Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 9
Þorsteinn Gunnarsson: Á að sameina í handboltanum? Flest bendir nú til þess að meistara- og 2. fl. Týs og Þórs í handboltanum verði sam- einaðir og spili undir merki ÍBV næsta vetur. Nú þegar er það vitað að það er almennur vilji hjá leikmönnum Týs og hand- knattleiksforystunni þar, fyr- ir því að það verði sameinað, og stjórn Týs hefur margoft lýst því yfir að hún sé hlynnt sameiningu í handboltanum. Hins vegar stóð hnífurinn í kúnni hjá Þór, en á fundi 13. apríl s.l. hjá handknattleiks- ráði og leikmönnum, var það nær einróma samþykkt að sameining væri besti valkost- urinn nú. S.l. sunnudag var svo fund- ur hjá aðalstjórn félagsins. en útkomu þess fundar var beðið með mikilli óþreyju. Var það ofan á, að sameining var samþykkt, en með nokkrum skiiyrðum sem í fljótu bragði sýnast mjög réttlát. Þar er fyrst að nefna að handknattleiksdeild ÍBV verði með sjálfstæðan fjárhag, þannig að Þór og Týr þurfa ekki aö láta fé af hendi rakna til reksturs hennar. Á móti á að koma að félögin láti af hendi nokkrar fjáraflanir í hendur handknattleiksdeild- arinnar. Með þessari samþykkt aðalstjórnar Þórs er nánast búið að „gulltryggja" það að það verði spilað undir merki ÍBV í handboltanum næsta vetur. Hvað mælir með sameiningu? Þegar þetta mál er skoðað ofan í kjölinn. eru það auð- vitað leikmenn liðanna. sem eiga að hafa úrslitavaldið, því málið snýst um hvort þeir vilja sameininguna eða ekki. hvort þeir vilji vinna með hvor öðrum. Ef markmiðið hjá leik- mönnunr og handknattleiks- forystunni er að gera út fram- bærilegt 1. deildarlið frá Eyj- um. þá er það margsannað mál að breiddin í handknatt- leiknum hér í Eyjum er ekki nógu mikil til að halda uppi tveim frambærilegum 1. deildarliðum. Möguleiki væri á því fvrir annað Eyjaliðið. að koma upp slíku liði. en það kostar mikla peninga og fórnir eins og komið hefur í ljós s.l. ár. Skemmst er að minnast þess þegar Þór vann sér 1. deildarsæti fyrir tveim árum. Að því hafði verið stefnt í nokkur ár. en þegar þangað kom. hafði félagið ekki orku til að halda sér uppi, allt púðrið hafði farið í það að koma sér upp. Það hlýtur ávallt að vera takmarkið hjá handknatt- leiksforystunni að búa til Þorsteinn Gunnarsson „stabílt" 1. deildarlið, það telst varla árangur þessi tröppugangur milli 2. og 3. deildar. Ef af sameiningu yrði, eins og flest bendir raunar til, þá yrði breiddin auðvitað meiri og þegar þessi tvö lið hafa sameínað krafta sína, þá er það mun raunhæfari mögu- leiki að gera út 1. deildarlið frá Eyjum, byggt á Eyjaleik- mönnum. Eins og málum er háttað í dag. þá er breiddin hjá fé- lögunum ekki meir en það að það er í raun sjálfgefið hvaða 7 leikmenn byrji leikina, mannskapurinn er ekki meiri en það. Með þessu móti geta leikmenn liðanna leyft sér ýmislegt sem þeir myndu ann- ars ekki gera ef einhver sam- keppni væri um sætin í liðinu. Þá eru leikmenn farnir að sjá fram á það að það bíður þeirra ekkert nema meðal- mennskan ef þeir ætla að leika hér í Eyjum, ef þeir vilja ná árangri verða þeir að leita á önnur mið. Við höfum nú þegar misst of marga góða menn fyrir þessar sakir. Einnig má benda á 2. flokk telaganna. en þeir hafa því miður oft þurft að sitja á hakanum og hverfa í skugg- ann af meistaraflokknum. Væri auðsjáanlega hægt að leggja mun meiri rækt við þá ef um sameiningu yrði að ræða. Hvað mælir á móti sameiningu En hvað með þá sem eru á móti sameiningu? Þeir benda m.a. á það að meistaraflokk- ar félaganna hafi verið andlit félaganna út á við, og í raun og veru sé vcrið aö háls- höggva Þór og Tý með sam- einingunni. Hvers vegna aö breyta, þá breytinganna vegna? Hefur hingað til hefur veriö pláss fyrir tvö meistaraflokkslið þannig að það hlýtur að vera það áfram. Einnig bcnda þeir á það að mjög efnilegir flokk- ar eru að koma upp, eins og t.d. fjórðu flokkar félaganna. Þá er það ljóst að félögin myndu að öllum líkindum missa nokkuð af fólki sem starfað hefur fyrir félögin beint eða óbeint í gegnum handboltann og það er mjög slæmur kostur fyrir félögin. Spurningin um hvort árangur sé fyrir mestu Frá mínum bæjardyrum séð er þetta aðeins spurning um eitt sjónarmið, hvort við viljum vera áfram í meðal- mennskunni, eða rífa okkur upp úr henni og ná árangri. Ætla íþróttafélögin hér í Eyj- um að halda áfram að starf- rækja þau sem skátafélög eða íþróttafélög þar sem árangur er fyrir mestu? Þá hef ég eingöngu meistara- og 2. flokk fyrir augum, en það er gjörsamlega út í hött að sameina yngstu flokkanna, í bili a.m.k. Það eru flestir sammála um. En til að sameining verði ofan á, þá er það í raun grundvöllur hennar að sterk stjórn verði á bak við í fyrstu, til að halda vel um hlutina og koma handknattleiksdeild- inni vel af stað. í þessari stjórn þyrftu helst að vera reyndustu menmrnir frá báð- um félögunum, þessir sem hafa staðið á bak handbolt- ann hjá félögunum í fjölda ára. Að hrökkva eða stökkva Að lokum má einnig geta þess að vilyröi hefur nokkurn veginn fengist fyrir því. að cf um sameiningu yrði aö ræða þá fengi ÍBV að spila í 2. deild næsta vetur. því eins og flcstir vita. þá stendur nú fyrirdyrum. fjölgun 12. dcild- inni. Þarna hljóta allir að sjá að nú er um cinstakt tækifæri að ræða. og óvíst er hvort slíkt tækifæri myndi bjóöast aftur í bráð. Það er því núna um það að ræða að hrökkva eða stökkva. Þeir sem hrökkva stefna í raun að ekki hærra en á meðalmennskuna, en þeir sem stökkva að þessu tæki- færi, vilja breytingar og setja stefnuna hátt, vilja árangur. Ég telst einn úr þeim hópi. I Vestmannaeyjabær Lögtaksúrskurður Fógetaréttur Vestmannaeyja hefur kveð- ið upp eftirfarandi lögtaksúrskurð: „Lögtök fyrir gjaldföllnum en vangreidd- um útsvörum og aðstöðugjöldum til Vest- mannaeyjabæjar, álögðum 1985, auk drátt- arvaxta og áfallins kostnaðar mega fara fram að liðnum átta dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Vestmannaeyjabæj- ar. “ í framhaldi af úrskurði fógetaréttar verða inn heimtuaðgerðir hafnar, því birtist lög- taksúrskurðurinn hlutaðeigandi. Gerið skil og forðist innheimtuaðgerðir. Dráttarvextir eru nú 2,25% á mánuði. Vestmannaeyjum 17. apríl 1986 Bæjarstjóri Frá stjórn verkamannabústaða Stjórn verkamannabústaða í Vestmanna- eyjum auglýsir til sölu 4ra herbergja íbúð að Foldahrauni 42, 3. hæð. Umsóknareyðublöð fást í ráðhúsinu. Umsóknir frá fyrra ári óskast endurnýjað- ar. Nánari upplýsingar gefur Kristjana Þor- finnsdóttir í síma 1485. Stjórnin ATVINNA Tómstundaráð Vestmannaeyja óskar eft- ir að ráða flokksstjóra fyrir vinnuskólann og skólagarðana, svo og yfir flokksstjóra. Unn- ið verður frá júní byrjun til seinnihluta júlí mánaðar. Starfið er fólgið í tilsögn og verkstjórn barna og unglinga við snyrtingu og fegrun bæjarins svo og leik. Leitað er eftir hressu fólki með góðan húmor. Æskilegt er að viðkomandi sé ekki yngri en 20 ára. Upplýsingar um starfið gefur undirritað- ur. Þangað skal umsóknum einnig skilað, fyrir 29. apríl n.k. Tómstunda og íþróttafulltrúi, Vestmannaeyja Hvítasunnumót SJÓVE verður dagana 17. og 18. maí n.k. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. maí í síma 2567 (Þura) og síma 1566 (Lilla) sjáumst é s JÓVE I

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.