Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.1996, Page 14
Félagar úr heimsstjórn Kiwanis í heimsókn sinni í Eyjum. Heimssfjérn Kiwanis í Eyjum Fimmtudagur 9. maí 1996 Áburðar- og útsæðissala ÍBV er á planinu fyrir framan Týsheimilið og verður næsta daga frá kl. 13:00. Athugið að áburðarkalkið er komið. Sendum heim. Símboði 845-2827. Á laugardaginn var heimsótti heimsstjórn Kiwanishreyfíngarinn- ar Vestmannaeyjar með heimsfor- setann, Eyjólf Sigurðsson í broddi fylkingar. Alls komu 27 manns til Eyja og tóku félagar úr Kiwanis- klúbbnum Helgafelli á móti hópn- um. Fyrir hádegi var farið með fólkið í skoðunarferð í rútu um Heimaey og í stutta bátsferð út í Klettshelli. Eftir hádegisverð í Kiwanishúsinu, var haldið upp í Félagsheimili og skoðuð mynd um eldgosið í Eyjum og uppbygginguna að því loknu. Að lokum var Fiska og Náttúrugripasafnið heimsótt og þar boðið upp á hressingu af Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Er ekki að orðlengja það að gestirnir voru yfir sig hrifnir af öllu sem fyrir augu bar í náttúru Eyjanna og lýstu sumir því yfír að hingað mundu þeir koma aftur seinna. Eins og áður segir er Islendingurinn Eyjólfur Sigurðsson heimsforseti þetta starfsár. Til gamans má geta þess að Eyjólfur ólst upp hér í Vestmanna- eyjum fyrstu æviár sín. Á starfsári sínu sem heimsforseti hefúr hann ferðast um allan heim fyrir Kiwanishreyfinguna, einkum til að efía verkefni hreyfingarinnar um að útrýma joðskorti í heiminum. Til marks um annir Eyjólfs í þessu starfi er að hann dvelur einungis 30 daga hér heima á Islandi á þessu starfsári. Joðskortur hrjáir marga jarðarbúa og veldur alvarlegum sjúkdómum. Kiwanishreyfingin hefur sett sér það Knattspyrnuráð ÍBV SJÓVE Hafsteinn Guðfinnsson, formaður Kiwanisklúbbsins Helgafells og heims- forsetinn Eyjólfur Sigurðsson. Opið hús verður í húsnæði félagsins dagana 9., 10. og i I. maí. Fluguhnýtingar. Heittá könnunni. Húsið opnar kl. 20:30. Skráning á hvítasunnumót er hafin í síma 481-1279. að markmiði að útrýmajoðskorti fyrir árið 2000. Er það fyrst og fremst gert með því að byggja verksmiðjur sem blanda joði f matarsalt. Sá skammtur sem fólk fær með notkun slíks salts, nægir lil að útrýma joðskorti. Eyjólfur hefur bryddað upp á ýmsum nýjungum í starfí heims- stjómar á starfsári sínu sem heims- forseti. Eitt af því er að halda einn fund heimsstjórnar utan Bandaríkj- anna en þar er aðalaðsetur hreyfing- arinnar. Fékk hann því framgengt að fundur heimsstjómar var haldinn í Reykjavík 28. apríl til 3. maí síðast- liðinn. Er þetta fyrsti fundur heimsstjórnar sem haldinn er utan Bandaríkjanna í sögu hreyfingarinnar. Stjórnin Eyjastúlkur í danskeppni í samkvæmisdönsum: Tvær komust í úrslit Þrjú danspör frá Dansskóla Súsönnu Georgsdóttur í Eyjum tóku þátt í Islandsmótinu í samkvæmisdönsum um sl. helgi. Mótið fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Stúlk- urnar, sem allar eru á aldrinum 11-12 ára, stóðu sig með mikilli prýði þótt engin hlytu þær verðlaunin að þessu sinni, enda að etja kappi við þrautþjálfaða dansara. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem dansarar héðan taka þátt í íslandsmóti í samkvæmisdönsum. Keppt var bæði laugardag og sunnudag. Fyrri daginn var keppt í suður-amerískum dönsum, þ.e. jive og cha cha cha. Tuttugu og tvö pör hófu keppni og komust þær Hildur Georgsdóttir (Lámssonar) og Guðný Gunnlaugsdóttir (Gunnlaugssonar) í 12 manna undanúrslit. Síðari daginn var keppt í valsi og quick step, svokölluðum „standard” dönsum. Þar féllu Eyjapörin út í Eyjastelpurnar sem tóku þátt í danskeppninni ásamt Súsönnu danskennara. fyrstu umferð þrátt fyrir góða takta. Þátttakendur frá Eyjum vom þær laugsdóttir, Hildur Georgsdóttir, Erla Lauk þar með þátttöku Eyjastúlkna að Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, Dóra Ásmundsdóttir og Jessý Friðbjamar- þessu sinni. Dúna Sighvatsdóttir, Guðný Gunn- dóttir Sett niður í Skóltt' garðana á laugardag Á laugardaginn kl. 10:30 verða kartöflurnar settar niður í skólagörðunum. Starfsvæði garðanna er í Löngulág og em mamma eða pabbi beðin um að mæta með baminu og aðstoða við niðursetn- inguna. Gott er að hafa með sér skóflu og hrífu og svo auðvitað þátttökugjaldið sem er 1.500 krónur. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta haft samband við undirritaðan og þá fínnum við annan tíma. Einnig em þeir sem gleymdu að skrá sig, en vilja vera með, bent á að mæta og við kippum hlutunum í lag. Sjáumst hress á laugardaginn. Tómstunda-og íþróttafulltrúi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.