Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 14.07.1994, Síða 7
Skuggahliðar aflamarksins: Þúsundum tonna af þorski hent? -Sjómenn og þeir sem til þekkja fullyrða að svo sé. Nú er hálfur annar mánuður eftir af yfirstandandi fískveiði- ári og er kvóti báta óðum að klárast. Sérstaklega er það þorskurinn sem vantar og er nú svo komið að sífellt fjölgar þeim skipum sem éiga lítinn sem engan þorskkvóta eftir. Nokkur þessara skipa eru vel birg af kvóta í öðrum tegund- um og gerast þær raddir æ háværari að sjómenn á þessum skipum grípi til þess örþrifa- ráðs að henda þorskinum og hirða þær tegundir sem nógur kvóti er af. Einnig eru dæmi þess að sjómenn hirði aðeins stærsta þorskinn en sá smærri fari aftur í hafið. Krókaleyfis- bátar koma líka við sögu í þessum leik því þeir hirða fisk sem togbátarnir henda og eins eru sögur á lofti um að þorskur verði að ýsu þegar honum er landað. Astandið er orðið mjög alvarlegt og sjómenn og út- gerðarmenn sem rætt var við standa ráðalausir. Telja þeir að þarna sé að fullu komið fram það sem þeir hafa alltaf haldið fram; að aflamarkskerfið bjóði upp á að fiski sé hent. Fullyrða þeir að í sumar hafi þúsundum tonna verið hent og þeir spyrja hvort ekki sé hægt að finna leið til að gera þeim kleift að koma með hann að landi? Jafnvel þó þeir fengju ekki krónu fyrir, bara ef þeir losna við að henda honum. Þorskur um allan sjó FRÉTTIR telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að umtalsvert magnafþorskifarijafnóðum í sjóinn og hann kemur inn fyrir. Heyrst hefur að allt að 15 tonnum af þorski hafi verið hent úr einu hali. Þetta er versta dæmið sem blaðið hefur fregnaö af en þaó hefur verið fullyrt við blaðið að sumir bátamir hendi tugum tonna í hverjum túr. Segja þeir að í heild hafi hundruðum tonna verið hent og til eru þeir sem fullyrða að magnið skipti einhverjum þúsundum tonna. Er svo komið að sjómönnum blöskrar þessi gegndarlausa sóun en þeir segjast lítið geta að gert, þeir fara á sjó með skipun um að koma með allt annað en þorsk og vissulega er það reynt en nú er ástandið þannig, að sama er hvar trolli er dýpt í sjó alls staðar er þork- sur. Utgerðarmaður, sem rætt var við, benti á einn þátt í þessum farsa. Segir hann að krókaleyfisbátar haldi sig á sömu slóð og togbátamir og hirða þeir þorskinn sem togbátamir henda. Koma þeir með fullfermi af bolta- þorski að landi dag eftir dag án þess aó dýfa nokkum tíma krók í sjó. Þetta er þó skömminni skárri leið en að henda þorskinum sem kemur engum að gagni. Eins hefur blaðið fregnað að á Suðumesjum séu dæmi um að þorskur verði að ýsu þegar í land er komið. Fékk 15 tonn af að- gerðum þorski Þetta vandamál er viðurkennt af þeim sem FRÉTTIR ræddu viö hjá Fiskistofu og LIÚ, en þeir segja erfitt að gera sér grein fyrir því hversu stórt vandamálið er. Nefnd, sem á að koma með tillögur um bætta umgengni um auðlindir hafsins tekur m.a. á þessu og eru tillögur hennar væntanlegar fyrir næstu áramót. Oft hefur verið bent á að afla- markskerfið bjóði upp á að fiski sé hent, bæði velji menn verðmesta fiskinn af takmörkuðum afla- heimildum eða þegar lítið er eftir af einni tegund. I ár á þetta sérstaklega við þorskinn því fram til þessa hafa menn átt möguleika á að kaupa kvóta þegar þrengir að en nú er að lokast fyrir öll kvótakaup eða að kvótinn er alltof dýr. Leiga á þorskkvóta er að nálgast 80 krónur og takist útgerðar- mönnum að fá einhvem kvóta koma þeir öfugir út úr dæminu þegar búið er að gera upp við áhöfnina því kvótakaupin eru hrein útgjöld. Þurfa útgerðarmenn aó stunda mikla talnaleikfimi þegar saxast á kvótann. Menn geta þó misreiknað sig og eina slíka sögu sagði skipstjóri hér í bæ og fullyróir hann að hún sé sönn. Snurvoðarbátur á að hafa fengið fulla voð af þorski við Reykja- nes. Það var svo sem allt í lagi nema aó búið var að gera að þorskinum og þegar farið var að grennslast fyrir um um uppruna aflans kom í ljós að bátur hafði lent í góðum þorski og gerði á- höfnin að honum í þeirri trú að til væri nægur kvóti. Þegar farið var nánar í kvótastöðu bátsins kom í ljós að þorskkvótinn var búinn og var þá ekki um annað að ræða en henda fiskinum til að forðast sektir og jafn- vel missi á veiðleyfi. Stjórnvöld að nokkru leyti ábyrg Þeir sem fara með stjómun fisk- veiða af hálfu hins opinbera þekkja þetta vandamál en þeir hafa enga ein- falda lausn á takteinum. Þórður Arelíusson hjá Fiskistofu segist kann- ast við þetta vandamál en það sé erfitt að meta hvað alvarlegt það er. Þórður segir að Veiðieftirlitið liggi undir á- mæli fyrir slælega framgöngu í eftirliti með fiskveiöum og ber hann ekki á móti því að gagnrýnin eigi rétt á sér. En ef vel eigi að vera þurfi meiri fjárveitingar til að hægt verði að ráða fleiri eftirlitsmenn. Tuttugu veiðieftirlitsmenn em við störf að. öllu jöfnu en í sumar vom fimm ráðnir til viðbótar til eftirlits um borð í erlendum togumm. „Við reynum að fylgjast með veiðunum úr landi eins og kostur er en eftirlitið út í sjó er mun erfiðara. Til að ná árangri þarf fleiri menn og jafnvel eftirlitsbáta því varðskipin koma að litlu haldi,“ sagði Þórður. Þórður segir ómögulegt að segja til um hvað miklu magni er hent hverju sinni en hann leggur áherslu á að að- stæður núna séu öðmvísi en undan- farin ár, sérstaklega þar sem þorskkvóti er miklu minni. „Tvær ástæður em fyrir því að sjómenn henda fiski, annars vegar þegar valið stendur um að koma með fyrsta flokks fisk að landi eða skemmdan sem miklu minna fæst fyrir og annars vegar þegar menn nálgast núllið í ein- hverri tegund. Eru stjómvöld að nokkm leyti ábyrg því þau settu á það kerfi sem við búum við í dag. Þetta er stórmál en það vill enginn bera vitni þegar kemur að því að staðfesta hvort fiski er hent eða ekki. En hvað gera menn sem ætla eingöngu að veiða ufsa á vertíðinni af því þeir em ekki með nema 20,30 eða 40 tonna þorsk- kvóta? Sama gæti gilt um humar- og rækjubáta sem draga í fimm til sex tíma og fá útstunginn fisk og lé- legan?“ spurði Þórður og sagði að þetta væri dökka hliðin á kvóta- lögunum. Jákvæðar hliðar Þórður sagði að líka mætti benda á jákvæðar hliðar á núverandi kerfi. „Frá árinu 1991 hefur fjölgað þeim fisktegundum sem skipin koma með að landi eins og t.d. tindabykkju, grásleppu og ýmsum kolategundum sem var hent áður. Með tilkomu fisk- markaðanna er hægt að koma þessum tegundum í verð. Skip á Vestfjarða- miðum komu með lítið af smáfiski í land fyrir nokknim árum en þetta hefur snarbreyst. í fyrra var smáfiskur frá 13% upp í 22% af heildarafla skipa sem veiða á þessum slóðum. Þá má ekki gleyma stóru netabátunum sem í dag eru ekki með fleiri net í sjó en þeir geta dregið á einum degi. í helgarleyfum og þegar spáir illa koma þessi bátar með netin í land. Einnig er meðferð á fiski í þessum bátum til mikillar fyrirmyndar og koma þeir yfirleitt með fyrsta flokks hráefni að landi sem er mikil breyting til hins betra frá því þegar einungis var hugsað um tónnafjöldann," sagði Þórður. Þetta þarf að taka alvarlega Kristján Þórarinsson, fiski- fræðingur hjá LIÚ, er formaður nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði. Verkefni nefndarinnar er að koma með tillögur um bætta um- gengni um auólindir hafsins og er stefnt að því að hún Ijúki því fyrir árs- lok. Kristján sagði í samtali við FRÉTTIR að nefndin væri m.a. að skoða fyrirkomulag fiskveiða og afla gagna um allt sem að þeim lýtur. Hafa nefndarmenn m.a. verið að skoða hvort og hvað miklu af fiski cr hent. „Þetta er mál sem þarf að taka alvarlega en er breytilegt eftir að- stæðum. Vandinn núna er hvað mikið hefur verið skorið niður í þorski. Þetta er flækja sem við Islendingar höfum komið okkur í og verðum að leysa sjálfir. Það er m.a. hlutverk nefndarinnar," sagði Kristján. Kristján sagði að allar sögur um að fiski sé hent verði skoðaðar og reynt verði að komast að því hvað er á seyði. „Nefndin er að fá gögn til að sjá í hvaða mæli þetta er því spumingin er: Hvað er miklu hent, hvers vegna og hvemig má koma í veg fyrir það?“ sagði Kristján en benti einnig á að menn séu sér með- vitaðir um þetta vandamál. Allt betra en að henda fiskinum „I sínum útreikningum gera fiski- fræðingar t.d. ráð fyrir þessum möguleika. Mælingar gefa einnig vís- bendingar og gefa einnig viðvömnarmerki þegar eitthvað ó- eðlilegt er á seyði. En á þessu stigi á ég erfitt með að gera mér grein fyrir því hvað miklum fiski er hent,“ sagði Kristján aó lokum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvað miklu hefur verið hent af þorski á undanfömum vikum og enn erfiðara er að benda á leiðir til úrbóta. Sjómönnum finnst blóðugt að sjá á eftir verðmætunum í sjóinn og finnst fráleitt að þurfa að vinna eftir kerfi sem neyðir þá til að henda fiski. „Það er alltaf verió að tala um að þjóðin sé að fara á hausinn en það hlýtur að vera rík þjóð sem neyðir þegnana til að henda milljónaverðmætum. Sjálf- um væri mér andskotans sama þó ég fengi ekki krónu fyrir þann þorsk sem við kæmum með að landi. Það mætti vel hugsa sér að andvjrðið færi í þyrlusjóð eða annað þarft verkefni því allt er betra en að henda þorskinum aftur í sjóinn,“ sagði skip- stjóri sem er að því kominn að gefast upp á þessari endaleysu. Ó.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.