Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Síða 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 9. maí 1996
Þorbergur Hjalti Jónsson skógfræðingur með fyrirlestur í setrinu:
Klóreifrun vegna saliroks
aðalástæða frjáskemmda og
vaxfartregðu í trjágróðri
Þótt reynt hafl verið að rækta tré í
Vestmannaeyjum í a.m.k. 140 ár
eru elstu tré á Heimaey 30-40 ára
en ekki nema 3 til 4 m há. Lætur
nærri að vöxtur trjáa sé 30-50% af
því sem vænta má við góð skilyrði
á Suðurlandi en svipaður og í
öðrum sjávarplássum við Suður-
og Vesturströndina. Klóreitrun
vegna saltroks er aðalástæða trjá-
skemmda og vaxtartregðu í trjá-
gróðri í Eyjum. Þetta kom fram í
fyrirlestri Vestmannaeyingsins
Þorbergs Hjalta Jónssonar (Hjalta-
sonar hæstaréttarlögmanns) skóg-
fræðings í Rannsóknasetrinu sl.
laugardag um trjárækt. Þorbergur
er skógfræðingur að mennt og
starfaði um langt skeið hjá
Rannsóknastöð Skógræktar ríkis-
ins en er nú sérfræðingur í birki-
rannsóknum á Náttúrufræðistofu
Islands auk sjálfstæðra rannsók-
naverkefna. Erindið scm Þor-
bergur Hjalti flutti var árangur
rannsókna sem hann hefur stun-
dað sl. tvö ár í samstarfl við útibú
Islandsbanka í Eyjum. Tilgangur
rannsóknanna er tvíþættur. Ann-
ars vegar að skilja hvað valdi því
að ræktun trjáa og runna er erflð í
Eyjum. Hins vegar að finna rækt-
unaraðferðir sem bætt geti árang-
ur trjáræktarstarfsins.
Þorbergur Hjalti sagði að trjárækt í
Eyjum ætti sér langa sögu þótt svo
kunni ekki að virðast. Fyrst er sagt frá
gróðursetningu trjáa í Eyjum um
1855. Það ár var ruddur vagnfær
vegur í Herjólfsdal. Biyde kaup-
maður lét þá gera trjáa- og blómagarð
í dalnum sem hann nefndi Þórulund
eftir konu sinni. Engar heimildir eru
Náttú r uf ræði ngar
Náttúrustofa Suðurlands í Vestmannaeyjum
- Staða forstöðumanns -
í samræmi við lög nr. 60/1992 og reglugerð nr. 643/1995 óskar stjórn Náttúrustofu
Suðurlands í Vestmannaeyjum eftirforstöðumanni.
Starfssvið: Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri stofunnar, semur rekstraráætl-
anir, mótar rannsóknastefnu og ræður starfslið með samþykki stjórnar. Hann er í fyrirsvari
fyrir stofuna og annast samskipti út á við. Gert er ráð fyrir að hluti starfsins felist í
rannsóknum.
Leitað er eftir náttúrufræðingi. Starfið krefst góðra skipulagshæfileika, sjálfstæðra vin-
nubragða, frumkvæðis, samviskusemi, lipurðar í samstarfi og umgengni við fólk.
Umsækjendur skulu vera vel máli farnir og ritfærir.
í boði er fjölbreytt, krefjandi og áhugavert starf við að byggja upp og skipuleggja náttúru-
rannsóknir á Suðurlandi og taka þátt í að móta framtíðarstefnu stofunnar.
Staðan er veitt til 5 ára. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. júlí nk. eða eftir nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið veita formaður stjórnar, Svanhildur Guðlaugsdóttir hs. 481-
2041 og vs. 897-1155 eða Guðmundur Þ.B. Ólafsson, hs. 481-1774 og vs. 481-1980.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og störf berist til Náttúrustofu
Suðurlands, Ráðhúsinu, Vestmannaeyjum, eigi síðaren 8. júní 1996.
Stjórn Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum
Möguleikar til trjáræktur á víðavangi án umhirðu eru litlir.
um trjárækt í upphafi þessarar aldar
en árið 1931 varstofnað skógræktar-
félag sem girti svæði út í hrauni og
plantaði töluverðu í það fyrstu árin.
Síðustu 40-50 árin hefur töluvert
verið gróðursett í garða. Samt seni
áður er árangurinn ekki mikill. En
hvers vegna?
Þorbergur Hjalti sagði að loftslagið
réði einna mestu um hvaða tegundir
þrífast og hve vel þær vaxa. Sumar-
hitinn er mikilvægasti vaxtarþátturinn
og í Eyjum væri fremur sunuuiilýtt en
fáir heitir dagar. I Eyjum er lítil hætta
á að frostið komi plöntunum að
óvörum og haustkalshætta því fremur
lítil. Vetrarkuldi ætti ekki að standa
nema allra viðkvæmustu tegundum
fyrir þrifum og hér koma oft langir
hlýindakaflar um miðjan vetur. Það
veldur því að tegundir úr meginland-
sloftslagi geta vaknað af vetrardvala
og kalið í vorhretum. Hér er úrkoma
fremur mikil og hagstæð tijágróðri en
vindasamt og hvassviðri tíð. Almenn
virðist því tíðarfar í Eyjum fremur
hagstætt trjágróðri. En hvers vegna
kala trén þá illa og hækka lítið.
Þorbergur Hjalti sagði ljóst að
klóreitrun vegna saltroks væri aðal-
ástæða trjáskemmda og vaxtartregðu
í tijágróðri í Eyjum. Skilyrðin eru að
öðru leyti fremur hagstæð fyrir tijá-
gróður úr strandloftslagi og síst verri
en víða annars staðar á sunnanverðu
landinu. Af þessu leiðir að ef hægt er
að vinna á klóreitruninni eru góðar
von um árangur. Með réttu vali
tegunda, kynbótum og réttri ræktu-
naraðferð megi rækta tijágróður með
góðum árangri í göðrum og við torg
bæjarins. Möguleikar tijáræktar á
víðavangi án umhirðu eru hins vegar
litlir.
Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur.
Fyrirlestur um vaxtarþroska og sykurát barna:
Hæltið að bertt
bömin um allt
- og gefið þeim sem fjölbreyttasta fæðu í stað bætiefna
Hættið að bera börnin um allt
heldur leyfið þeim að hreyfa sig. Og
hafið fæðu barna sem fjölbreyttasta
í stað þess að gefa þeini bætiefni.
Þetta voru heillaráð sem foreldrum
voru gefin á fróðlegum og skemmti-
legum fyrirlestrum urn hreyfingu
og sykurát barna í síðustu viku sem
haldinn var á vegum foreldrafélag-
anna á leikskólunum í Eyjum.
Foreldrar kunnu mjög vel að meta
þetta framtak foreldrafélaganna
því aðsókn var mjög góð.
Olöf Heiða Elíasdóttir leikfimi-
kennari flutti fyrirlestur um hreyfi-
þroska bama og mismunandi stig
hans. Helsta hreyfiþroskaskeið bama
er á forskólaaldri. í 1. bekk Bama-
skólans hefur Olöf Heiða lagt hreyfi-
þroskapróf fyrir nemendur og fór hún
í gegnurn það. Rest böm em vel stödd
í hreyfiþroska en önnur illa stödd.
Aldurinn 7 til 11 ára er best til þess
fallinn að kenna bömum íþróttir. Olöf
Heiða lagði mikla áherslu á að á
þessum aldri fengju þau rétta kennslu
í íþróttum, af menntuðu fólki og að
æfingar væm sem fjölbreyttastar. Á
gelgjuskeiðinu verður brottfall stúlkna
úr íþróttum áberandi og sagði Ólöf
Heiða að þá „linuðust’’ stúlkumar en
strákamir yrðu harðari af sér.
Algengt er að sjá foreldra halda á
bömum út í bíl, á leikskólann, inn í
hús o.s.frv. Og þegar heim er komið
eftir vinnudaginn er bömunum plant-
að fyrir framan sjónvarpið og svo er
farið að sofa. Ólöf Heiða sagði mikil-
vægt að foreldrar leyfðu krökkunum
að hreyfa sig sem mest sjálf og væm
ekki að halda á þeim í tíma og ótíma.
Foreldrar mættu ekki hefta orku hjá
Afmæli
Kristján Valur Óskarsson
verður fimmtugur 13. maí
nk. Hann tekur á móti
gestum í Kiwanis laugar-
daginn 11. maí frá kl.
20:00.
krökkunum því offita gæti verið fylgi-
kvilli. Þá gæti rangur hreyfiþroski haft
áhrif á námsárangur síðar. „Fólk fer út
og viðrar hundinn sinn og á meðan
situr bamið inn íbfl. Leyfið bömunum
líka að hreyfa sig, það kemur þeim til
góða seinna meir," sagði Ólöf Heiða.
Ohófleg sykurneysla
Iris Þórðadóttir hjúkmnarfræðingur,
fjallaði um sykurneyslu barna. Hún
sagði að tíu prósent af fæðu barna ætti
að vera sykur. Hins vegar væri meðal
sykumeysla á ísland 19-21 %.,Jslend-
ingar eru hræðilegar sykurætur og
þetta er ekkerl annað en ávani og
fíkn." sagði íris. Htin taldi vatns-
drykku bama ábótavant og varpaði
fram þeirri spurningu hvort sykur
hefði áhrif á hegðun bama?I fyrsta
lagi sagði íris að ef börnum vantaði
undirstöðu eins og B-vítamín gæti
sykurátið haft í för með sér örlyndi
sem leiddi af sér ákveðið hegðunar-
vandamál. I öðm lagi hefðu áhrif
jámskorts bein áhrif á skaplyndi, ein-
beitingu og náinshæfileika sem lýsti
sér í áhugaleysi og óróleika. íris lagði
mikla áherslu á að ekki ætti að gefa
bömum bætiefni heldur ættu þau að fá
sem fjölbreyttasta fæðu. Lýsi væri
reyndar mjög hollt og gott. í þriðja
lagi tók Iris barnaafmæli sem dæmi
þar sem sykurinn hleypir fjöri í
mannskapinn. Líkleg skýring á því
gætu verið viss efnaskiptavandamál í
nýra.
Iris tók einnig fram að ekki mætti
kenna sykumeyslu um allan óróleika.
Þar skipti einnig máli reglulegur
svefn. Og svona til gamans má geta
þess að fyrir pizzuunnendur em það
góðar fréttir að Iris mælti með pizzum
sem skyndibita, þ.e. ef álegg væri í
hófi!
íris hjúkrunarfræðngur.