Fréttir - Eyjafréttir - 13.03.1986, Blaðsíða 9
Frá Oklahoma til
Austfjarða...
Nú um helgina, eöa nánar
tiltekið n.k. laugardagskvöld er
síðasta sýning á söngleiknum
Oklahoma, sem hefur verið á
fjölum Bæjarleikhússins síðan
annan \ jólum. .Aðsókn hefur
verið mjög góð og vonast leikfé-
lagsfólk til þess að tala leikhús-
gesta fari upp í 1600 með þessari
sýninu, því ennþá eru margir hér
í bæ sem vegna anna eða ein-
hvers annars hafa ekki haft tök á
því að mæta í Bæjarleikhúsið og
munu trúlega ekki láta þetta
síðasta tækifæri til að sjá þennan
bráðskemmtilega söngleik fram
hjá sér fara.
Nú um helgina hefjast svo
æfingar á „Blessuöu barnaláni”
sem er ærslaleikur eftir Kjartan
Ragnarsson og látinn gerast í
þorpi austur fjörðum. Ekki er
endanlega búið að skipa í
hlutverk, og auglýsir leikfélags-
fólk nú helst eftir áhugasömum
konum á besta aldri (30 ára og
upp...). Hefur þú fiðring á fjal-
irnar? Eða þá áhuga á að starfa
eitthvað að næsta verkefni L.V.
Ef svo er, hafðu þá endilega
samband við Sigurgeir leik-
stjóra, Hönnu Birnu formann,
einhvern annan úr stjórninni
eða þá það sem best er, einfald-
lega að mæta á „Barnaláns-
fund“, sem haldinn verður f
Bæjarleikhúsinu (leikhúskjallar-
aranum) í kvöld kl. 20.30
Það er alltaf þörf fyrir áhuga-
samt fólk.
Gídeon-félagar
í BETEL
Næsta sunnudag, þann 16.
mars? munu Gídeon-félagar
taka þátt í samkomunni í Betel.
Hún verður kl. 16.30 og mun
söngfólkið í Betel sjá um söng-
inn en þeir gefa vitnisburð um
Drottinn. Þeir í Gídeon hafa
verið okkur gleðigjafar sem við
skulum þakka Guði fyrir. Það er
mikið og óeigingjarnt starf hjá
þessum kyrrláta hópi sem við
velflest höfum kynnst, að gefa
börnum okkar Nýja testamennt-
ið. Hver kynslóð af annarri
minnist þess með fögnuði þegar
„Gídeon-maðurinn kom“.
En hvernig fjármagna þessir
menn útbreiðslustarfið? Þeir
leggja sjálfir í Biblíusjóðinn og
bera byrgðirnar án þess að
kvarta. En væri ekki upplagt að
við réttum þeim hlýja hönd og
leggðum til fjármuni í Bib-
líusjóðinn á sunnudaginn - hvetj-
um þá til áframhaldandi starfs,
með kærri þökk fyrir litla bláa
Nýjatestamenntið.
Á sunnudaginn klukkan hálf
fimm, í Betel.
Fréttatilkynning
SPENNUM
BELTIN
sjálfra
okkar
vegna!
$%£**»*
Páskaegginkomin ÓDÝR.
Páska-servettur og kerti.
Fallegt úrval og ódýrt.
Kaupfélagið
Bárugötu auglýsir
Helgartilboð:
Úrb. Lambalæri mlkryddi. 475 kr. kg.
Úrb. Lambalœri fyllt m/ávöxtum . . . 475 kr. kg.
Úrb. Lambalœri mlbaconi. 475 kr. kg.
Svínakjöt úrb. og með beini.
Sérlega hagstæð matarkaup
Nýtt samvinnutilboð:
Flóru smjörlíki 1/2 kg. 43.45 kr. st.
Braga Kaffi 1/4 kg.....78.15 kr. pk.
Cooptekex ............ 22.60 kr.pk.
Maarud skrúfur........ 34.25 kr. pk.
Juvel spaghetti 400 gr. 34.30 kr. pk.
Tilboð frá Frigg:
Dún mýkingarefni 41. .190.05
Dún mýkingarefni 21. .108.80
Topp appelsínusafi sykurlaus. 124 kr.
Topp appelsínusafi....... 86.50 kr.
opið tn ki. 7. fostudag. Opið laugardagfrá kl. 9-12.
.. kaupfélag
Vershð odyrt VESTMANNAEYJA
Verslið í Kaupfélaginii ^ Bárugötu &1155
Fjölskyldufargjöld með
t t 1 ' i r ■ Nú er tækifæri til að ferðast ódýrt
HerjOlll með alla fjölskylduna
iASKRIFSTOFA
Allar nánari upplýsingar á skrif-
stofum Herjólfs S 1792 í Vest-
mannaeyjum og 686464 í
Reykjavík, og Ferðaskrifstofu
Vestmannaeyja S 2800 og
2850.
Herjólfsferð er örugg ferð
Herjólfsferð ergóð ferð
Herjólfsferð er ódýr ferð
< $> Herjólfur