Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 2
Sigmundur Andrésson VIÐ SKÁKBORÐIÐ Framhalds- fundur T.V. Áður en skákir í 7undu um- ferð hófust síðast liðinn sunnudag var framhaldsfundur félagsins haldinn. Formaður félagsins Sævar Halldórsson flutti skýrslu stjórnar, og á eftir las Sigurjón Porkelsson gjaldkeri upp reikn- inga félagsins, sem voru sam- þykktir einróma, enda varla við öðru að búast þar sem tekjur umfram gjöld urðu 32. þúsund krónur og eignir núna umfram skuldir 86947 kr. Þetta er ein besta fjárhagsstaða sem verið hefur í Taflfélagi Vestmann- aeyja til þessa. Sævar Halldórsson formaður og Sigmundur Andrésson báðust báðir- undan endurkosningu, sögðu nauðsynlegt að endurnýja stjórnina að mestu og gefa um leið fleirum kost á að sýna hvað í þeim býr. Hin nýja stjórn er því þannig skipuð: Formaður Ágúst Ómar Einars- son. Gjaldkeri Sigurjón Þorkelssson. Ritari Stefán Gíslason. Meðstjórnendur Sigurður Ein- arsson og Guðni Einarssón. Ég mun sjá um næstu tvo pistla eða þar til að Skákþingið er búið, en þá tekur nýi ritarinn við, og veit ég að þéssir nýju menn munu koma með nýjung- ar, „þó þær séu garnlar", og lífga uppá skáklífið hér í bæ. Eftir 7undu umferð sem var bæði hörð og grimm og óvænt úrslit í sumum skákum er staðan nú þessi, og aðeins tvær umferðir eftir. Sigurjón, Ágúst og Einar eru með 5 vinninga. Haraldur, Sverrir og Sigmundur með 4 1/2 v. Hlynur, Þorvaldur nteð 4 v. Birgir, Guðni og Sævar með 3 1/2 v. WolfangogSigurðurmeð3. v. Pállmeð2v. Guðlaugur með 1. Bjarnólfur með 0. Hér kemur svo skák þeirra Haralds Sverrissonar og Ágústs Ó. Einarssonar úr 7undu umferð. Ef til vill urðu straum- hvörf í Skákþinginu með þessari skák? Haraldur hvítt. Ágúst svart. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega Skriístofa í Vestmannaeyjum: Heimagötu 22 götuhæö. Viðtalstími: 15.30 - 19.00 þriðjudaga-föstudaga ©1847 Skrifst. í Reykjavík: Garðastræti 13. Viðtalstími: 15.30- 19.00 mánudaga, ©13945 JÖN HJALTASON, hrl. TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 47 Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan 1. d4 Rf6 2. c4 e5 Þetta er svokallað Búdapestaafbrygði. 3. dxe Rg4 4. Dd4 h5 5. h3 Rc6 6. De4 RgXe5 7. Rf3 Bb4+ 8. Bd2 BxB 9. RbxB De7 10. RxR DxR 11. Hcl d6 12. e3 Bf5 13. DxD RxD borðið er heldur svona fátæklegt eftir þessi uppskipti. 14. e4 Bd7 15. c5 o-o 16. cxd cxd nú er peðið orðið stakt og ekki gott að segja hvernig því reiðir af. 17. Be2 Hac8? 18. o-o g6 19. f4; Rc6 20. RO Be6 21. a3 d5 22.exd gaman hefði verið að reyna Rg5. ...Bxd 23. Hfdl Hd8 24. Hc3 Be6 25. Hdcl a6??? aðalorsökin l'yrir þessum slæma leik er talinn geysisnöggur og mikill hávaði sem barst að eyrn- um, en teflt var í félagsheimil- inu. 26. Bxa6 bxB 27. Hxc6 Hb8 28. b4 Ha8 29. Hc3 Bd7 30. Hc7; Ba4 hvar á þann eiginlega að vera? 31. Re5 Be8 32. f5 Hd5 33. He7 a5 já, hvað skal gera? 34. fxg f6 35. Rf7 gefið. 2. fl. bikarkeppni: 2. fl. Þórs kom nokkuð á óvart er þeir sigruðu Víking í 16 liða úrslitum bikarkeppni 2. flokks, hér í Eyjum s.l. laugardag, en Víkingar eru núverandi íslands- meistarar í 2. flokki. Fyrri hálfleikur var mjög jafn framan af, og hart barist á báða bóga. Undir lok hálfleiksins náðu Þórarar nokkrum hraða- upphlaupum í röð sem þeir nýttu sér vel, og höfðu þeir þriggja marka forystu í hálfleik, 11-8. Eftir fyrstu tíu mín. í seinni hálfleik voru úrslit leiksins endanlega ráðin. Víkingarfreist- uðu þess þá að taka tvo lykil- menn Þórs úr umferð, en það mistókst hrapalega hjá þeim, og Þórarar náðu fljótlega sex marka forystu, sem þeir héldu svo út leikinn. Lokatölur 22-16, Þór í vil. Sigur Þórs var sanngjarn þegar á heildina er litið, en þarna er á ferð skemmtilega samhent lið. Víkingum fannst dómgæslan í Stórmót í sundi Innahúsmeistaramót ís- lands í sundi verður haldið hér í Eyjum dagana 21., 22., og 23. mars n.k. Búist er við 150 til 200 sundgörpum. Nán- ar verður sagt frá tilhögun mótsins í næsta blaði BÍIALEIGA t^ct 1195 Kvenfélagið Líkn Eftirtaldar konur selja minn- ingarkort fyrir félagið. Auður Guðm undsdóttir Heiðarvegi 59, S: 1463. Bergþóra Pórðardóttir Kirkjuvegi 43, S: 1144 Jórunn Bergsdóttir Brekkugötu 1, S: 1534 Oddný Ögmundsdóttir Foldahrauni 40 E. S: 2212 leiknum mjög halla á sig, og er fyllilega hægt að taka undir það, en ekki er hægt að sættast á það sjónarmið þeirra að hún hafi skipt sköpum í leiknum, og það megi kenna henni um tap þeirra, því í þessum leik mættu þeir Ofjörlum sínum. Mörk Þórs: Þorsteinn Gunnars 6, Sigurður Friðriks 4 (2 víti), Ólafur Árna 4, Elías Friðriks 3, Ingi Sigurðs 3 og Hermann I. Long 2. Ékki er búið að draga í 8-liða úrslitin. Þess má geta hér í leiðinni að 2. fl. Týs sat hjá í þessari umferð. Þess vegna má. alveg eins búast við „derby“ leik milli Eyjaliðanna í næstu umferð. Landakirkja Fimmtud. 13.3.: Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Sunnud. 16.3.: Sunnudagaskóli kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Betel Fimmtudaga kl. 20:30: Biblíulestur. (kennsla í Biblíulestri) Laugardaga kl. 20:30: Safnaöarsamkoma. Sunnudaga kl. 13:00: Sunnudagaskóli. Sunnudaga kl. 16:30: Lofgerðarsamkoma. Öllum opin, verið velkomin Þriðjudaga kl. 20:30: Unglingasamkoma. (Fvrir 10 ára og eldri). Daglegar bænastundir eru í.Betel frá kl. 5-6. Viðtalstími forstöðumanns: Frá þriðjudegi til laugardags, kl. 14-16 eða eftir nánara samkomulagi; S 2030. Minningarkort Slysavarnarfé- lags íslands Ingibjörg Andersen Há-' steinsvegi 49. S: 1268. Guðný Gunnlaugsdóttir Höfðavegi 37. S: 1757. Esther Valdimarsdóttir Dverghamar 42. S: 1468. Íp Alltaf eitthvað gott í j|í JÓNSBORG J Helgartilboð Kínarúllur ...........kn155per/pk Vorrúllur ............kr. 155per/pk Pizzarúllur...........kr. 155 per/pk Kjúklingar kr. 240 kg. Súrhvalurinn okkar frábæri er á sínum stað Kjötborðið verður með besta móti fyrir þessa helgi Kartöfluteningar - bökúnarkartöflur Hálfsoðnar kartöflur aðeins 90 kr Sendum heim S* 1565 Lokað laugardag Góða helgif Þór sigraði Víking Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum Ritstjón og ábyrgdarmaður: Gísli Valtýsson ★ Bladamenn: Grimur Gíslason og Þorsteinn Gunnarsson ★ Fastir dálkahöfundar: Sigurgeir Jónsson og Sigmundur Andresson ★ Ljósmyndari: Grimur Gislason ★ Prentvinna: Eyjaprent hf. ★ Auglýsingar og ntstjóm að Strandvegi 47 D hæð. simar 1210 & 1293 ★ Fréttir koma út vikulega, siðdegis á fimmtudögum. ★ Blaðinu er dreift ókeypis i allar verslanir Vestmannaeyja ★ Auk þess fæst blaðið á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavikurflugvelli, afgreiðslu Herjólfs i Reykjavik, Skóverslun Axels Ó, Laugavegi 11 Reykjavik, i Snakkhominu Engihjalla 8 í Kópavogi, í Messanum i Þorlákshofn og Versluninm Sportbæ Austurvegi 11 á Selfossi Fréttir em prentaðar í 2400 eintökum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.