Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.1997, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. janúar 1997 Fréttir 15 Hið risavaxna Jason verkefni í undirbúningi og sent út frá Eyjum 28. apríl til 9. maí nk. Vestmannaeyjar í kast- Ijósi heimsbyggðarínnar Hafl Vestmannaeyjar einhvern tímann haft gullið tækifæri til að koma náttúrufegurð sinni og fuglaparadís á framfæri, þá verður það dagana 28. apríl til 9. maí þegar svokallað Jasonverkefni fer af stað í beinni útsendingu um allan heim. Undirbúningur stendur sem hæst þessa dagana bæði hér í Eyjum og í Bandaríkjunum en um beinar útsendingar verður að ræða frá Vest- mannaeyjum, Mývatni, líklega Vatnajökli og frá Yellowstone í Bandaríkjunum, alls 5 klukkustundir á dag! Ekki er vitað ná- kvæmlega hve stór hluti útsendinganna verður frá Eyjum en það verður a.m.k. hálftími á dag ef ekki meira. Hér er um gríðarlega umfangsmikið verkefni að ræða en kostnaður nemur um 200 milljónum króna. Það var heimasíða Háskólans í Eyjum á Internetinu sem vakti áhuga Jason stofnunarinnar á Vestmannaeyjum og nú er orðið Ijóst að þetta mikla ævintýri verður að veruleika. Þetta áttunda verkefni Jason stofnunarinnar kallast .Joumey from the center of the Earth“ og gæti útleggst á íslensku „Ur iðrum jarðar“. Nemendur úr öllum heimshomum munu koma til með að taka þátt í því og fylgjast með rannsóknum á Islandi og Yellowstone. A heimasíðu Jason stofnunarinnar má lesa að nemendur, kennarar og vísindamenn munu ásamt Dr. Robert Ballard, stofnanda Jason stofnunarinnar, taka þátt í rannsóknum á jöklum, virkum eldfjölium ásamt fuglalífi í á íslandi og Yellowstone í beinni sjónvarpsút- sendingu frá þessum stöðum, dagana 28. apríl til 9. maí nk. Mikil undirbúningsvinna ísland og Yellowstone urðu fyrir valinu að þessu sinni þar sem báðir þessir staðir liggja ofan á virkum eldhrygg sem getur spmngið hvenær sem er. Einnig er sérstaklega getið náttúrufegurðar á Islandi. Það var Jason stofn- uninni til „happs“ þegar ákveðið var að fara til íslands sl. sumar, og hefur aukið áhugann á verkefninu til muna, að það skyldi byrja að gjósa í Vatnajökli í haust. Einnig er sagt frá hlaupinu úr jöklinum og þeim stórbrotnu nát- túruhamförum sem þá áttu sér stað. Auk beinna sjónvarpsútsendinga verður Beiíiar sjónvarpsútsenilingar verda um allan heim frá Elclfelli m gl a i - hægt að fylgjast náið með þessu verkefni á heimasíðu Jason stofnunarinnar á netinu. Einnig verður um gagnvirkar sjónvarpssend- ingar að ræða í gegnum gervihnött þar sem nemendur og kennarar, í hinum ýmsu heims- álfum, geta skipst á skoðunum og upp- lýsingum í gegnum sjónvarpsskjá. En það sem fer fram þessar tvær vikur er aðeins toppurinn á ísjakanum. Undanfamar vikur og mánuði hafa nemendur, aðallega í Bandaríkjunum, Bermuda, íslandi, Bretlandseyjum og Mexíkó verið að undirbúa og framkvæma ýmsar rannsóknir og bera saman bækur sínar. Þeir kennarar sem hafa ákveðið að láta nemendur sína taka þátt í verkefninu fá öll gögn frá Jason stofnuninni og hafa yfimmsjón með vinnunni í samvinnu við stofnunina. Nemendumir em þessa dagana að rannsaka sitt nánasta umhverfi í sínum heimalöndum og nota sömu vísinda- legu aðferðimar og vísindamenn Jason stofnunarinnar munu gera á Islandi. Nem- endumir safna ýmsum gögnum til að vinna úr og rannsaka á gagnrýnan hátt og bera svo bækur sínar saman við aðra nemendur víða um heim. Mikilvægasti samskiptahlekkurinn er Jason stofnuninn sjálf. í gegnum „Jason Online System" er hægt að skipast á upplýsingum, hugmyndum og nálgast einnig mikilvægar upplýsingar. Heimsathygli Búast má við því að verkefnið ÚR IÐRUM JARÐAR eigi eftir að hljóta gífurlega athygli um heim allan. Meðal annars er vonast til þess að stærstu ijölmiðlar heims sem sérhæfa sig í náttúru og vísindum, eins og t.d. National Geographic og Good moming America, svo eitthvað sé nefnt, muni fylgjast grannt með verkefninu. Hingað til hafa verkefnin verið mjög fjölbreytt, allt frá því að rannsaka alda- gömul skipsflök á hafsbotni upp í að rannsaka regnskóga og kóralrif í Belíz, svo eitthvað sé nefnt. Dr. Ballard stofnaði Jason stofnunina árið 1989 eftir að hafa fyrstur manna fundið flak hins heimsfræga Titanic á hafsbotni. Eftir að hafa fengið þúsundir bréfa frá nemendum úr öllum heimshomum með fyrirspurnum um fundinn á Titanic, ákvað Dr. Ballard að fylgja því eftir með því að rannsaka ýmislegt annað forvitnilegt og nota nýjustu tækni til að miðla því til nemenda víðs vegar um heiminn. Jasonstofnunin er fjármögnuð með frjálsum framlögum ýmissa einstaklinga, opinberra aðila og fyrirtækja sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla vísindarannsóknir í þágu nemenda um heim allan. ÞoGu Jason verk- efnid einstakt tækifærí fyrír íslensk skólabörn - Sýnir að grunnskólarnir í Eyjum fó ekki falleinkunn í stærðfræði ú alþjóðavettvangi, segir Gísli Oskarsson kennari Gísli Óskarsson kennari við Barnaskólann, er fulltrúi Barnaskólans í Jason verkefninu og stýrir þeim hópi nemenda sem kemur til með að taka þátt í verkefninu. Jason stofnunin undirbýr námskrá en Gísli og nemendur hans verkefnin og munu þau framkvæma tilraunir í beinni útscndingu. Að tilraununum loknum sitja þau fyrir svörum því um gagnvirkar sjónvarpsút- sendingar verður að ræða. Talið er a.m.k. 750 þúsund nemendur víðs vegar um heim verði í beinlínutengingu og fylgist með því hvað hér fer fram og í Yellowstone í Bandaríkjunum. Gísli og nemendur hans eru í mjög góðu samstarfi við vísundamenn Háskólasetursins í Eyjum og við Náttúrugripasafnið. „Þetta er afskaplega áhugavert og toppurinn á skólastaríinu. Við munum skoða fuglalífið og kanna Eldfell, t.d. hvort hægt er að spæla egg þar, kveikja í blöðum, mæla hitastig o.fl. Verkefnið hefur vaxið að umfangi og mikil undirbúningsvinna frantundan. Við höfum verið inni a Intemetinu einu sinni viku, við emm að kortleggja lundabyggðir í Stórhöfða og ýmislegt fleira. Verkefnið felst í rannsóknunt á sam- spili manns og dýra við náttúruna. Ég held að aldrei hafi annað eins tækifæri rekið á fjörur íslenskra skólabama. Bara þetta segir að grunnskólarnir í Eyjum fá ekki falleinkunn á alþjóðavettvangi í stærðffæði. Greinilegt er að sumir em að gera góða hluti,“ segir Gísli. Búist er við að fulltrúar frá Jason stofnuninni ásamt aðstoðaifólki komi til Eyja í bytjun apríl til að setja upp búnað fyrir útsendingarnar. Búið er að leysa helstu tæknilegu vandamálin við útsending- arnar en eins og gefúr að skilja er gífurleg tækni á bak við gagnvirkar sjónvarpsútsendingar. Húsnúmerahappdrætti knattspyrnuróðs IBV1997 Útdráttur í Húsnúmerahappdrætti ÍBV fór fram fimmtudaginn 23. janúar sl. hjá fulltrúa Sýslumannsembættisins. Vinningar komu á eftirtalda miða: Nr. Vinningur Miði nr. Húsnúmer I 1 28" BEKO sjónvarp frá Brimnesi 585 Fjólugata 2 2 EvrópuferðfyrireinnmeðFlugleiðum 1303 Skólavegur 32a 3 Evrópuferð fyrir einn með Hugleiðum 4 Helgarpakki með Flugleiðum 761 Hásteinsvegur 42 til Rek fyrir tvo 5 Helgarpakki með Flugleiðum 427 Búastaðabraut 9a til Rek fyrir tvo 691 Foldahraun41 3c 6 Málverk eftir Sigurfinn Sigurfmnsson 1038 Hrauntún 67 7 Málverk eftir Vilhjálm Vilhjálmsson 1359 Sólhlíð 7b 8 Sælulykill á Hótel Örk 103 Áshamar 57 2hh 9 Vöruúttekt í Flamingo kr. 10.000 883 Heimagata 35 10 Matur á Bræðraborg kr. 5.000 1279 Skólavegur 7 11 Matur á Bræðraborg kr. 5.000 130 Áshamar63 lhm 12 Matur á Bræðraborg kr. 5.000 1029 Hrauntún 49 13 Matur á Hertoganum kr. 5.000 1509 Vestmannabraut 60a 14 Matur á Hertoganum kr. 5.000 267 Boðaslóð21 15 Matur á Hertoganum kr. 5.000 1104 Illugagata 1 16 Matur á Lantemu kr. 5.000 120 Áshamaról lhh 17 Matur á Lantemu kr. 5.000 1362 Sólhlíð 17 18 Árgjald í styrktarklúbb ÍBV 1997 361 Brekastígur 35 19 Ársmiði á leiki ÍBV í l.deild 1997 1557 Saltaberg 20 Ársntiði á leiki ÍBV í l.deild 1997 1286 Skólavegur 14b 21 Ársmiði á leiki ÍBV í 1 .deild 1997 1271 Nýjabæjarbraut 8a 22 Mynd að eigin vali í Prýði 28 Ásavegur 24 Knattspymuráð ÍBV viíl þakka öllum þátttakendum sem styrktu 1 .deildarlið ÍBV með þátttöku sinni. Vinninga er hægt að nálgast hjá Inga Sigurðssyni í Þórsheimilinu í s.481-2060. Knattspymuráð IBV FORELDRAR &? Að kunna að tjó ást og blíðu Fréttir hleypa af stokkunum nýjum þætti í blaðinu sem fær nafnið „Foreldrar & uppeldi". Eins og nofnið ber með sér verður fjallað um uppeldi barna og unglinga út fró ýmsum hliðum. Visir að þessum pistli vor í síðasta blaði þegar sagt var fró fýrirlestri Sólveigar Ásgrímsdóttur um aga. Til umhugsunar I. Til eru þarfir, andlegar og líkamlegar, sem eru þroska barnanna okkar jafn nauðsynlegar og hollur matur er líkamanum. Sé þessum þörfum ekki fullnægt geta komið fram ýmis einkenni skorts og vöntunar, jafn- vel ævilangrar leitar að einhverju sem erfitt er að finna. Raunar má segja að allar þarfir, hversu áþreifanlegar sem þær eru, hafi einnig sálfræðilega hlið. Skortur á lífsnauðsynjum mótar sálarlíf einstak- lingsins auðvitað líka... Mikilvægt er að foreldrar geri sér grein fyrir hverjar þessar þarfir eru og setji sér markmið í uppeldinu, þ.e.a.s. staldri við og hugsi um verkefni sín sem uppal- endur... Til umhugsunar 2. Ást og kærleikur eru það veganesti sem dugar börnum best. Það verður að teljast nokkuð örugg staðreynd að barn sem elst upp við ástúð, hlýlegt viðmót, blíðu og virðingu verður síður fýrir skakkaföllum á lífsleiðinni og það bergóðan hugtil uppalenda sinna. Öll höfum við okkar hugmyndir um hvað kærleikur er og óþarfi að skil- greina hugtakið hér. Mönnum ber saman um að hann sé lykilatriðið í uppeldi og fáir munu trúlega reyna að mæla því mót. En þegar betur er að gáð getur samt ýmislegt farið úrskeiðis, eins og nánar verður vikið að síðar. Mörg okkar eru klaufsk við að tjá ást og blíðu, en þessar tilfinningar eru einskis virði takist okkur ekki að tjá þær; þær fá ekki líf, ekki tækifæri til að njóta sín og beinast að einhverjum. Hvað með þig sjálfan? (Úr bókinni „Lengi muna börnin” eftir sálfræðingana Sæmund Hafsteinsson ogjóhann inga Gunnarsson).

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.