Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 12

Hafnarfjörður - Garðabær - 16.05.2014, Blaðsíða 12
2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 2 0 1 4 12 16. maí 2014 SveitarStjórnarkoSningar 2014 Samgöngur og hamingjan Hafnarfjörður var skipulagður fyrir hús og bíla þegar bær-inn okkar breyttist úr þorpi yfir í kaupstað. Síðustu ár hefur verið vaxandi krafa um aukna fjölbreytni og meira val þegar kemur að því að fólk ferðist á milli staða. Þegar rannsóknir um hamingju eru skoðaðar þá skiptir sköpum vegalengd á milli heimilis og vinnustaðar. Ég vil að Hafnfirðingar eigi kost á að starfa útum allt, en ég vil líka að þeir séu hamingjusamir, og eru tækifæri sveitarfélagsins tvenns konar; að fjölga fyrirtækjum í bænum með ráðum og dáðum og svo að auka fjölbreytni í sam- göngum þar sem dýrmætur tími nýtist betur. Slíkt er hagstæðara fyrir íbúa, það stuðlar að aukinni heilsu auk þess sem við spornum gegn hlýnun jarðar. Því hefur verið lögð megináhersla á að tengja göngu- og hjólastíga á stofn- brautum við Garðabæ þetta kjörtímabil. Eins hefur bærinn verið að tengja saman göngu- og hjólastíga þar sem hefur skort uppá, gera hjóla- og göngukort aðgengi- leg á vef bæjarins og á næsta ári verða helstu stígar breikkaðir. Einnig hefur verið gert átak í Strætó- samgöngum, en eftir að Frístundarbíl- inn lagðist af, var innanbæjarkerfi bæj- arins stokkað upp og boðið uppá leið 43 og 44 sem gengur á kortersfresti frá 13:30 – 20:20 á kvöldin, og eru leiðarnar hugsaðar sérstaklega með tilliti til íþrótta- og tómstundarstarfs ungs fólks í Hafnarfirði. Leið 21, sem er beint frá Firði niður í Mjódd, er að reynast mjög vel og er aukningin á þeirri leið einna mest. Einnig gengur Leið 1 á fimmtán mínútna fresti frá Lækjartorgi inná Velli í Hafnarfirði, sem er þjónusta af bestu gerð. Eftir þessar breytingar þá hefur aukning á notkun Strætó verið 20% á milli ára, og aukningin einna mest í Hafnarfirði á öllu höfuðborgarsvæðinu. En það er alltaf hægt að gera betur, stíga og hjólakerfið þarf að vera í stans- lausri þróun. Einnig er hægt að gera betur í Strætósamgöngum, t.d að leið 43/44 byrji að morgni til, að Strætó bjóði uppá vagna eftir miðnætti um helgar og að Strætósamgöngur hefð- ist fyrr á sunnudagsmorgnum. Einnig þarf að huga að nýju atvinnuhverfi á Völlum og bjóða uppá Strætósam- göngur þangað. Þess fyrir utan þarf að bæta umferð- aröryggi í bænum og halda áfram að þrýsta á Ríkisstjórnina og Vegagerðina að klára Kaldárselsveginn, mislæg gatnarmót við atvinnuhverfi Valla, klára breikkun Reykjanesbrautar og svo fer að vera bráðkallandi að koma á mislægum gatnarmótum við Setberg og N1. Þriðja stærsta sveitarfélag landsins, sem er þó á jaðri höfuðborgarsvæðis- ins, þarf að vera með samgöngumál í forgang, ekki bara vegna þess að það er þægilegt, heldur fyrir heilsu og ham- ingju íbúa og er það ekki einmitt það sem við þráum einna helst og skiptir hvað mestu í lífinu? Fjölbreytt skólastarf og valfrelsi um skóla Vellíðan barna í skólakerfinu er forsenda þess að náms-ferlið sé árangursríkt, dragi fram styrkleika nemandans og efli trú hans á eigin getu. Í Garðabæ ríkir mikill metnaður í skólamálum og bærinn hefur verið í fararbroddi varðandi sjálfstæði skóla og val nem- enda og foreldra um leik- og grunn- skóla. Með þessum áherslum er leit- ast við að styðja við faglegan metnað skólanna og skapa fjölbreyttar náms- aðstæður sem henta ólíkum þörfum nemenda. Sérstaða skóla Trú á eigin getu er einn af þeim þáttum sem spáir fyrir um árangur. Í skóla- kerfinu þarf að rúmast fjölbreytt starf- semi þannig að ólíkir einstaklingar geti fundið nám við hæfi. Námsferlið á að efla trú nemenda á eigin getu þrátt fyrir að hæfni þeirra liggi á mismun- andi sviðum. Skólar í Garðabæ hafa sjálfstæði til að þróa með sér faglega sérstöðu svo sem varðandi kennsluað- ferðir og áherslur í námi. Valfrelsi um leik- og grunnskóla Valfrelsi foreldra og nemenda um grunn- og leikskóla er eitt af ein- kennum skólastarfs í Garðabæ. Þannig stýrir búseta því ekki í hvaða skóla barnið fer heldur val foreldra og barns um hvaða skóli hentar viðkom- andi best. Með þessum hætti er lögð áhersla á að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda í því skyni að hver og einn finni námsumhverfi við hæfi. Val í skóla bæjarins hefur gefið góða raun og foreldrar hafa látið í ljós ánægju með þessa þjónustu. Samfellt nám Faglega samvinnu skólastiga eykur samfellu í námi en ýmsar rannsóknir sýna að nokkuð er um endurtekningu í námi ungmenna innan skólastiga og á milli skólastiga. Endurtekning í námi getur dregið úr áhuga nemenda um leið og tími kennara og nemenda er illa nýttur. Samfellt nám kallar á samvinnu milli skóla og skólastiga en bæjaryfirvöld hafa sýnt því áhuga að koma að rekstri Fjölbrautaskólans í Garðabæ meðal annars með það í huga að auka samfellu í námi og möguleika á styttingu námstíma til stúdentsprófs. Í Garðabæ leggjum við áherslu á metn- aðarfullt skólasamfélag þar sem vel- ferð nemandans er ávallt í brennidepli, samfélag þar sem ungmenni fá tæki- færi til að velja námsumhverfi sem hentar þeim sem best. Höfundur er Margrét Gauja Magnúsdóttir, 2. sæti á lista Samfylkingarinnar Höfundur er Sigríður Hulda Jónsdóttir, skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ Á þessari mynd frá Jafnréttisstofu má sjá að konur eru í miklum minnihluta stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.