Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 4
Svanur Gísli Þorkelsson:
Mest um
mengttn
í lögum um hollustuhætti og
heilbrigðiseftirlit segir eftir-
farandi:
1. KAFLI. hlutverk. 1: gr.
1.1. Lögum þessum er ætlað
að tryggja landsmönnun svo
heilnæm lífsskilyrði sem á hverj-
um tíma eru tök á að veita.
1.2 Með markvissum aðgerð-
um skal vinna að þessu m.a. með
því að tryggja sem best eftirlit
með umhverfi, húsnæði og öðr-
um vistarverum, almennri
hollustu matvæla og annarra
neyslu- og nauðsynjavara og
vernda þau lífsskilyrði, sem fel-
ast í ómenguðu umhverfi, hreinu
lofti, úti og inni, og ómenguðu
vatni. Ennfremur með því að
veita alhliða fræðslu og upplýs-
ar um þessi mál fyrir almenning.
1.3. Lög þessi ná yfir alla
starfsemi og framkvæmd, sem
« hefur eða haft getur í för með sér
mengun lofts láðs eða lagar, að
svo miklu leyti, sem það er ekki
falið með sér tillögum eða al-
þjóðasamþykktum.
1.4. Með mengun er átt við
þegar örverur, efni og efnasam-
bönd geta valdið óæskilegum og
skaðlegum áhrifum á heilsufar
almennings, röskun lífríkis eða
óhreinkun lofts, láðs eða lagar.
Mengun tekur einnig til óþæg-
inda vegna Iyktar, hverskonar
hávaða og titrings, geislunar og
varmaflæðis.
Það leikur enginn vafi á því að
við íslendingar erum gæfumenn,
því afdráttalausari lög um hoii-
ustuhætti er vart hægt að ímynda
sér, enda búum við í hreinasta og
ómengaðasta landi hins vestræna
heims. Vatnið okkar er flutt út
til þeirra sem ekki þora að
drekka vatnið úr krönum heima
hjá sér og útlendingar flykkjast
hingað á sumrin til að anda að
sér hreinu og tæru lofti. Þetta er
allavega sú ímynd sem við ósk-
um eftir að landið yrði þekkt
fyrir, ásamt fádæma náttúrufeg-
urð. Á þessari ímynd ætlum að
mala gull með síauknum ferða-
mannastraumi til landsins og
auka fjölbreytileika atvinnulífs-
ins m.a. hér í Vestmannaeyjum.
Hver hinna bakpokuðu ferða-
langa myndi svo sem trúa því að
stóran hluta ársins öndum við
Vestmannaeyingar að okkur
lofti menguðu Ammoníaki, dí
og trímethylmíni, brennisteins-
vetni, dímethyldsisúfíði, sarbon
sísúlfíði, ethyl-mercaptani,
indoli, skatoli, cadaverini, putr-
escini, glycoli, ásamt fjölda ann-
ara alkóhóla, hydroxy-sýrum,
cresol, phenæoli, klodíoxiði,
aldehvði, ketonum ásamt 20 til
30 öðrum efnasamböndum.
Hver þeirra myndi ekki brosa að
húsmóðurinni sem setur maga-
kveisu í börnunum og sjálfri
sér í beint samband við þykkan
illþefj andi reykmökkinn sem
smýgur inn í íbúðina á hverjum
degi í margar vikur og skilur
eftir sig rotnunar ólykt frá Trim-
Svanur Gísli
Þorkelsson.
ethylaninu og oxun á mjólkur-
sýrum sem sest í sófasettið, rúm-
fötin og fatnaðinn. Hver myndi
ekki bara skellihlæja að ungu
stúlkunni sem segist hafa kúg-
ast og kastað upp á göngu sinni
um Friðarhöfnina, eftir að hafa
andað að sér of stórum skammti
af „peningalykt", eða þá trillu-
karlinum sem heldur því statt og
stöðugt fram að það sé stör-
hættulegt fyrir hann að koma í
land í vissum áttum, ekki vegna
sjógangs heldur að hann sjái
ekki til fyrir þéttri reykþoku sem
liðast eftir sjávarfletinum og
byrgir sín til allra átta. Líklega
myndi allt um koll keyra þegar
að heldri maður hér í bæ segði
honum að hann hefði vaknað út
á rúmsjó um borð í Herjólfi sem
átti þá eftir háfltíma siglingu til
Eyja, við gamalkunna pest fyrir
vitum sér, megna og stæka. -
Sennilega rynnu þó á túristann
okkar brosmilda, tvær grímur
þegar honum væru gerðar kunn-
ar niðurstöður dýralæknisins á
Egilstöðum, sem benda til þess
að framleiðslan sem nefndur
reykur stígur upp af er mettuð
formalíni sem er kunnur krabba-
meinsvaldur. Krabbameinsvalda
þekkir hann frá löndum súrregns
og koltvísýringseitrunar, asbetus
og pólyrithans.
Fyrst á listanum um starf-
leyfisskyldann atvinnurekstur í
reglugerð um starfsleyfi fyrir at-
vinnurekstur sem getur haft í för
með sér mengun eru fiskimjöls-
verksmiðju. Hending kann að
hafa ráðið fyrir því að fiskimjöls-
verksmiðjur höfnuðu fyrst á list-
anum, en þess ber að gæta að
þær eru fremstar í flokki af
mengunarvöldum á íslandi, og
reykurinn óvinsæli sem getið er
hér að framar kemur einmitt frá
tveimur slíkum, staðsettum hér
í Vestmannaeyjum. Nú ber svo
til að á næstunni verður gengið
frá starfstillögum fyrir fiski-
mjölsverksmiðjunnar í Vest-
mannaeyjum. -í bréfi frá Holl-
ustuvernd ríkisins dagsett 3.
mars 1986 segir að starfsleyfi
með auknum kröfum um meng-
unarvarnir verði því væntanlega
gefið út á árinu. -Hverjar þær
kröfur verða fer væntanlega eftir
því hvaða athugasemdir verða
við umsóknina gerðar en þeir
sem hafa rétt til athugasemda
eru meðal annara, samkvæmt
reglugerðinni, „íbúar þess
svæðis, sem ætla má að geti
orðið fyrir óþægindum vegna
mengúnar". Starfsleyfisumsókn-
in mun fyrst fara til heilbrigðis-
nefndar Vestmannaeyja sem er
nefnd skipuð af bæjarstjórn.
Heilbrigðisnefnd skal sérstak-
lega vinna að samkvæmt lögum,
1. Bættri heilbrigðisvernd í hér-
aðinu.-
2. Bættum mengunarvörnum í
héraðinu.
3. Fræðslu um hollustumál.
4. Samvinnu við önnur yfirvöld
og aðila er vinna að þessum
málum beint eða óbeint.
í>að liggur því ljóst fyrir að ef
að bæjarbúar hyggjast beita sér
fyrir bættu loftslagi hér í Eyjum,
verða þeir að beina áhrifunl sín-
um að heilbrigðisnefnd, þess
sem um starfsleyfin sækja eða
bæjarstjórn.
I skýrslu Heilbrigðiseftirlits
ríkisins kemur fram, að auk þess
að reisa háa reykháfa, þá séu
eftirtaldar leiðir þær æskilegustu
til lausnar á mengunarvanda
þeirra verksmiðja, sem mestum
óþægindum valda:
1. Þvottur á útblásturslofti í
efnahreinsiturnum, af viður-
kenndri gerð.
2. Brennsla lyktarefna í eldhólfi-
þurrkara með svonefndri Het-
land aðferð.
3. Framleiðsluháttum verði
breytt og tekin upp gufuþurkun
samfara brennslu lyktarefna
undir gufukötlum og eyðingu
þeirra £ efnahreinsiturnum.
Að flestra áliti er síðast nefnda
lausnin sú skynsamlegasta, en
jafnframt sú kostnaðarsamasta.
- Það ber vel í veiði að nú er
nýafstaðið metaflaár góðæri
framundan ef allar spár standast.
Altént getur reynst hættuleg að
reyna um of á þolinmæði og
langlundageð bæjarbúa í þessum
efnum, hvað þá náttúrunnar
sjálfrar sem þegar er farið að
svíða af ‘voldum reyksins frá
„gjaldeyris skapandi" fram-
leiðslu þjóðarinnar.
Þar sem skýrt er kveðið á um
rétt íbúa þess svæðis, sem ætla
má að geti orðið fyrir óþægind-
um vegna mengunar, til athuga-
semda, í þar að lútandi reglu-
gerð, væri ekki úr vegi að heil-
brigðisnefnd, með það fyrir aug-
um að uppfylla starfsskyldur sín-
ar samkvæmt lögum 4. gr. 3. lið,
boðaði til almenns borgarafund-
ar, sem beinum hagsmunaaðil-
um ásamt heilsugæslulækni og
heilbrigðisfulltrúa yrði sérstak-
lega boðið að sitja, og þannig
komist hjá margvíslegum mis-
skilningi eða að málið falli niður
á svið pólitískrar togstreitu ‘þar
sem það á alls ekki heima.
Stórvertíkrdansleikir
Vertíðin er farin að nálgast hápunkt-
inn og þess vegna verða stórvertíðar-
dansleikir á Skansinum um helgina.
Sjómannalög verða í hávegum höfð
og „sjów”mennirnir í 7und sjá til
þess að allir stígi ölduna í takt.
Ófeigur verður á útopnuðu og býður
öllum í sjómann.
Spakmæli helgarinnar:
Það er „loðnu“vertíð á Skansinum
líka.
s, GestgJafinn J
Fimmtudagur: Vertíðarstemmingin er í hámarki,
síðasta fimmtudag var fullt hús og brjálað fjör.
Pöbbdeildin skémmtir.
Föstudagur: Bítlakvöld í síðasta skipti á Gestgjaf-
anum. Borðpantanir 23* 2577. Missið ekki af góðri
skemmtun. _ _ , _ — _ , _
Laugardagur: H3lft I
skemmta. Ingi Gunnar mætir endurnærður eftir
fríið. Það er alltaf brjálað stuð á Gestgjafanum þegar
að Hálft I hvoru mætir á sviðið.
Sunnudagur:
l * Fjölskyldu skemmtun með
^ Hálft í fivrortJ .
Sérstakur barnamatasaeðill verður á boðstólnum.
Ókeypis fyrir börn yngri en 8 ára.
Upplyfting fyrir alla fjöldskylduna.
JVýtt -
4T