Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 10

Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 10
10 16. maí 2014 Grillmeistarinn segir þér ... Tíðarfar hefur mikil áhrif á það hvernig við umgöngumst og upplifum mat. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni á höfuðborgarsvæðinu að síðasta sumar var fremur blautt og kalt, enda júlí sá votviðrasamasti í Reykjavík í rúman áratug. Aðeins þriðjungur fólks á höfuðborgarsvæðinu var ánægður með sumarveðrið í fyrra samkvæmt könnun MMR. Og það var lítið grillað eftir því. Nú skín hins vegar sólin dag eftir dag og margir komnir í grill-skap. Þá kemur sér vel að geta leitað til sérfræðingana í einu sérverslun landsins með grill og grillvörur – jafnvel þótt maður þurfi að fara i Kópavoginn. ... allt sem þarf að vita ... Grillbúðin lætur ekki mikið yfir sér – sérstaklega yfir veturinn - þar sem hún dormar við Smiðjuveginn, en nú er hins vegar eins og hún hafi vaknað af dvala. Þegar inn er komið blasir við mikið úrval allra helstu vörumerkja, hvort sem um er að ræða grillin sjálf eða alla mögulega aukahluti. Þar inni eru auðvitað bæði kola- og gasgrill, tangir, spaðar og allt það. Svo er hin ómissandi hamborgarapressa auðvitað líka seld í Grillbúðinni. Þar eru líka yfir sextíu gerðir af mismunandi grillum. Helsti kosturinn er þó sá brunnur sérþekkingar sem viðskiptavinir geta dreypt á. ... um hvernig á að velja grill ... Sá sem ræður ríkjum í Grillbúðinni er Einar Long. „Okkar mottó er að eiga varahluti í allt sem við seljum, því þá endast grillin lengur“ segir hann. En hvað skyldi maður þurfa að hafa helst í huga við val á grilli? „Það er mikilvægt að það sé pottjárn í grindunum til á fá sem mestan hita og halda honum. Þetta skiptir auðvitað öllu þegar maður býr í jafn vindasömu landi.“ Einar segist leggja mikið upp úr því að aðstoða með ráðum og dáð þá sem leita til hans. „Grillin þurfa auðvitað að vera úr efni sem þolir ísleknskar aðstæður“ segir hann „og fólk verður líka að taka með í reikninginn hvort hægt sé að fá þjónustu, varahluti og slíkt fyrir grillið.“ ... og hvernig á að velja uppskriftir ... Merki tíðarfarsins í fyrra sáust greini- lega í sölutölum um mat, bjór og létt- vín. Bjórsala var tæplega þremur pró- sentum minni í maí, júní og júlí 2013 en árið á undan. Sala á grillkjöti var minni framan af sumri og líka sala á grillum, grillbúnaði og grillbókum. Ein þeirra bóka sem kom út í rignunni í fyrra var Grillbók Jóa Fel. „Íslendingar eru mikil grillþjóð og setja næstum allt á grillið“ segir Jói. „Flest allir eru með gasgrill, enda erfitt að grilla á kolagrilli á Íslandi þar sem það er alltaf svolítill vindur hjá okkur. Menningin verður betri með árunum, stærri, feitari og betri steikur eru málið og eins heima- lagaður kryddlögur og góðar sósur.“ Undir þetta þetur matarblaðamaður sem gaf út Íslensku hamborgarabókina í fyrra - bragðið er í fitunni! ... svo þetta verði gott grill-sumar Páll Bergþórsson, fyrrverandi veður- stofustjóri, segir mikinn vanda að spá fyrir veður fram í tímann. Einfaldara sé reyndar að spá fyrir um hita en úr- komu. Þó sé vitað að við séum á síðari hluta hlýindakafla, en á norðurhveli gangi á með sveiflum þar sem skiptis á um það bil 30 ára hlýindaskeið og jafn löng kuldaskeið. „Sumarið í fyrra var þó sérstaklega leiðinlegt hér fyrir sunnan“ segir Páll „og haustið kalt um allt land., Sumarið í fyrra skar sig úr en við getum sagt að í ár séu þokkalegar líkur á þokkalegu sumri.“ Það er því rétt að þrífa grillið og pússa tangirnar – þótt ekki sé nema bara til öryggis – og sé maður í vafa má alltaf renna við hjá Einari og félögum til að fá góð ráð. matarSíða SvavarS SveitarStjórnarmál Lifandi bær, glaður bær Síðustu daga, vikur og mánuði hef ég fengið að taka þátt í undirbún-ingi fyrir framboð Bjartar framtíðar í Hafnarfirði. Björt framtíð er flokkur sem er skipaður fólki sem er í pólitík til þess að vera þjónandi forysta, ekki til þess að skara eld að eigin köku. Fólk sem virkilega trúir því að hægt sé að breyta andrúmsloftinu sem oft er umlykjandi pólitíkina. Fólk sem virkilega trúir því að með því að gera hlutina á öðru vísi hátt en gerðir hafa verið hingað til sé hægt að ná virkilegum og raunverulegum árangri. Ég heillaðist af þessari hugmyndafræði og gekk til liðs við Bjarta framtíð. Umfram allt er það sá andi að það eigi að vera gaman sem er svo afskap- lega heillandi. Því það er jú þannig að það er búið að vera ofboðslega gaman síðustu daga, vikur og mánuði við það að vinna að því hörðum höndum að koma framboði Bjartar framtíðar í Hafnarfirði á laggirnar. Við finnum fyrir miklum meðbyr og við höfum trú á því að það sem við höfum til málanna að leggja sé eitthvað sem skiptir óskaplega miklu fyrir bæinn okkar. Við heitum því að gera okkar besta til þess að gera bæinn okkar skemmtilegri, fjölbreyttari, jafnari, hreinni, grænni, fallegri, málefnalegri, jákvæðari, bjartsýnni, upplýstari og um- hyggjusamari. Hvað sem á endanum kemur til með að koma upp úr kjörkassanum þann 31.mai næstkomandi er það klárt mál að næstu dagar og vikur munu verða uppfullar af gleði og ánægju og þakklæti fyrir að fá að taka þátt í þessum kosn- ingum. Kjósið svo eftir ykkar samvisku, nýtið kosningaréttinn ykkar því að hann er ekki sjálfgefinn. Sjálfur mun ég setja mitt X við Æ í mai og þar með leggja mitt af mörkum til að gera #Skemmtilegri Hafnarfjörð. Höfundur er Matthías Freyr Matthíasson 7. sæti á lista Bjartar framtíðar í Hafnarfirði

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.