Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.11.2014, Blaðsíða 14
14 14. Nóvember 2014 Útskriftarsýning í Upplýsingatækniskólanum: Afrakstur námsins kynntur atvinnulífinu Í fyrsta sinn í fjölda mörg ár út-skrifast frá Upplýsingatækniskól-anum nemendur í gamalgrónu iðngreinunum bókbandi og pentun. Þessar greinar hafa átt undir högg að sækja en undanfarið hefur áhugi vaxið á hæðarprentun svonefndu letterpress og handbandi. Fram kemur í fréttatilkynningu að útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi í Upplýsingatækniskólanum verða með nemendasýningu á morgun, laugar- daginn 15. nóvember, milli kl. 13:00 og 15:00. Sýningin er haldin í sal Vörðu- skóla við Skólavörðuholt í Reykjavík og er gengið inn frá Barónsstíg. Grafísk miðlun/prentsmíð, ljós- myndun, prentun og bókband eru allt löggildar iðngreinar. Útskriftarefnin eru 25, fjórir í bókbandi, þrír í prentun, tíu í grafískri miðlun/prentsmíð og átta í ljósmyndun. Hóparnir, með aðstoð kennara, hafa unnið saman að skipulagi, uppsetn- ingu og markaðassetningu á útskriftar- sýningunni. Tilgangur hennar er að vekja athygli atvinnulífsins á sér því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér starfsþjálfunarpláss og ljúka sveinsprófi. VILT ÞÚ ÖÐLAST STARFSRÉTTINDI ? FINNDU ÞÍNA FRAMTÍÐ Í SKEMMTILEGUM OG PERSÓNULEGUM SKÓLA Opið er fyrir innritun frá 1. nóv. til 20. des. í gegnum menntagatt.is Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is Eftirfarandi námsleiðir í boði: Almennt nám Grunnnám bíliðna Grunnnám rafiðna Grunnnám bygg. og mannvirkja Hársnyrtibraut 2. 3. 4. og 5. önn Húsasmíði Húsgagnasmíði Listnám hönnun og handverk Málmiðngreinar fyrri hluti Pípulagnir Rafvirkjun Rennismíði Stálsmíði Tækniteiknun Vélvirkjun ALLIR ALDURSHÓPAR ERU VELKOMNIR Súrefni Nýlega útskrifuðust 13 ung-menni af virkninámskeiðinu Súrefni. Námskeiðið er sam- vinnuverkefni Hafnarfjarðarbæjar og Vinnumálastofnunar og fór fram í Ung- mennahúsinu Húsið við Staðarberg. Súrefni er ætlað ungu atvinnuleit- andi fólki á aldrinum 16 - 24 ára, segir í frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar. Mark- mið þess er að víkka sjóndeildarhring þátttakenda og auka félagslega virkni þeirra. Haldin hafa verið 21 námskeið á síðustu árum og hafa þau auðveldað ungu fólki að finna sér vinnu eða koma sér aftur í nám. Á þessu sex vikna námskeiði fara þau í starfskynningar á áhugaverða vinnu- staði, fá fræðslu um ýmis mál varðandi virkni og lífstíl auk þess að kynnast allskonar áhugaverðum tómstundum. Innbrotum fækkar í Garðabæ Fulltrúar lögreglunnar á höf-uðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglu- stjóri þar á meðal, ásamt fulltrúum Garðabæjar hittust nýverið á árlegum haustfundi til að fara yfir stöðu mála og þróun brota. Á fundinum fór lög- reglan yfir helstu tölfræði á milli ára í umdæminu, svo nokkuð sé nefnt, en greint er frá fundinum á vefsíðu Garðabæjar. Í máli Margeirs Sveins- sonar stöðvarstjóra í Hafnarfirði kom margt fram og þar má nefna að inn- brotum fækkar á milli ára í Garðabæ og eru undir meðaltali á höfuðborgar- svæðinu. Í Garðabænum mælast innbrot 1,1 á hverja þúsund íbúa, og hefur snarfækkað, því tilkynnt inn- brot voru 4 á hverja þúsund íbúa árið 2011. Lítillega hefur dregið úr ofbeld- isbrotum frá í fyrra, 0,7 tilkynnt brot á hverja þúsund íbúa, en hlutfallið var 0,6 brot á hverja þúsund árið 2011, svo dæmi séu tekin. Gegn einelti Leikskólinn Vesturkot í Hafnarf-irði tekur þátt í tilraunavinnu á vegum Barnaheilla sem ber nafnið Vinátta ásamt fimm öðrum íslenskum leikskólum. Um er að ræða forvarnarver- kefni gegn einelti í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Verkefnið á rætur að rekja til Dan- merkur og ber þar heitið Fri for mobberi. Vináttuverkefnið hefur reynst mjög ein- falt og hagkvæmt í notkun. Um er að ræða tösku sem inniheldur nemendaefni og kennsluleiðbeiningar fyrir starfsfólk auk efnis til að nota með foreldrum. Gert er ráð fyrir fjölbreyttum vinnubrögðum svo sem hlustun, umræðum, tjáningu í leik, tónlist og hreyfingu úti sem inni. Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku hafa leitt í ljós mjög góðan árangur af notkun þess, segir í frétt um málið á vef Hafnarfjarðarbæjar. Þar segir einnig að Barnaheill geri ráð fyrir samstarfi við há- skóla hérlendis um rannsóknir á árangri af notkun efnisins hér á landi. Hægt er að flétta vinnu með Fri for mobberi inn í flesta vinnu og námssvið leikskólans. Fri for mobberi er nú þegar notað á Græn- landi og í Eistlandi auk Danmerkur. Jafnframt hafa fjölmörg önnur ríki sýnt því áhuga. Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, er tengiliður skólans við verkefnið. Flytja inn í Urrðaholti Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli í Urriða-holti voru afhentar eigendum um mánaðamótin. Um er að ræða þrjár tveggja og þriggja herbergja íbúðir að Holtsvegi 23-25, sem byggingafélagið Borgarhraun reisir. Greint er frá því á vefsíðu Urriðaholts að nýir íbúðar séu ánægðir með eignirnar og umhverfið, svo sem tengingu við náttúruna en einnig nálægð við stofnbrautir. Hér má sjá sjá hluta af útskriftarhópnum ásamt Geir bjarnasyni æskulýðsfull- trúa og báru Kristínu Þorgeirsdóttur sem hefur séð um námskeiðin. Sigríður björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri flytur Garðbæingum boðskapinn. Linda Hrönn.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.