Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 22. maí 1997
Fréttir
15
Verðlaun veitt í
tónlistarskólanum
Þann 9. maí s.l. voru lokatónleikar
Tónlistarskóla Vestmannaeyja og
lauk þar með þessu starfsári skólans.
Nýstot'nað félag foreldra og forráða-
manna nemenda veitti af þessu tilefni
4 nemendunr viðurkenningu, sern
ætlað er að vera hvatning til þeirra í
námi.
Þeir sem viðurkenningu hlutu vom:
María Guðjónsdóttir
nemandi á píanó
Andri Eyvindsson
nemandi á klarinett
Ásmundur Ásmundsson
nemandi á gítar
Skapti Öm Ólafsson
nenrandi á trompet
Verðlaunin. Ijóðabók Tómasar Guð-
mundssonar „Fagra veröld" voru
gefin af:
Sparisjóði Vestmannaeyja
Isfélagi Vestmannaeyja hf.
Fréttum
Kiwanisklúbbnum Helgafelli
Viðurkenningarskjölin gaf Tölvun.
Þessum aðilum færum við bestu
þakkir. Nemendum óskunr við
velfamaðar.
Á næsta hausti verða þáttaskil í
starfsemi skólans, þegar nýtt húsnæði
verður tekið í notkun.
Amar Sigurmundsson. formaður
skólamálaráðs, sagði svo réttilega:
„Það þarf tvennt. til að gera skóla
góðan. þ.e. húsnæði og metnað okkar
sjálfra." Það sem vantar hjá okkur er
metnaður.
Við eigum góðan efnivið og vonandi
verður stefnan tekin á að vinna sem
best úr honum.
Nú þegar „Dagar lita og tóna“, sem
voru stórkostlegir, em nýafstaðnir er
okkur Ijóst að heimamenn verða að
taka sig á og stórauka sinn þátt í
þessari hátíð.
Þorbjörg Olafsdóttir
Athvarf í Reykjavík
Til sölu falleg einstaklingsíbúð að Vallarási 5, austast í
borginni. Stærð 40m2. Verð 3,9 milljónir.
Upplýsingar gefur Hrafnhildur Gísladóttir
í síma 565 7855
Stýrimannaskólinn í
Vestmannaeyjum
Skólaslit Stýrimannaskólans
verða laugardaginn 24. maí kl. 14.00
í Básum.
Eldri nemendur
og velunnarar skólans velkomnir.
Eykyndilskonur sjá um veitingar
Skólastjóri
UMBOÐÍEYJUM:
Friðfiiunir Finnbogason s.
481-1166 og 481-1450
!/Hs ÚRVAL- ÚTSÝN
fíl - flnon
Þriðjudoga:
Byrjendafundir kl: 20:00
fllmennir fundir kl: 20:30
flð Heimogötu 24
Sumarlínan komín
Alltaf
ecco
að sjálfsögðu
BINGO - BINGO
verður haldið í kvöld kl: 20.30
Síðasta binsó vetrarins
Margt góðra vinninga.
Peningapottur, ferð með Herjólfi fyrir tvo og
hjól í aðalvinning, auk margra annarra góðra
vinninga
Handknattleiksdeild ÍBV
Horfnu húsin
Margur Vestmannaeyingurinn hef-
ur séð hús hverfa undanfarin ár. Núna
síðast Garðar og Blaðatuminn og fyrir
nokkrum árum var það Kaupangur og
fleiri hús. Sum þessara húsa voru ónýt
en sum ekki. Kaupang og Garða hefði
ekki átt að jafna við jörðu vegna þess
að þau voru gömul og nokkuð þekkt,
sérstaklega áður fyrr. I Ijósi þess frnnst
mér að það hefði átt að gera þau upp
og halda við. Kaupangi hefði átt að
breyta í eitthvað á vegum bæjarins.
Garða hefði átt annað hvort að leigja
út eða selja. Margir spyrja sig
sjálfsagt, „hvers vegna voru þau
rifin?“. Mín skoðun er sú að þau hafi
verið rifin vegna þess að það hafði
enginn áhuga á þeim, því miður, það
finnst mér vera til skammar. Það á
ekki að byggja nein hús þama, nei. en
til dæmis eru bílastæði þar sem
Kaupangur stóð!! og það fyrir fimm
bíla! eins og það séu ekki næg stæði
fyrir á Vestmannabrautinni.
Mér fmnst það bæjarsjóði til
háborinnar skammar að gera ekki
þetta hús upp í stað þess að búa til
bílastæði!
Ég skora á þá sem stjóma þessum
málum að hugsa sig tvisvar um áður
en ákvörðun um að rífa hús er tekin.
Guðmundur Daði Haraldsson
Kassavanir kettlingar
(læður) fást gefins
Upplýsingar í síma 481 3104
íbúð óskast
Óska eftir þriggja til tjögurra
herbergja íbúð til leigu. Helst strax.
Upplýsingar á vinnutíma í síma 481
1235 og eftir kl. 18 í síma 896 0956
Vil passa
Ég er stelpa á 14. ári og óska eftir að
passa böm í sumar. Er vön.
Upplýsingarísíma481 2687
A-A fundir
A-A fundir eru haldnir sem hér
segir í húsi félagsins að
Heimagötu 24: Sunnudaga kl.
11:00, mánudaga kl. 20:30
(Sporafundir), þriðjudaga kl.
20:30 (kvennadeild),
miðvikudaga kl. 20:30,
fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga
kl. 23:30 og laugardaga, opinn
fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl.
20:30. Móttaka nýliða hálfri
klukkustund fyrir hvern auglýstan
fundartíma. Athugið símatíma
okkar sem eru hvern fundardag
og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru í 2 klst. í senn.
Garðaúðun
Tökum að okkur að eitra
garða.
Höfum eiturleyfi