Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Side 3

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Side 3
Hörmuleg varnar- mistök trekk í trekk ÍBV slegið út úr bikarnum Það var þungur svipur á vall- argestum í gærkvöldi þegar þeir yfirgáfu völlinn eftir leik ÍBV og FH í Bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi. FH-ingar höfðu slegið ÍBV út úr keppninni með því að sigra í leiknum 4 - 2. Sá draumur sem margir höfðu alið í brjósti sér, að ÍBV strákunum tækist að komast áfram í bikarnum;;, var orðinn að engu. v 'j Leikurinn í gærkvöldi bauð upp á spennu og var yfir heildina litið skemmtilegur á að horfa, þó ekki hafi það glatt augað þau slæmu mistök varnar ÍBV sem gerðu útslagið á þennan leik. Eyjamenn komu mjög ákveðnir til leiks og strax á fyrstu mínútunni fékk Þórir Sigur Völsunga á ÍBV á Húsa- vík s.l. laugardag í 2. deildinni var mjög sanngjarn. Völsungar voru mun frískari allan tímann, spiluðu mjög skynsamlega og uppskáru verðskulduð þrjú mörk. Völsungar hófu leikinn af miklum krafti og greinilegt var að þeir ætluðu að selja sig dýrt, því ef sigur ynnist ekki í þessum leik, væru þeir svo til úr mynd- inni um sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mín. Jónas Hallgrímsson skoraði af stuttu færi eftir mikinn misskilning í vörn ÍBV. Eftir markið vaknaði ÍBV aðeins til lífsins og 10. mín. síðar jafna þeir metin. Ómar Jóhannsson leikur á hvern Völsunginn á fætur öðrum og Ólafsson mjög gott færi en mark vörður FH varði glæsilega. ÍBV hélt áfram að sækja og fékk nokkur ágæt færi og varð markvörður FH oft að taka á* honum stóra sínum til að bjarga marki sínu. Það kom því eins og köld vatnsgusa framan í áhorfendur þegar FH-ingar tóku forystuna með marki Inga Björns, en hann komst einn inn fyrir vörn ÍBV og skoraði örugglega fram hjá Þor- steini í ÍBV markinu. Uppi voru mikil áhöld um það hvort Ingi Björn hafi verið rang- stæður þegar hann fékk boltann og voru spekingarnir á hólnum sammála um að svo hafi verið. Engu að síður má kenna sof- gefur á Berg Ágústsson sem á ekki í miklum erfiðleikum með að skora í autt markið. „Þetta var mjög vel gert hjá Ómari. Ég fékk boltann akkurat þar sem ég vildi fá hann, og það var auðveldasta verk í heimi að þrykkja boltanum í galopið markið,“ sagði Bergur um mark sitt. En aðeins þremur mín. síðar nær Völsungur forystunni á ný. Það mistekst að hreinsa úr vörn- inni. Vilhelm Freðrikssen nær boltanum, leikur á einn varn- armann ÍBV og skorar af öryggi þrátt fyrir að hafa ekki hitt boltann neitt sérstaklega vel. ÍBV fékk eitt færi í fyrri hálfleik fyrir utan markið. Þorsteinn Viktorsson átti skalla á mark Völsungs eftir hornspyrnu,varn- armaður bjargaði á línu með andahættivarnarinnar um mark þetta. Eyjamenn héldu uppteknum hætti, spiluðu góða kn'attspyrnu og börðust af krafti. Engu að síður voru það FH-ingar sem skoruðu næsta mark og var þar að verki Hörður Magnússon, en ÍBV vörnin var steinsofandi sem fyrr. Tómas Pálsson minnkaði síð- an muninn er hann skoraði með fallegu skoti fyrir utan vítateig. En hörmuleg vörn ÍBV liðsins átti eftir að gera fleiri mistök en orðin voru. Oft skapaðist mikil hætta við ÍBV markið sökum þess hve staðir varnarmenn ÍBV voru og gættu illa staða sinna. Á markamínútunni svoköll- uðu, bættu FH-ingar 3ja marki sínu við og var þar á ferðinni Jón Erling Ragnarsson, sem skallaði í netið, óvaldaður á markteig. Enn ein varnarmistökin. Staðan3-1 íhálfleikFHívil. Eyjamenn komu eldfjörugir til leiks í seinni hálfleik og fljót- lega tókst þeim að minnka mun- inn er Jóhann Georgsson skoraði glæsimark með þrumufleyg frá vítateigshorni. Mark þetta er eitt af fallegri mörkum sem sést hafa á Hásteinsvelli. Mark þetta gaf Eyjamönnum vonir og var sókn ÍBV þung og gullin færi komu í bunum, en ekki vildi tuðran í netið. FH-ing- ar áttu þó við og við skyndisókn- ir, sem ávalt voru stórhættuleg- ar, því vörn ÍBV liðsins var hriplek sem gatasigti. Þegar u.þ.b. 8 mín. voru til leiksloka gerðu svo FH-ingar endanlega út um leikinn er enn hendinni, en slakur dómari leiks- ins sá ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu. Völsungar fengu eitt dauðafæri í fyrri hálfleik, fyrir utan þegar mörkin voru skoruð, en þeim brást bogalistin. Öfugt við fyrri hálfleikinn, voru leikmenn ÍBV mun meira með knöttinn í seinni hálfleik. Þrátt fyrir það var Völsungur mun nærri því að bæta við mörk- um en ÍBV, því vörn ÍBV opnað- ist oft illa við skyndisóknir Völsunga. En rétt eftir leikhlé fékk ÍBV kjörið tækifæri til að jafna metin. Jóhann Georgsson átti þá þrumuskot á mark Völsungs en einhvern veginn tókst markverði þeirra að vera fyrir skotinu. Á 15. mín. seinni hálfleiks gerir Völsungur svo út um leikinn. Eftir enn einn mis- ein mistök varnarinnar áttu sér stað. Hörður Magnússon komst upp að marki ÍBV og þar braut Viðar Elísson á honum, dæmd var vítaspyrna og úr henni skor- aði Guðmundur Hilmarsson ör- ugglega. Eyjamenn börðust þó áfram en tíminn var naumur og áður en varði hafði vægast sagt lélegur dómari leiksins flautað til leiks- loka. FH sigur 4-2 var orðin staðreynd og vonir um gott gengi ÍB V í bikarnum orðnar að engu. Framlína ÍBV í þessum leik skilaði sínu hlutverki vel og einn- ig miðjan og sást oft bregða fyrir skemmtilegu samspili í leiknum. Vörn liðsins var hreint út sagt ömurleg og var eins og sumir varnarmennirnir væru ekki í sambandi á köflum. Bestu menn liðsins voru Sveinn Sveinsson, sem sýndi það og sannaði í þessum leik að hann á mikið eftir enn, og Tómas Pálsson sem ávalt gerir góða hluti. Þá skilaði Ólafur Árnason sínu hlutverki vel, eftir að hann kom inná og var sá eini í vörninni sem eitt- hvað sýndi. (Frétta)maður leiksins: Sveinn Sveinsson. Leikurinn: **** (mjög góður leikur). Hugleiðingar að leik loknum: Ef maður horfir til síðustu leikja ÍBV liðsins vakna margar spurningar. Hvað er að ske hjá liðinu? Það virðist geta náð upp góðum leikjum, og sönnuðu það skilning í vörn ÍBV kemst Vil- helm Freðrikssen í dauðafæri og skorar auðveldlega, 3-1. Ekki urðu mörkin fleiri í leiknum þrátt fyrir nokkur fleiri færi á báða bóga, en m.a. björguðu Völsungar einu sinni á marklínu. Vörnin, sem hefur verið sterk- asti hluti ÍBV liðsins það sem af er kappnistímabilinu, brást í þessum leik. Lét vörnin sóknar- menn Völsunga teyma sig alltof aftarlega á völlinn þannig að stórt bil myndaðist á miðju vall- arins, milli tengiliðanna og varn- arinnar. Þetta notfærði Völsung- ur til hins ýtrasta og unnu þeir mjög sanngjarnan sigur í þessum leik. Virðist lið þeirra vera að smella saman, en í því eru margir mjög sterkir einstaklingar, svo sem Sigurður Halldórsson, Ómar Rafnsson og Kristján Ol- geirsson, svo einhverjir séu nefndir. Omar Jóhannsson var skástur Eyjamanna í þessum leik. Átti hann margar mjög góðar rispur, en hvarf algerlega þess á milli. Flestir aðrir voru langt frá sínu besta. Lið ÍBV: Þorsteinn G. Ólafur S, Elías, Viðar, Þorsteinn V, Bergur, Jóhann, Sveinn S, (Hlynur), Ómar, Sigbjörn (Þórir), Tómas. (Frétta)maður leiksins: Ómar Jóhannsson. Leikurinn:*** (ágætis leikur) ÞOGU Dauft á Hiisavik Völsungur vann ÍBV 3-1 í gær að liðið getur spilað skemmtilegan sóknarleik, en vörnin virðist í síðustu leikjum hafa riðlast illilega. Er eins og leikmennirnir séu þungir og þreyttir. Það leitar því á hugann hvort einhverrar þreytu sé farið að gæta hjá liðinu, hvort of stíft hafi verið keyrt að undanförnu? Elías Friðriksson sem sýndi stórgóða leiki í upphafi móts hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit að undanförnu og vekur það upp hugsanir um það hvort hann muni ekki njóta sín betur í sinni gömlu stöðu sem sveeper. Mun meira kom út úr Berg í stöðu bakvarðar heldur en eftir að hann var færður framar á völlinn. Þá hefur Óli Árna gert góða hluti í þeim leikjum sem hann hefur leikið. Endurkoma Sveins Sveinsson- ar í liðið virðist hafa mjög góð áhrif og líklega er Sveinn sá hlekkur sem vantaði til þess að binda miðjuna saman, vinnu- hestur sem ávallt reynir að spila boltanum. Getuna virðist ekki vanta í liðið og ef Kjartani þjálfara tekst að berja vörnina saman þá á liðið eftir að gera góða hluti, því í gærkvöldi fengum við að sjá það að liðið getur leikið góðan sóknarleik og gamla, góða ÍBV spilið er ekki langt undan. Vonandi tekst að laga þetta fyrir n.k. laugardag, því það er nauðsyn að ná þá í 3 stig í safnið. Mætum því öll á völlinn og hvetjum ÍBV liðið, verum já- kvæð á vellinum og reynum að hvetja strákana til sigurs. Nú er þörf á samstöðu. ÁFRAM ÍBV. Grímur Gíslason. ÍBVogKA á langardag Á laugardaginn verður mikil- vægasti leikurinn í 2. deild til þessa, á dagskrá. Þá leiða saman hesta sína, liðin sem eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar, KA og ÍBV. Leikið verður hér í Eyjum á Hásteinsvellinum og hefst leikurinn kl. 14.00. Mikil- vægi þessa leiks þarf ekki að útskýra í mörgum orðum fyrir stuðningsmönnum ÍBV. Leikinn verður ÍBV hreinlega að vinna til að komast aftur í 2. sæti deildarinnar. Til gamans skulum við rifja upp stöðuna í 2. deild. UBK 16 stig KA 13 stig ÍBV 12 stig Völsungur 11 stig KS 11 stig ÍBÍ 8 stig Njarðvík 8 stig Skallagr. 5 stig Fylkir 3 stig Leiftur 2 stig Fjölmennum svo á völlinn á laugardaginn. Áfram ÍBV. ÞOGU

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.