda áfram að leggja áherslu á að sporna gegn neyslu barna á áfengi og öðrum vímuefnum. Það munum við gera með jákvæðum og fjölbreyttum forvörnum, sama hvaða niðurstöðu okkar ágætu alþingismenn komast í þessu máli. Við skorum bara á þá að taka umræðuna fordómalaust.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna 1. Andvíg frumvarp- inu. 2. Áfengi er fíkni- efni. Aukið aðgengi að áfengi þýðir aukna drykkju, líkur á því að með aukinni drykkju fjölgi slysum sem rekja má til áfengis og líkur á fjölgun þeirra sem fá líkamlega kvilla vegna drykkju hjá heilbrigðiskerfinu. Þar að auki verður erfiðara að fylgja aldurstakmörkum eftir þegar áfengi er komið í matvöru- verslanir. 3. Ef frumvarpið verður að lögum þá kallar það á endurskoðun á leyfis- veitingum til marvöruverslana. Hafnarfjörður hefur reynt að beita markvissu eftirliti og forvörnum gegn sölu á tóbaki til barna undir lögaldri og fengið bágt fyrir. Það er því spurn- ing með hvaða hætti sveitarfélög ættu að geta verið með markvisst eftirlit og Raunverulegur sparnaður Frekari upplýsingar á www.deltalausnir.is Sími: 895 0640 eða 695 2091 með varmadælum Loft í vatn - vatn í vatn fyrir heitt vatn og ofnakerfi 5 ára ábyrgð* Allt að 80% sparnaður Best í prófun hjá SP í Svíþjóð Fujitsu LTCN - Loft í loft varmadæla * Nánar á heimasíðu Margra ára reynsla við íslenskar aðstæður og hundruð ánægðra viðskiptavina segir allt sem segja þarf. Rétt hitastig, betri loftgæði og þú sparar í leiðinni! Fyrir heimili - sumarhús - vinnustaði - skóla - félagsheimili - sundlaugar - íþróttahús... Spurningar blaðsins Bæjarblaðið Hafnarfjörður/ Garðabær sendi fólki eftirfarandi spurningar og hafa sumir viðmæl- endur svarað þeim í samsvarandi liðum og aðrir í samfeldum texta. 1. Ertu fylgjandi eða andvíg/ur frum- varpinu? 2. Hvers vegna? 3. Telur þú, yrði frumvarpið að lögum, að bæjarfélög ættu að grípa til sérstakra aðgerða, t.d. varðandi eftirlit og/eða forvarnir? 4. Hvaðeina sem þú vildir segja um málið, t.d. um samkeppnisstöðu á matvörumarkaði, auglýsingar eða slíkt. Óvíst um afstöðu Blaðið spurði auk þingmanna og bæjarfulltrúa og annarra sem hér eru nefndir, formenn aðalstjórna FH, Hauka og UMF Stjörnunnar. Þau við- brögð sem bárust voru á þá lund að viðkomandi félag hefði ekki mótað sér skoðun á málinu. Enginn úr bæjar- stjórn Garðabæjar svaraði fyrirspurn blaðsins og enginn sjálfstæðismaður úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur viljað birta lesendum blaðsins skoðun sína á málinu.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.