Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 9. maí 1996 Mikil skuldaauking bæjaríns: Skuldír bæjarsjóðs jvkust um 181 milljón -á tveimur árum segir Guðmundur Þ.B. Ólafsson. Guðmundur Þ.B. Ólafsson, bæjar- fulltrúi Vestmannaeyjalistans, segir aukningu skulda bæjarsjóðs og stofnana hans á síðustu tveimur árum vera áhyggjuefni. Skuldir bæjarsjóðs jukust úr 393 milljónum króna árið 1993 í 574,7 milljónir árið 1995 og samanlagðar skuldir bæjarsjóðs og stofnana fóru úr 1607 milljónum í 1848 milljónir króna á sama tímabili. Segir Guðmundur að nú sé svo komið að ekki verði komist hjá því að öll bæjarstjórnin sameinist um að leysa fjárhags- vandann. Guðmundur segir að minnihlutinn hatl boðið fram krafta sína til að flnna lausn á fjárhags- vandanum en meirihluti sjálfstæð- ismanna liafi daufheyrst við því. Samkvæmt reikningum bæjarsjóðs sem lagðir vom fram til fyrri umræðu á síðasta bæjarstjórnarf'undi skuldaði bæjarsjóður 574,7 milljónir króna um síðustu áramót. í árslok 1993 vom skuldimar 393 milljónir en á árinu 1994 jukust þær uni 110 milljónir og vom 503 milljónir í árslok. Skuldimar jukust um rúmlega 71 milljón á síðasta ári og höl'ðu þá hækkað um liðlega 181 milljón á tveimur ámm. Heildarskuldir bæjarsjóðs og stofn- ana hans vom 1607,5 milljónir í árslok 1993, 1714 milljónir f árslok 1994 og 1848 milljónir um síðustu áramót. Um er að ræða nettóskuldir sem jukust um 107 milljónir á milli áranna 1993 og 1994 og á síðasta ári jukust þær um 134 milljónir en í heild jukust skuldirnar um 241 milljón á tveimur ámm. Guðmundur segir að hjá stofnunum bæjarins hækki skuldimar mest hjá hafnarsjóði eða úr tæplega 118 milljónum í tæpar 205 milljónir. „Þessa hækkun má að mestu skýra með smíði nýs lóðs sem samkvæmt áætlun á að kosta um 110 milljónir," segir Guðmundur. „En það er athygl- isvert að skuldir Bæjarveitna lækka úr 843 milljónum í 817 milljónir á síðasta ári þrátt fyrir bókfærða eigna- aukningu í Bæjarveitnahúsinu upp á 55 milljónir og hækkun á skuldum Sorpeyðingarstöðvarinnar úr 178,3 milljónum í 185,7 eða um 7,3 milljónir eins og kemur fram í reikningunum. Samtals eru þetta 63 milljónir sem sýnir að rekstur hita- veitu, rafmagnsveitu og vatnsveitu eru í góðu lagi.“ Guðmundur segist lengi hafa varað við auknum skuldum bæjarsjóðs sem hafa aukist um 182 milljónir á tveimur árum. „Það alvarlegasta er að reksturinn er alltaf að taka meira og meira til sín af tekjum bæjarsjóðs. Reyndar varð smá breyting í jákvæða átt á síðasta ári en þá fer aðeins lægra hlutfall af tekjum til reksturs en árið á undan. Það er jákvætt þó lítið sé.“ Þegar Guðmundur er spurður hvaða leiðir hann sjái út úr íjárhagsvanda bæjarsjóðs segir hann að bæjarstjóm verði öll að koma að málinu. „Bæði hvað varðar gerð fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar. Eins öll þau at- riði er varða framkvæmdastjóm og stefnumörkun í fjármálum og rekstri bæjarins. Við höfum boðið fram að- stoð okkar á hverju ári á þessu og síðasta kjörtímabili en samstarfi hefur verið hafnað af meirihluta sjálfstæðis- manna. Það er miður og ég sé ekki að þar verði nokkur breyting á þó full þörf sé fyrir hendi eins og reikningamir bera með sér,“ sagði Guðmundur að lokum. Leiksólanum Bjarnaborg: Rekstri hætl í sumar Meirihluti sjálfstæöismanna sam- þykkti í félagsmálaráði að rekstri leikskólans Bjarnaborgar verði hætt frá og með 29. ágúst nk. að lokinni sumarlokun. Fulltrúar minnihlutans viðurkenna að rekst- ur Bjarnaborgar sé óhagkvæmur en telja rétt að byggja upp fleiri leikskólapláss áður en öðrum leikskólum verður lokað. Þetta kemur fram í fundargerð fé- lagsmálaráðs frá 30. apríl sl. I tillögu meirihlutans er gert ráð fyrir því að húsnæði Bjarnaborgar verði notað undir starfsemi tengda gmnn- skólunum samhliða yfirtöku sveitarfélaga á rekstri gmnnskólanna. „Bömum þeim sem nú em á leik- skólanum mun verða tryggð pláss á öðmm leikskólum bæjarins og starfs- fólkinu boðin störf á öðmm leikskólum Vestmannaeyjabæjar," segir í tillögunni. Fulltrúar minnihlutans létu bóka að þeim þætti lokunin vera í ósamræmi við kosningaloforð núverandi meirihluta um að útrýma biðlistum á leikskóla. „Með lokun Bjamaborgar og breytingum á Kirkjugerði hefur a.m.k. heilsdagsplássum á leikskólum fækkað, þrátt fyrir tilkomu reksturs Hvítasunnusafnaðarins með styrk frá bæjaryfirvöldum," segir í bókuninni. Er henni fylgt eftir með spumingum um hvemig staða á biðlistum fyrir heilsdags og hálfsdagsplássum var fyrir tveimur ámm og hvemig bið- listinn er í dag. Eins er spurt hvemig meirihlutinn ætlar sér efna loforð um að útrýma biðlistum innan tveggja ára. Svör vildu þeir fá á næsta fundi. „Hvað fjölgun leiksskólaplássa í Vestmannaeyjum varðar vill meirihlutinn vekja athygli á því að síðastliðið ár var fjölgað um sex heilsdagspláss á Rauðagerði. Með til- komu reksturs leikskólans í Betel og væntanlegum breytingum á Kirkju- gerði mun ekki verða um fækkun heilsdagsplássa að ræða en hins vegar mun hálfsdagsplássum fjölga um 43 þrátt fýrir lokun Bjamaborgar," segir í bókun meirihlutans. £dda Tegeder kaupir Pizza 67 í Reykjovík Edda Tegeder og fjölskylda hafa keypt veitingastaðinn Pizza 67 við Nethyl 2 í Reykjavík og ætla þau að reka staðinn með svipuðunt hætti og verið hefur. Edda staðfesti þetta í samtali við Fréttir á mánudaginn og segir hún að Pizza 67 hafi verið með rekstur á þessum stað í fimm ár. „Félagið, sem kaupir veitingastaðinn, heitir Ysti- klettur hf. og er skráð heima hjá mér að Hrauntúni 35,“ segir Edda. Sonur Eddu, Hermann Haraldsson, verður framkvæmdastjóri og er hann staddur í Kaupmannahöfn að kynna sér nýjungar í veitingarekstri. Pizza 67 við Nethyl 2 tekur um 30 manns í sæti en aðal áhersla verður lögð á heimsendingarþjónustu. Fjölskyldudagur Barnaskólans Laugardaginn 11. maí Kl. 10.00 fara fram kappleikir í íþróttamiöstöö. Barnaskóli og Hamarsskóli keppa í ýmsum íþróttum. Kl 13.00-16.00 færist fjöriö í Barnaskólann, þar verður sýning á vinnu nemenda, 6. bekkur bakar og selur vöfflur, 5. bekkur grillar pylsur og 9. bekkur stýrir tívolíi í stofum 16 og 17. Skemmtun verður í salnum og úti fara fram ýmsir leikir og þrautir. Nemendur og starfsfólk Barnaskólans. Vestmannaeyingar athugið! Frá og með 1. maí varð breytíng á starfsemi og skipulagi félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Inngangur verður í kjallara Ráðhúss og afgreiðslutími verður frá kl. 9.30-12.00 og 12.30 til 15.00. Beinn sími féiagsþjónustunnar er 481-1092. Símatímar verða sem hér segir: Símatími félagsmálastjóra verður mánudaga og föstudagafrá kl. 13-14, miðvikudaga frá kl. 11-12. Símatími félagsráðgjafa verður mánudaga og fimmtudaga frá kl. 11 -12, þriðjudaga frá kl. 13-14. Símatími sálfræðings verður þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-14, föstudaga frá kl. 11-12. Sími á bæjarskrifstofunum verður áfram 481 -1088 en eftir lokun skiptiborðs hringir sími 481-1089 á miðhæð en sími 481 -1090 á efstu hæð. Diskó í Féló Næsta laugardagskvöld kl. 18.30 til 21.30 verður diskó í Féló fyrir 5., 6. og 7. bekk. Þetta er seinasta diskóið fyrir sumarlokun í Féló. Skráning íVinnuskólann Upplýsingabæklingi tómstundaráðs um sumarstarfið hefur verið dreift í alla bekki grunnskólanna. Með bæklingnum fylgdi þátttökueyðublað í Vinnuskóla fyrir nemendur í 7. og 8. bekk. Einnig fylgdi með þátttökueyðublað fyrir Skólagarða fyrir nemendur í 5. og 6. bekk. Þátttökueyðublöðum átti að skila í skólana í seinasta lagi 7. maí. Ef einhver hefur gleymt að skila inn umsókn, þá er minnt á að skila ber umsókn strax. Sett niður í Skólagarða á laugardaginn Á laugardaginn kl. 10.30 verða kartöflurnar settar niður í Skólagarðana í Löngulág. Það er áríðandi að fullorðinn mæti með barninu og hafi með sér skólfu og hrífu að ógleymdu þátttökugjaldinu sem er 1500 krónur. Þeim sem ætla að vera með, en gleymdu að innrita sig, er bent á að mæta og við komum hlutunum í lag. Starfsemin byrjar svo á fullum krafti 11. júní kl. 13.00. Mætið vel og stundvíslega. Tómstunda- og íþróttafulltrúi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.