Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.09.1987, Qupperneq 5

Fréttir - Eyjafréttir - 22.09.1987, Qupperneq 5
Busavígsla Framhaldsskólanema: ER TEKIÐ OF VÆGT Á BUSUNUM? — Eða er þetta komið út í öfgar? Hin árlega busavígsla fram- haldsskólanema I Eyjum fór fram s.l. föstudag með tilheyr- andi bægslagangi og látum. Heimtur á busum voru góðar að þessu sinni, að sögn Gísla Foster yfirbööuls. Busavígslan fór fram með svipuðu sniði og í fyrra. Rislitl- um busunum safnað saman í samkomusal skólans og höfðu böðlarnir ýmis spjót úti til að hafa hendur í hári þeirra til að sem fæstir myndu sleppa. Þar var busaræðan flutt af Valgarði Jónssyni og busarnir teknir í karphúsið. Fyrst beið þeirra eitt stór fiskikar með vígslu- vatni á skólalóðinni og þeir látnir skríða að vesturbrekk- unni á lóðinni. Þar var þeim rennt niður eftir þar til gerðri rennibraut og þar biðu þeirra 3 kör, fyllt af allskonar migluðum matarúrgangi. Ekki er hægt að segja að böðlarnir hafi farið móðurhöndum um greyið bus- ana sem reyndu árangurslaust að malda í móinn á milli þess sem þeir supu hveljurnar. Böðlarnir voru á einu máli um að aðferðin sem nú er notuð væri alltof mannúðleg, það væri tekið alltof vægt á busunum. Kennararnir voru • Böðlarnir fengu útrás á þess- um busa og hlekkjuðu liann m.a. við vegg. hinsvegar á þeirri skoðun að fokið væri í flest skjól og grípa þyrfti í taumana ef nemendur hyggðust grípa til ómannúð- legri aðferða. Um kvöldið var slegið upp busaballi í Harlem þar sem allt féll í ljúfa löð og busarnir teknir í sátt. # Lýsandi dæmi frá busavígslunni. Busi útataöur i skyri, fúleggjum og öðrum matarleifum sýpur hveljur eftir að hafa verið dýft í ískalt vígsluvatnið. • Nautnasvipurinn á böðlun- um á myndinni að ofan leynir sér ekki á þessari mynd. Hægra megin á myndinni er snúið upp á handlegg eins busans áður en honum er dýft í „vatnið.“ Vinstra megin á myndinni má sjá lappir á einum busa standa upp úr karinu en hinn endinn er á bólakafí í „vatninu.“ Æ ' I y/fm • Eins og sést á þessari mynd fóru böölarnir alls ekki neinum móðurhöndum og busana. Engum var hlíft. Busaræða Valgarðs Jónssonar: „Þið voruð ekkert, eruð ekkert og verðið ennþá minnaa Jæja busar! Þá er loksins komi6 að því. Þið hafið undanfamar vikur verið skólan- um til mikillar skammar. Framkoma ykkar og svo sérstaklega klæðnaður hefur verið meira en fyrir neðan neðstu hellur. Af óþefnum sem svo af ykkur leggur mætti ætla að þið hafið haft í hyggju að notfæra ykkur busunina og sleppa þar með ykkar mánaðar- legu hreingemingu. Þar sem við eldri, reyndari, greindari, þroskaðri og að öllu leyti fullkomnari nem- endur gátum ekki lengur þolað þann óþverrafnyk sem af ykkur leggur í vægast sagt miklum mæli, þá var það ákveðið að þið heimsku, vansköpuðu, ljótu, lötu og leiðin- legu skriðkvikindi yrðuð látin sæta sérstakri meðhöndlun sem mun hreinsa ykkur, ekki bara á sál og líkama, heldur mun hin einstaka efnasamsetning í körunum gera ykkur örlítið greindari og veitir víst ekki af. Þið hálfkláruðu heimsku svín hélduð að þið gætuð bara lallað ykkur inn í okkar virðulega framhaldsskóla og hagað ykkur eins og aðrar vitibornar manneskjur. ÓNEII. Þið eigið eftir að sjá að það kostar miklar fómir og þá meina ég miklar, til að verða gjaldgengur nemandi viðF.Í.V. Sem dæmi um öfgakenndan afburða- heimskulegan hugsunarhátt busa vil ég bara benda á tvennt. Ónefnd kvenpersóna í heimskasta lagi, hér á meðal jafningja sinna, busanna, tók sig til og hugsaði. „Aha. Spæli méregg. Best að nota örbylgju- ofninn.“ Útkoman „Niðurlæging í skóla." Að sjálf- sögðu. Annað dæmi: Busi, hvað annað, mætti í tíma hjá Wolfgangi, nánar tiltekið Þýska 303, og situr þarídágóða stund. Allt í einu: „Er þetta ekki stofa þrjú?“ „Jú,“varsvarað. „Er þetta ekki örugglega verkleg raf- magnsfræði?" „Ha?Nei.“ „Heyrðu, er þetta ekki örugglega Vélskól- inn?“ Sama útkoma þar. En þetta eru bara tvö dæmi af fjölmörgum mögulegum. Skoðum nú aðeins hvað BUSI raunveru- lega er: Busi er dýrategund, náskyld öpum, þó ótrúlega lík homo sapiens í útliti, en skortir samt þann þroska, þrótt, þol, fegurð, hreyfi- getu, lyktarskyn og yfirhöfuð, allar þær gáfur, greind og vitsmuni sem við hin höfum. Til þess svo að kóróna allt skríða þessi sárþjáðu sauðmeinlausu skriðdýr hingað í skólann til að reyna að yfirstíga vanþroska sinn og verða jafn fullkomin og við. En hvað haldið þið busar, að þið séuð? Það þýðir náttúrulega ekki að spyrja ykkur að því, því þið eruð svo heimsk. En við hin, eldri, lífsreyndari, fastmótaðri, snarráðu, úrræðagóðu og afburðavitru þjóðfélagsþegn- arvitumþað. Þið voruð ekkert, eruð ekkert og verðið ennþá minna. Jæja, þar sem þið eruð nú bara busar þá ætla ég ekki að hafa þessa busaræðu lengri, því maður eyðir jú ekki orðum í óþarfa eins og ykkur. Takk fyrir og góða skemmtun.....

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.