Fréttir - Eyjafréttir - 22.09.1987, Blaðsíða 3
Nú er rétti tíminn til að huga
að vetrarfatnadinum. Bjóðum
vandaða oggóða þjónustu
með bestu fáanlegum tækjum
Sigurður Jónsson:
Kommar bakka
Það hefur örugglega farið
fyrir mörgum eins og mér,
við lestur kjallaragreinar
Ragnars Óskarssonar, for-
seta bæjarstjórnar, í síðustu
Fréttum. Maður settist nið-
ur og las greinina aftur og
aftur svo undrandi varð
maður á skrifum hans.
Ragnar er í grein þessari
að reyna að útskýra stefnu
Alþýðubandalagsins vegna
erindis Vinnslustöðvarinnar
um væntanlegan rekstur á
dagheimili.
Samkvæmt skrifum Ragn-
ars mætti ætla að fulltrúar
Alþýðubandalagsins hefðu
ætíð verið fylgjandi því að
Vinnslustöðin fengi leyfi að
uppfylltum ákveðnum
skilyrðum.
Ragnar segist knúinn til
að skrifa og skýra út afstöðu
Alþýðubandalagsins þar
sem hún hafi vísvitandi verið
rangtúlkuð í blaðaskrifum
að undanförnu.
Ragnar og Guð-
munda á móti
einkarekstri
Á fundi bæjarstjórnar,
þann 3. sept. s.l. þegargeng-
ið var til atkvæða um að
veita Vinnslustöðinni heim-
ild til að reka .dagvistunar-
heimili létu fulltrúar
Alþýðubandalagsins bóka:
„Sitjum hjá við afgreiðslu
tillögunnar þar sem við
erum mótfallin því að einka-
# Sigurður Jónsson.
Það ber að
fagna því að
fulltrúar AI-
þýðubandalags-
ins breyttu um
skoðun eða létu
undan þrýst-
ingi, en sjón-
armið þeirra
voru á engan
hátt rangtúlkuð
aðilar reki dagvistarneim-
ili. “
Hér kemur afstaða Ragn-
ars og Guðmundu alveg
greinilega fram. Það er því
furðulegt svo ekki sé meira
sagt af Ragnari að halda því
fram að afstaða þeirra til
málsins hafi á einhvern hátt
verið rangtúlkuð. Afstaðan
var skýr á fundi bæjarstjórn-
ar 3. sept. s.l.
Það má vel vera að Ragn-
ar og Guðmunda hafi áttað
sig og skipt um skoðun og
séð að rétt væri að styðja
málið.
Þá eiga þau að viðurkenna
það, en ekki halda því fram
að afstaða þeirra hafi verið
rangtúlkuð. Bókun þeirra í
bæjarstjórn stendur.
Starfsfólk Vinnslustöðv-
arinnar skrifaði bæjaryfir-
völdum bréf þar sem það
skoraði á bæjarstjórn að
verða við beiðni Vinnslu-
stöðvarinnar og fagnaði
framtakinu. Kannski hefur
þetta bréf vakið fulltrúa Al-
þýðubandalagsins til um-
hugsunar um að afstaða
þeirra til málsins væri ekki
rétt.
Það ber að fagna því að
fulltrúar Alþýðubandalags-
ins breyttu um skoðun eða
létu undan þrýstingi, en
sjónarmið þeirra voru á eng-
an hátt rangtúlkuð.
Vinnslustöðin hefur hér
stigið merkilegt spor til
hagsbóta fyrir sitt starfsfólk.
Vonandi fylgja fleiri
atvinnurekendur fordæmi
þeirra.
Sigurður Jónsson.
•Fótboltinn skemmtilegi við Hástein var sandblásinn í síðustu
viku af Skipalyftunni, bænum að kostnaðarlausu.
Skipalyftan:
Fótboltinn
sandhlasinn
Fótboltinn skemmtilegi við
Hásteinsvöllinn hefur oft liðið
fyrir leiðinda ryðtauma þegar
líða fer á suniarið, en nú er það
liðin tíð.
Skipalyftan tók það upp á sitt
eindæmi að láta sandblása bolt-
ann og galvanisera. Er þetta
bænum að kostnaðarlausu og í
framtíðinni á bolta eftir að
njóta sín enn betur.
Frá
Atvinnu-
málanefnd
Atvinnumálanefnd boðar til almenns
fundar í Alþýðuhúsinu, 26. september n.k.
kl. 13:30.
FUND AREFNI:
# Þróun, staða og horfur í fiskvinnslu í
Vestmannaeyjum.
FRAMSAGA: Hilmar Victorsson viðskipta-
fræðingur.
# Almennar umræður.
ATVINNUMÁLANEFND
Vetrarstarfið að hefjast:
Félagsheimilið
opnaði í dag
•%
Nú er vetrarstarfið hafið og opnunartími
Félagsheimilisins í vetur verður sem hér
segir:
Mánudaga til og með fimmtudaga, opið frá
kl. 13:30-18:30 og 20:00-22:30. '
Einnig opið föstudaga og laugardaga frá kl.
13:30-18:30.
Tómstundafulltrúi
TAKIÐ EFTIR
Opinn AA-kynningarfundur
N.k. fimmtudag kl. 20:30 verður opinn
fundur í AA-húsinu að Heimagötu 24.
Framvegis verður síðasti fundur á fimmtu-
degiá hverjum mánuði opinn.
Aðstandendur og áhugafólk um áfeng-
ismál hvatt til að mæta.
AA-samtökin
-