Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.1988, Síða 1
15 . árgangur Vestmannaeyjum, 26. maí 1988 39. tölublað Fiskupp- boð kl. 16:30 alla virka daga Sími1777 Skólavegi 1 Simi1300 Hinir vinsælu WOLF kant- skerar komnir. Jafn meðfærilegir fyrir bæði kynin! Verð aðeins kr. 3.990. □ Segul- rykburst- arnir einnig nýkomnir. □ Eigum gítara og hljómtæki ágamla verðinu. Búið að ráða hljómsveitir á Pjóðhátfð: GREIFARNIR OG FELIX Á STÓRA PALLINUM - KASKÓ Á LITLA PALLINUM. Þjóðhátídarnefnd Þórs er búin að ráða Greifana og söngvarann Felix Bergsson á stóra pallinn á Þjóðhátíð- ina sem haldin verður 29.- 31. júlí n.k., og hljómsveit- ina KASKÓ á litla pallinn. Að sögn Þórs Vilhjálms- sonar formanns Þjóðhátíð- arnefndar barst óvenjulega mikið af tilboðum frá hljóm- sveitum að þessu sinni og virtist sem mikill áhugi væri fyrir þjóðhátíðinni. Greif- anir léku sem kunnugt er einnig á Þjóðhátíðinni í fyrra og vöktu þar mikla lukku. „Við stöndum í viðræðum við marga landsþekkta skemmtikrafta og fleiri hljómsveitir og það skýrist mjög fljótlega hverjir verða fyrir valinu," sagði Þór. Þjóðhátíðarnefnd vinnur nú af fullum krafti við undir- búning Þjóðhátíðarinnar. Þjóðhátíðarnefnd Þórs í ár skipa auk Þórs Vilhjálms- sonar þeir Gunnar og Arnar Andersen, Óskar Óskars- son, Magnús Bragason, Ás- mundur Friðriksson og Árni Johnsen. Skipalyftan: Breytingar á rúss- neskum skipum? Eins og kunnugt er af fréttum er fyrirtækið Traust hf. að vinna að samningi við Rússa um að setja skelvinnslu í veiðiskip þeirra. Er málið komið það langt að í næstu viku á að fást svar, hvort af þessu verður eða ekki. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun Skipalyftan hér hafa unnið að þessum samningi með Traust, því talsverðar breytingar þarf að gera á skipunum. Mun Skipalyftan sjá um breytingarnar ef af verð- ur og er þetta verkefni upp á einar 35-40 milljónir. Kristján Ólafsson fram- kvæmdastjóri Skipalyftunnar, hafði lítið um málið að að segja, þegar þetta var borið undir hann. Sagðist hann vonast til að þetta skýrðist í næstu viku. Hraðfrystistöðin fær viður- kenningu frá Coldwater - Eitt af sex húsum sem fengu þessa viðurkenningu. Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja var eitt sex frystihúsa á landinu sem í ár fengu sérstaka viðurkenningu Coldwater, fyrir frábæran árangur í framleiðslu frystra fiskafurða. Páll Pétursson yfirgæðaeftir- litsmaður Coldwater í Banda- ríkjunum. afhenti Hraðfrysti- stöðinni skjöld. sem tákn viður- kenningarinnar. Sagði hann við það tækifæri, að þetta væri frábær árangur. Þessi sex hús sem fá viðurkenningu eru með gæðaeinkunn frá 95-100, en meðal einkunn 80 húsa væri 85-90. Má því lítið út af bera, cf menn vilja vera meðal þcirra útvöldu. Ekki mætti slaka á kröfunum ef ætlunin væri að standa sig. „Icelandic", sem vörumerki í Bandaríkjunum er enn í fyrsta sæti í harðnandi samkeppni og vcrður það von- andi áfram. En það sem menn verða að gcra sér grein fyrir, er að frystiiðnaðurinn hcfur hald- ið lífinu í þessari þjóð og mun gera það áfram." Að endingu sagði Páll að ekki væri hægt að setja Hraðfrystistöðina á topp scx listann. án þess að starfs- fólkið fylgdi með. ,. Þetta á líka við ykkur, þið eruð meðal þeirra (i bestu." Sigurður Einarsson forstjór'i I Iraðlrystistöðvarinnar sagði að þetta væri mjög ánægjulegt Rekstur Herjólfs gekk vel á síðasta ári Á aðalfundi Herjólfs hf. í gær- kvöldi kom fram að reksturinn hefði gengið vel á síðasta ári og skilað hagnaði í fyrsta skipti. f aðalstjórn voru kjörnir Guðmundur Karlsson og Tryggvi Jónasson frá bæjar- sjóði. Kristján Eggertsson frá fjármálaráðuneyti, Gísli G. Guðlaugsson frá samgöngu- ráðuneyti og Heiðmundur Sig- urmundsson trá almennum hluthöfum. í varastjórn eru Kristmann Karlsson, Jóhann Ólafsson, Sigurður Ingi Ing- ólfsson, Ásmundur Friðriksson og Georg Þór Kristjánsson. Úr stjórn gengu Magnús Kristins- son og Stefán Runólfsson. Nánar verður sagt frá fundin- um í næsta blaði. Sól og blíða Eftir stormasama Hvítasunnuhelgi hafa veðurguðimir leikið við Eyjamenn síðustu daga og skartað sínu fegursta. Ljósm. FRÉTTA rakst á þessa krakka og mömmur þeirra í vaðlaug Sundlaugarinnar í blíðviðrinu fyrr í vikunni. • Jón Svansson verkstjóri og Sigurður Einarsson framkv.stj. við verðlaunasafnið sem Hraðfrystistööin hefur fengið s.l. ár. fyrir Hraðfrystistöðina, þar sem um 80 frystihús kæmu til greina, að fá þessa viðurkenn- ingu. Lagði hann áherslu á, að þessi árangur næðist ekki nema með góðu starfsfólki, og væri þetta því að þakka. Einum frystitogara, Akur- eyrinni EA, var veitt viður- kcnning Coldwater, er þetta annað árið sem frystitogurum er veitt hún. Að lokum skal þess getið, að starfsfólkið kom því á framfæri við FRÉTTIR, að Hraðfrysti- stöðin hefði gefið nýstofnuðu starfsmannafélagi 75.000 kr. Vildi það nota tækifærið til að koma á framfæri þakklæti fyrir þessa myndarlegu gjöf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.