Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.1985, Side 8
Reynir Pétur Ingvarsson í Fréttaviðtali: Datt ekki í hug að gefast upp Reynir Pétur Ingvarsson. Myndin var tekin í sólinni á Hraunbúð- um í skjólinu hjá sólskýlinu. Reynir Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn frá Sólheimum kom í heimsókn hér til Eyja um síðustu helgi, eins og flestir bæjarbúar tóku eftir. Við stutta athöfn á Stakka- gerðistúni voru honum afhentar 50 þús. kr. frá bænum, jafnframt því að stöðvarnar gáfu kr. 50 þús. til söfnunarinnar og Herj- ólfur gaf lo þús. í sama mark- miði. Þá söfnuðust liðlega 50 þús- und krónur meðal áhorfenda en félagar úr þroskahjálp hér í Eyjum gengu um með fötur. Um kvöldið dansaði Reynir á Skansinum eins og góðra gesta er siður, og á sunnudeginum fór hann í sjóferð með Bravó og fulltrúum bæjarins. Að sögn var nokkur bræla en ekkert virtist bíta á Reyni, nema hvað hann hafði á orði að hann væri með sjóriðu, er hann kom úr báts- ferðinni. Reynir heimsótti síðan Hraunbúðir og, heilsaði upp á heimilismenn, sem tóku honum fagnandi og buðu upp á kaffi og með því. Við fengum Reyni á stutt spjall að afloknu kaffinu á Hraunbúðum. Hefur þú komið áður til Vest- mannaeyja? Já, já. Ég kom hingað fyrst 1973, rétt eftir gos. Þetta er 8. skiptið sem ég kem hingað til Vestmannaeyja. Þegar ég kom hingað fyrst var allt á kafi í hrauni og gjalli, en nú er þetta sko orðið breytt. Hefur þú stundað einhverjar aðrar íþróttir en göngu? Ég syndi, og svo þykir mér afskaplega gaman af að hjóla. En ég er ekki sérlega hrifin af svona keppnisíþróttum, þá verða allir svo spenntir. Hvaða kaflar leiðarinnar fannst þér erfiðastir? Mér fannst enginn erfiður. Það snjóaði um tíma á hálend- inu, en það hvarf jafn óðum, það var bara í sjónvarpinu sem skafl- arnir voru. Var einhver staður sem þér þótti fallegastur? Það er voðalega erfitt að segja um það, en mér fannst voðalega fallegt á Norðurlandi. Þar var allt svo grænt. En þar var komið meira sumar en fyrir sunnan. Varstu mikið einn á göng- unni? Það kom fyrir, en það kom oft fólk frá bæjunum og gekk með mér og ræddi við mig um heima og geima. Svo gaf það mér líka peninga. Gaf fólk þér peninga á göng- unni? Já, já það var alltaf að gefa mér peninga, en ég lét vin minn sem kom á eftir mér í bílnum taka þá. Hvað heldur þú að þú hafir fengið mikið af peningum þannig? Ég hætti að telja þegar ég var kominn uppí 40 þúsund og sagði þá vini mínum að hann yrði að telja þessa peninga hann hafði mikið betri tíma til þess en ég, þar sem hann sat alltaf í bílnum. Fékkstu sjálfur gjafir? Já, já, ég fékk allskonar gjafir, Biblíu, bækur og Landmælingar gáfu mér kort af íslandi. Svo fékk ég æfingagalla og skó. Ég fékk bestu skóna á Hornafirði. Þeir reyndust vel. Ég er í þeim núna. Svo fékk ég og vinkona mín treyjur frá Herjólfi. Ég fékk margar gjafir. Þú hefur gaman af því að reikna. Hvað heldur þú að þú hafir stigið mörg skref þegar þú fórst hringinn? Svona eina og hálfa milljón skrefa, ef maður reiknar með að skrefið hjá mér sé um meter. Þú sagðirí sjónvarpinu að þér þætti gaman að stjörnufræði. I hverju spekúlerar þú helst í kringum hana? Það er svo margt. Sólinni t.d. Hún vegur 2000 kvattrilljón tonn. Veistu hvað það er mikið? 2000 milljónir tonna í fjórða veldi. Það er talið að það séu 1000 nónilljónir frumeinda í sól- inni og það eyðast af henni 400 milljónir tonna á dag, sem er mjög lítið. Hvað tekur við hjá þér núna Reynir, ætlarðu að ganga Vest- firðina? Það er eitthvað verið að spá í það, en það er ekkert komið á hreint. En ég held ég hafi bara áhuga á því. Varstu aldrei að því kominn að gefast upp? Neisko, mér datt aldrei í hug að gefast upp. Af hverju hefði ég átt að gera það?— Með því kvöddum við þennan geðþekka mann, sem hefur sigr- að hug og hjarta þjóðarinnar allrar. ? -GKM @©. ^sherPr'ice^ Nýkomin stór sending í Fisher Price leikföngum. MARGAR nýjar gerðir. Vönduð og sterk leikföng. TANGINN ---------------1 . ----------------s Atvinna Starf afgreiðslugjaldkera hjá bæjarsjóði Vest- mannaeyja er laust til umsóknar. Laun samkvæmt samningi við starfsmannafé- lag Vestmannaeyjabæjar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjar- skrifstofunum og er umsóknarferstur til 15. júlí n.k. - Vestmannaeyjabær Herjólfsferð = góð ferð. Áætlun Herjólfs um Þjóðhátíð 1985: Miðvikudagurinn 31. júlí: Frá Vestmannaeyjum kl. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Fimmtudagurinn 1. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Föstudagurinn 2. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 05.00 Frá Þorlákshöfn kl. 09.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 14.00 Frá Þorlákshöfn kl. 18.00 Laugardagurinn 3. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 10.00 Frá Þorlákshöfn kl. 14.00 Sunnudagurinn 4. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 10.00 Frá Þorlákshöfn kl. 14.00 Frá Vestmannaeyjum kl. 18.00 Frá Þorlákshöfn kl. 22.00 Mánudagurinn 5. ágúst: Frá Vestmannaeyjum kl. 07.30 Frá Þorlákshöfn kl. 12.30 Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 Frá Þorlákshöfn kl. 21.00 Farseðla, bíla og kojupantanir: Vestmannaeyjum 098-1792 og 98-1433. Reykjavík 091-686464 Herjólfsferð = örugg ferð. Herjólfur h.f. Frá sjómannadagsráði: Vegna ítrekaðra fyrirspurna vill Sjómannadags- ráð Vestmannaeyja hér með upplýsa, að Sjómanna— dagsblað Vestmannaeyja er til sölu á eftirtöldum stöðum: í Vestmannaeyjum: Tótaturni, Bensínsölunni Kletti, Veitingaskálanum við Friðarhöfn og um borð í M.S. Herjólfi. í Reykjavík: Umferðarmiðstöðinni, Sjóbúðinni við Grandagarð, Blaðasölunni hjá Eymundsson. -Sjómannadagsráð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.