Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Side 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 9. maí 1996
Fréttir
Sömu rólegheitin
Síðasta helgi var fremur róleg hjá
lögreglunni sem eflaust má rekja til
margra frídaga undanfarið. Þar fyrir
utan er vor í lofti þannig að fólk ætti
að eiga auðveldara með að sjá
björtu hliðamar á lífinu og tilver-
unni.
Þeyst utan vegar
Um klukkan sex, síðdegis á
fimmtudaginn, var lögreglu til-
kynnt um mann sem þeysti utan
vegar á léttbifhjóli við Hásteins-
veginn. Lögreglan fór þegar af stað
og tókst að stöðva kauða inni í
Heijólfsdal.
Rúðubrot
í kranabifreið
Klukkutíma seinna var lögreglu til-
kynnt um rúðubrot í kranabifreið
sem stóð við Garðaveg 16. Ekki er
vitað hver eða hveijir þama vom að
verki.
Sinnti ekki
stöðvunarmerkjum
Rétt fyrir klukkan sex síðdegis á
föstudaginn hafði lögreglan afskipti
af ökumanni sem keyrði um ljós-
laus ásamt því að númeraplötu að
framan vantaði. Hann sinnti ekki
stöðvunarmerkjum lögreglu og hélt
heim til sín þar sem hann náðist.
Ekki var hann ölvaður að sögn lög-
reglu.
Brutu rúður í
safnaðarheimilinu
Um kvöldmatarleytið á laugar-
daginn barst lögreglu tilkynning um
að verið væri að bijóta rúður í
safnaðarheimilinu við Landakirkju.
Þegar lögregla kom á staðinn var
búið að brjóta tvær rúður. Náðist í
ijóra stráka sem þama voru að
verki.
Vildi ekki aðstoð
Þegar klukkan var 12 mínútur í eitt
á aðfaranótt sunnudagsins kom kall
til lögreglu frá Lundanum vegna
konu sem hafði fengið
flogaveikiskast. Hún hafði náð að
jafna sig þegar lögregla kom á
staðinn og neitaði allri aðstoð.
Stuttu seinna kom aftur kall frá
Lundanum vegna sömu konu og
brást lögregla skjótt við og flutti
hana að sjúkrahúsi. Þegar þangað
var komið stökk hún út úr bflnum
og hélt aftur af stað áleiðis að
Lundanum. Þegar þriðja kallið kom
vegna sömu konunnar taldi
lögregla ekki ástæðu til að sinna því
vegna fyrri reynslu.
Þróunarfélag Vm
stofnað í dag
I bæjarráði á mánudaginn lá fyrir
félags- og starfssamningur fyrir
Þróunarfélag Vestmannaeyja.
Samningurinn var samþykktur og
og var bæjarstjóra, veitustjóra og
hafnarstjóra falið að undirrita hann
fyrir hönd stofnana sinna. Fyrir lá
að stofnfundur félagsins verður í
dag í Akóges.
I framhaldi af samþykktinni var
ákveðið að tilnefna Guðjón Hjör-
leifsson, bæjarstjóra, í stjórn
Þróunarfélagsins.
Milljón til Landlystar
Fyrir bæjarráði lá bréf frá hús-
friðunamefnd ríkisins þar sem fram
kemur að veittur haíi verið einnar
milljón króna styrkur vegna Land-
lystar. Landlyst, sem var eitt elsta
hús bæjarins, var rifið fyrir nokkr-
um ámm en ætlunin er að reisa það
aftur í uppmnalegri mynd.
Sláandi niðurstöður fyrir Vestmannaeyjar íkönnunum um líðan og hag unglinga:
Utill agi, drekka stífar og slakur
árangur í samræmdum prófum
Vakin var athygli á alvarlegum námsleiða hjá 10. bekkingum í
Eyjum í fyrra sem er meiri en hjá öðrum unglingum á landinu að
meðaltali.
Myndin var tekin í samræmdu prófunum í vor en tengist fréttinni
ekki að öðru leyti.
Vestmannaeyskir unglingar í efstu
bekkjum grunnskólanna drekka
stífar og meira miðað við aðra
unglinga á landinu en færri ein-
staklingar halda drykkjunni uppi.
Einnig er meiri losarabragur á
reglum á vestmannaeyskum heim-
ilum þar sem unglingar eru og
árangur í samræmdum prófum er
lélegur. Þetta var niðurstaða
Finnboga Gunnarssonar, deildar-
stjóra Rannsóknastofnunar upp-
eldis- og menntamála, sem hann
kynnti í fyrirlestri í Barnaskólanum
sl. mánudag. Fyrirlesturinn var
byggður á tveimur könnunum um
líðan og hag unglinga sem gerðar
voru á landsvísu 1992 og 1995.
Kannanirnar tóku til fjölmargra
þátta sem vörðuðu líðan unglinga
utan sem innan skóla og í
samfélaginu. Aðstæður í Eyjum
voru bornar saman við aðra hluta
Suðurlands annars vegar og svo ailt
landið hins vegar. Niðurstöður
þessara kannana voru í mörgum
tilfellum ansi sláandi og umhugs-
unarverðar fyrir vestmanneyska
foreldra.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar er fylgni á milli lítilla
tilfmningatengsla barna og unglinga
við foreldra sína og áfengisnotkunar
unglinga og verri námsárangurs. Því
betri tengsl unglinga við foreldra því
duglegri eru þeir við heimavinnu og
minna er um skróp.
Lykilatriði í uppeldi unglinga telur
Finnbogi vera að foreldrar setji
unglingum reglur sem farið er eftir.
Mikill misbrestur er á þessu í
Vestmannaeyjum samanborið við
Suðurland og allt landið. Unglingar í
Eyjum búa síður við reglur en árið
1992 sögðust 60% unglinga í Eyjum
sjaldan eða aldrei hafa fengið
fyrirmæli um útivistartíma frá
foreldrum. Finnbogi sagði fylgni vera
á milli reglna og áfengis- og
tóbaksnotkunar. Meiri neysla er hjá
unglingum sem búa við litlar eða
engar reglur.
I könnuninni var spurt hvenær ung-
lingamir hefðu verið drukknir í fyrsta
skipti. Um 40% nemenda í 10. bekk
1995 höfðu aldrei bragðað áfengi en
meginþorri þeirra sem höfðu smakkað
áfengi vom fyrst drukknir 14 ára. Um
20% voru fyrst drukknir 12-13 ára.
Svipaða sögu er að segja um
tóbaksnolkun. Hins vegar sker
Suðurland sig úr hvað varðar mikla
tóbaksnotkun og virðast reykingar í
mikilli sókn.
Um 15% unglinga í 10. bekk í Eyjum
höfðu verið drukknir 3-5 sinnum
síðastliðna 30 daga, eða að meðaltali
einu sinni í viku, sem er meira en
annars staðar á landinu. Finnbogi
sagði þetta sláandi tölur en nú ætti sér
víða stað vakning hjá foreldrum sem
hreinlega sættu sig ekki við þetta.
Þessar tölur væru allt of háar.
Drykkjan kæmi niður á skólastarfi og
námsárangri og kostaði mikla baráttu.
Landadrykkja er mun minni í Eyjum
en á Suðurlandi og annars staðar á
landinu. Hins vegar drekka vest-
mannaeyskir unglingar meiri bjór og
sterk vín (fyrir utan landa) miðað við
jafnaldra sína og er fylgni á milli.
Unglingamir hita sig upp með bjór og
fara svo í sterkt vín.
Finnbogi sagði að samkvæmt þessu
drykkju Eyjaunglingar stífar og meira
en fæiri einstaklingar væru að halda
drykkjunni uppi. Þá er meiri losara-
bragur á reglum sem bitnaði m.a. á
námsárangri.
Lélegur árangur í
samræmdum prófum
Þá kynnti Finnbogi niðurstöður í
samræmdu prófunum í fyrra og bar
Vestmannaeyjar saman við landið allt.
Fall í Eyjum er langt yfir lands-
meðaltali (sjá ramma til hliðar) og
sagði Finnbogi að Eyjamenn mættu
hafa sérstakar áhyggjur af dönsku þar
sem fallið var hlutfallslega mjög hátt.
Alls ná 51,4% 10. bekkinga í Eyjum
samræmdum prófum á móti 61% á
landsvísu.
Finnbogi sagði viðhorf foreldra
gagnvart námi og kennsla skipti hér
einhverju máli. Þá vakti hann athygli á
alvarlegum námsleiða hjá 10.
bekkingum í fyrra sem er meiri í
Eyjum en hjá öðrum unglingum á
landinu að meðaltali.
En í ljósi þessarar dökku myndar sem
Finnbogi dró upp á fyrirlestrinum,
hver eru þá skilaboð hans til vest-
manneyskra foreldra?
„Astandið er ekki nógu gott og þið
verðið að hafa reglur til að halda aga,
með öðrum orðum að vera
hundleiðinleg. Foreldrar verða að
leggja sig fram og gera það sem þeir
geta til að hjálpa skólanum að sinna
sínu starfi. Skólamir í Vest-
mannaeyjum eru að taka sig á, þeir em
að skoða sín mál og þeir viðurkenna
að eitthvað má betur fara. En þá þarf
einnig stuðning foreldra,” sagði
Finnbogi.
I lokin vom fyrirspumir og umræður
og sýndist sitt hverjum. Lög-
reglumaður sagðist í sínu starfi hafa
orðið vitni að ótrúlegri framkomu
foreldra í garð lögreglu þegar
lögreglan hefði keyrt unglingum heim
til að fylgja eftir útivistartíma
unglinga. Finnbogi sagði að mikil
vakning hefði átt sér stað á
höfuðborgarsvæðinu í þessum efnum.
Unglingamir vildu í raun og vem hafa
reglur og aga og það væri af vænt-
umþykju sem verið væri að grípa inn í
líf þeirra.
Fræðslustjóri Suðurlands sagði að
eftir þessa kmfningu í Eyjum yrðu
ekki allir ánægðir sem skiljanlegt
væri. Ekki mætti gleyma því að
ýmislegt gott væri í Eyjum en til að
taka sig á þyrfti að setjast niður og
ræða málin. Skólamir í Eyjum væru í
naflaskoðun og það þyrftu foreldrar
einnig að gera.
Fundurinn var mjög vel sóttur,
aðallega af mæðmm, en sorglegt var
að sjá hve feður vom fáir, þeir vom
aðeins teljandi á fingrum annarrar
handar.
Fréttir
Vor í Eyjum
Fyrir atvinnumálanefnd lá bréf frá
handknattleiksráði ÍBV karla þar
sem óskað var eftir samstarfi við
nefndina vegna vöm- og þjónustu-
sýningarinnar Vor í Eyjum sem
verður dagana 17. til 19. maí nk. f
Iþróttamiðstöðinni. Einnig var
óskað eftir styrk.
Nefndin fagnaði erindinu og fól
formanni og bæjaistjóra að hitta
bréfritara.
Styrkur til kvenna
Þá kom fram í atvinnumálanefnd
að félagsmálaráðuneytið hefur
auglýst að frestur til þess að óska
eftir styrkjum frá ráðuneytinu til
sérstakra verkefna er verða mættu
til að þess að fjölga atvinnutæki-
fæmm kvenna er til 10. maf nk.
Nefndin óskaði eftir því að
væntanleg stjóm Þróunarfélags
Vestmannaeyja komi með tillögur
er varða málið.
Kofabyggð
við Húsey?
Á fundi félagsmálaráðs kynnti fé-
lagsmálastjóri hugmynd frá Þór
Valtýssyni í byggingavöm-
versluninni Húsey um kofabyggð á
lóð Húseyjar fyrir 6 til 10 ára böm
frá l.júnítil 15.júlí 1996.
Afgreiðslu var frestað til næsta
fundar.
Fall í samræmdum prófum 1995:
Eyjar Landið
Islenska 40,8% 31%
Stærðfræöi 34% 26%
Danska 28% 22%
Enska 9,8% 7,5%
\
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn
Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf.
Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481 -
1293. Netfang/rafpóstur frettir@ismennt.is. Heimasíða FRÉTTA:hap://vey.ismenntis/~frettir
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti,
Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni,
Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á
Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum
bæjar- og héraðsfréttablaða.