Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 22. maí 1997 Landakirkja Sunnudagur 25.5. 14.00 Fenningarguðsþjónusta 20.00 KFUM&K Landakirkju - Unglingafundur Þriðjudagur 27.5. 14.00 Útför Björgvins Pálssonar ATH! Fimmiudag 29. til lau- gardags 31. verða haldnir Vordagar Landakirkju fyrir börn á aldrinum 6-10 ára (sjá fréttatilkynningu). Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 20.30 Biblíulestur Föstudagur 20.30 Unglingasamkoma Laugardagur 20.30 Brotning brauðsins Sunnudagur 15.00 Hátíðarsamkoma Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlcga velkomin! Aðventkirkjan Laugardagur 24. maí Kl. 10.00 Biblíurannsókn Allir velkomnir Baháí samfélagið Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Vordagar LandO' Idrkjy - sumarbúðir í bæ Fimmtudaginn 29.5. til laugar- dagsins 31.5. verða haldnir hinir árlegu Vordagar Landakirkju. Eru þeir ætlaðir börnum á aldrinum 6 til 10 ára og standa fyrir hádegi alla dagana. Leikir, söngvar, fræðsla um Jesú, ferð út í náttúruna og útigrill verða meðal dagskráratriða. Umsjónarmenn Vordaga eru prestamir báðir auk nokkurra ungra leiðtoga úr æskulýðsstarfi KFUM & K. Þátttaka er ókeypis en fjöldi tak- markast við 70 böm. Innritun í safnaðarheimilinu föstudaginn 23. maí milli kl. 13.00 til 16.00 í síma 481-2916. Smá Barnapössun óska eftir að passa börn í sumar. Er tólf ára og hef sótt fóstrunámskeið Rauða krossins. Sími 481 -2675. Bíll til sölu Til sölu er Galant 1986, dísil. Sjálfskiptur. Þarfnast viðgerðar. Verð kr. 25 þúsund. Uppl. í síma 481 -1546 og 481 -1533 (Addi Bald) Reiðhjól óskast Oska eftir að kaupa kvenmanns reiðhjól, fullorðins. Upplýsingar í síma 481-1488 og 481-1505 (Erna). Golf • Tvö stórmót um síðustu helgi Feðgar og frændur i aðalhlutverki Það var mikið um að vera í goliinu um helgina. Tvö stórmót og á annað hundrað keppendur sem mættu til leiks. Fyrra mótið var fyrsta mótið í Islensku mótaröðinni en árangur þar gefur stig til landsliðs. Spilaðar voru 54 holur, 36 á laugardag og 18 á sunnudag. Arangur hefur oft verið betri en stíf austanátt setti mark sitt á spila- mennskuna, sérstaklega þó á laugardag. Þessir urðu efstir: 1. Björgvin Sigurbergsson GK 232 högg 2. Þorsteinn Hallgrímsson GR 233 högg 3. Sigurður H Hafsteinss. GR 234 högg 4. Örn Ævar Hjartarson GR 235 liögg Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgríms- son, sem nú hefur gengið til liðs við Golfklúbb Reykjavíkur. lék síðasta hringinn mjög vel, á 71 höggi, einu yfir pari og tryggði sér þar með annað sætið. Tveir kyltingar frá GV tóku þátt í mótinu, þau Örlygur Helgi Grímsson og Kolbrún Sól Ingólfsdóttir og stóðu sig vel þótt ekki lentu þau meðal þeirra efstu. „Ég steig smá feilspor af og til og náði mér vel á strik í síðasta hringnum en klúðraði þessu á næstsfðustu hol- unni. Það var erfitt að spila í rokinu sem reyndar hefur alltaf hentað mér ágætlega. I roki reynir mest á útsjón- arsemi og þor, að treysta sér til þess að taka fífldjarfar ákvarðanir. Ég þori því enda er ég léttruglaður og er því sterkur í svona móti," sagði Vestmannaeying- urinn Þorsteinn Hallgrímsson GR sem Nesklúbburinn í heimsókn Nk. laugardag koma félagar úr Nesklúbbnum í heimsókn og verður keppt samkvæmt reglugerð GV og Nes. Aríðandi er að félagar skrái sig til keppni og ekki síðar en kl. 21.00 í kvöld, fimmtudag. Mótið hefst kl. 13.00 á laugardag og að því loknu verður slegið á létta strengi með borðhaldi og skemmtiatriðum sem hefjast kl. 21.00. Golfklúbbur Vestmannaeyja Skokkarar athugio Lítill hópur hlaupara, sem stefnir að þátftoku í Reykjavíkurmaraþoni 24. ágúst nk., æfir saman tvisvar i viku. Hist er á Hressó og lagt af stað í skokk kl. 18 mánudaga og fimmtudaga. Allir eru velkomnir að vera með, hvort sem þeir stefna á þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni eða ekki. r ~Bóðskort á ~l málverkasýningu Eg held mína fyrstu eiulíasvuiugu í Vestniaimaev jmn dagana 29. maí - 2. júni í Akógeshúsinu. Opið: íimmtud. 29. maí ld. 20-22. föstudag 30. maí ld. 14-22 laugard. 31. mai kl. 14-22 sunnudag 1. júní kl. 10-22 mánudag 2. júní Id. 14-22 Allir velkomnir. Viðar Breiðfjörð t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi BJÖRGVIN PÁLSSON lést 19. maí á Hraunbúðum. Jarðarförin ferfram frá Landakirkju þriðjudaginn 27. maíkl. 14.00 (tvö). Böm, tengdaböm, bamaböm og bamabamaböm lenti í 2. sæti. Um helgina fór fram hið árlega Flugleiðamót, fyrsta opna mótið á sumrinu í Vestmannaeyjum. Alls liófu 54 keppendur leik f þessu tveggja daga móti en veður hamlaði því að menn sýndu sínar bestu hliðar, austanþræs- ingur og fremur kalt. Sérstök verðlaun voru fyrir að vera næstur holu í upp- hafshöggi á öllum par 3 brautum og hlutu þau verðlaun Hallgrfmur Júl- íusson GV, Vignir F. Agústsson GO, Magnúsína Ágústsdóttir GV, Davíð Vilhjálmsson GR og Guðni Grímsson GV. Með forgjöf varð röð efstu þessi: 1. Vignir F. Ágústsson GO 135 högg 2. Styrmir Jóhannsson GV 139 högg 3. Jón Gústaf Pétursson GG 144 högg Án forgjafar urðu þessir efstir: 1. Haraldur JúlíussonGV 150högg 2. Júlíus Hallgrímsson GV 160 högg 3. Hallgrímur Júlíuss. GV 161 högg Haraldur lék mjög vel seinni daginn, eða á 71 höggi. einu yfir pari vallarins, nákvæmlega eins og Þorsteinn frændi hans daginn áður og má segja að þeir feðgar og frændur hafi átt helgina. Verðlaun vom öll gefin af Flugleiðum. utanlands- og innanlandsferðir. Hafa skal það sem sannara reynist Vegna fréttar sem birtist í blaðinu Fréttum í síðustu viku undir fyrirsögninni „Vafasöm peningasöfnun" vill líknarfélagið FORVARNIR GEGN FÍKNIEFNUM taka fram eftirfarandi: Sjálfboðaliði á vegum FGF var í Vestmannaeyjum seinnihluta mánudags 12. maí til að veita viðtöku fijálsum framlögum hjá nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum. samtals 16 aðilum sem leitað hafði verið til með símtölum. Maðurinn var rækilega merktur líknarfélaginu og með merki þess í barminum. kynnti sig sem starfsmann FGF og afhenii öllum kvittun. stimplaða af FGF. Engin húsaganga til söfnunar fór t'ram og aldrei minntist maðurinn á ÍBV við störf sín. Rétt er að hringt var til skrifstofú IBV og leitað eftir samstarfi um að fá unglinga innan íþróttafélagsins til að dreifa bæklingum í hús og taka móti framlögum ef einhver yrðu. 4-5 vinsamleg samtöl fóru fram við starfsmann ÍBV um málið sem lauk með því að ekki tókst að fá sjálfboðaliða til starfsins. Okkur þykir það sárt ef viðkomandi starfsmaður hefur orðið fyrir óþægindum vegna þessa máls því að hann var okkur mjög vinsamlegur. Það að upp kom misskilningur um að við söt'nuðum í nafni ÍBV má kannski rekja til þess að kona (sjálfboðaliði), sem hringdi til Eyja fyrir okkur í leit að framlögum og kynnti sig í upphafi símtals og sagðist hringja fyrir FGF, hafði veður af því að við væntum samstarfs við ÍBV. Konan mun hafa orðað það svo ílok símaræðu sinnar að ef fólk kærði sig um. kæmi til þess sjálfboðaliði frá FGF eða jafnvel ein- hver frá IBV og nálgaðist framlögin ef það þætti hentugur greiðslumáti. öm ca. 30 símtöl var að ræða allt í allt. Harmar konan mjög ef hún hefur valdið misskilningi eða sært einhvem. Um kl. 23 á mánudagskvöld 12. maí kom sjálfboðaliðinn okkar á hótel í Eyjum og baðst gistingar um nóttina. Hann átti pantað far með Heijólfi morguninn eftir. Afgreiðslumaður var beðinn um að láta vekja kl. 7.30 morguninn eftir til að hann næði skipinu og skrifaði hann það hjá sér. Maðurinn var ekki vakinn og þegar hann loks vaknaði um kl. 8 flýtti hann sér niður í gestamóttöku til að ganga frá sínum reikningi. Þar var enginn í afgreiðslu. Bankað var á skrifstofuherbergi við hliðina en ekkert svar. Maðurinn var þegar orðinn ot' seinn fyrir og flýtti sér til skips. Vegna seinkunar á brottfór rétt náði hann í tæka tíð. Það sem stendur í umræddri frétt frá lögreglunni, að maðurinn haft „stungið af'1 á því ekki við rök að styðjast. Síðar var haft samband við hótelið og greiðsla send í framhaldi af því fyrir gistinguna. Eitt af markmiðum FGF er að koma í veg fyrir ólöglegan innflutning. dreiftngu og neyslu á fíkni- og vanabindandi efnum með þeim ráðum sem tiltæk eru hverju sinni. Stuðla að vakningu meðal þjóðar- innar um skaðsemi eiturlyfja og afleiðingar þeirra á einstaklinginn. Ijölskylduna og heimilið. Við höfum trú á að ötlugir fíkniefnahundar staðsettir víða um landsbyggðina. þ.m.t. Vestmannaeyjar. muni gera mikið gagn í baráttunni við eiturlyf, smyglara og sölumenn. Því miður hefur þessi málatlokkur verið sveltur af hinu opinbera. Við vonum að fólkið í landinu sýni samstöðu í baráttunni og taki málaleitan okkar vel. kaup á fíkniefnahundi kosta mikið fé. En hver veit nema draumurinn um öflugan fíkniefnahund í Vestmannaeyjum verði að veruleika. Við biðjum alla sem vilja liðsinna okkur á einhvem hátt að skrifa okkur sem fyrst. FGF er opið öllum. FGF þakkar fyrir birtinguna á þessu greinarkomi. Forvarnir gegn fíkniefnum - Box 7270 -127 Reykjavík Athugasemd frá fréttastj. Vegna greinar FGF er rétt að taka fram að lögreglan í Eyjum hafði samband við blaðið í síðustu viku og bað uni að fyrmefnd frétt kæmi í blaðinu þar sem hún taldi brögð í tafli við söfnun í þágu góðs málefnis. Fréttin undir fyrirsögninni „Vafasöm peningasöfmm" var því alfarið byggð á upplýsingum lögæglu eins og reyndar forsvarsmönnum FGF var bent á símleiðis. Golfkennsla Hinn frábæri golfkennari GV, Gary Brooks er mættur til starfa. Þeir sem hafa í huga að panta tíma hjá honum, geta skráð sig í Golfskálanum eða hringt og pantað tíma í síma 481-2363. Háls, nef og eyrnalæknir Sigurður Júlíusson, háls, nef og eyrnalæknir verður í Vestmannaeyjum dagana 29.-31. maí nk. Tímapantanir í síma 481-1955 Heilsugæslustöð Vestmannaeyja

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.