Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Side 11
Fimmtudagur 22. maí 1997
Fréttir
11
« viðskiptavinaríns
abrir og hirða hann frá okkur
hagræðingu til að standast sam-
keppnina og svo verða viðskiptavinir
ekki fyrir óþægindum eins og verið
hefur á meðan verið er að fylla í
hillumar.
„Þú spyrð einnig að því hvort við
séum að segja upp samningum við
heildsala í Vestmannaeyjum. Eins og
áður hefur komið fram þá rekum við
innkaupafyrirtækið Búr í samstarfi við
aðra og höfum verið að færa
innkaupin til þeirra undanfarið ár.
Höfum við tilkynnt öllum okkar heild-
sölum, ekki bara í Vestmannaeyjum,
að við munum alfarið láta Búr sjá um
okkar innkaup, þar sem við á, frá og
með næstu mánaðamótum. Þetta þýðir
þó ekki að öllum viðskiptum verði
hætt þar sem Búr verslar ekki með alla
vöruflokka.
Þá hef ég heyrt sögur um að við
værum að segja upp eldra fólki en það
er rangt. Við höfum ekki verið að láta
eldra fólk víkja fyrir yngra. Ef við
höfum þurft að segja upp fólki sem er
að nálgast lffeyrisaldur höfum við gert
við það sérstaka starfslokasamninga
sem ég held að hafi verið þeim
hagstæðir," sagði Þorsteinn.
mt halda sínum sérkennum og
Þar fyrir utan er alltaf verið að skoða
hvaða starfsmenn henta hér eins og
annars staðar.“
Einn liðurinn í þessum breytingum er
áfylling í verslunum félagsins. ,J>að er
nokkuð síðan við tókum upp nýtt kerfi
á Selfossi sem hefur gefist vel. Verið
er að koma því á á Hellu og Hvoslvelli
og nú erum við að skoða hvort það
muni henta í Vestmannaeyjum. Kerfið
byggist á því að vöruáfylling fer fram
eftir lokun. Það má segja að um
verktakavinnu sé að ræða en oftast eru
það starfsmennimir sjálfir sem taka
þetta að sér. Þetta er einn liðurinn í
Erum lítið i fram-
leiðslu á matvöru
Eitt sem Eyjamenn hafa fundið að
rekstri KÁ er að í dag er hér engin
kjötvinnsla og allt skrifstofuhald og
bankaviðskipti hafi flust á Selfoss. Við
þetta hafi störf flust héðan á Selfoss.
Þorsteinn segir að þetta sé bara ein af
þeim breytingum sem orðið hafi í
rekstri matvöruverslana á
undanfömum ámm. „í dag eru
matvöruverslanir hættar að reka
kjötvinnslur. Sjálfir emm við lítið í
framleiðslu á matvöm en við pökkum
talsvert í neytendapakkningar. Um
bankastarfsemina get ég bara sagt:
Hvaða fyrirtæki á pening í banka? Eg
held að það væri nær að spyrja, hvar
em skuldimar? Við erum með ýmis
bankaviðskipti bæði í íslandsbanka í
Vestmannaeyjum og Sparisjóði
Vestmannaeyja og höfum fengið
fyrirgreiðslu þar. Veltan hér í
Vestmannaeyjum er um 450 milljónir
á ári, stöðugildi em 35 og heildar-
launagreiðslur 52 milljónir. Ég geri
ráð fyrir að fólkið noti launin hér í
Eyjum.“
Það fer ekki fram hjá neinum sem
komið hefur í Kjamann á Selfossi að
þar er ein glæsilegasta matvömverslun
landsins og standast verslanimar í
Vestmannaeyjum engah veginn
samanburð við hana. Með þetta hafa
Vestmannaeyingar verið óánægðir og
húsmæður kvarta yfir lítilli fjölbreytni
í kjötborðinu á Tanganum. Þorsteinn
segir að við þessu sé erfitt að gera.
„Það er Ijóst að þó Tanginn sé önnur
stærsta verslun KÁ þá er veltan þar
ekki nema fjórðungur af veltunni í
Kjamanum á Selfossi sem er 4. stærsta
verslun sinnar tegundar í landinu.
Málið er, að margar matvöruverslanir
hafa hætt að vera með kjötborð af því
að það borgar sig ekki. Við verðum
áfram með kjötborð á Tanganum og
ætlum að reyna að gera betur. En til
þess að geta gert betur þurfum við að
fá fólk í lið með okkur og hvet ég
viðskiptavini til að koma með
ábendingar. En þegar kemur að því að
bera saman verslunina á Selfossi og í
Eyjum verður samanburðurinn að
vera sanngjam. Við gerum það sem
viðskiptavinurinn vill annars fer hann
annað. Það er mitt verk að sjá til þess
að brugðist sé við kröfum fólksins og
við þurfum á öllu okkar að halda til að
halda okkar hlut. Og við gemm okkur
fulla grein fyrir því að það er alltaf
dýrara að afla nýrra viðskiptavina en
að halda í gamla.“
Sama verð í
öllum verslunum
Það er yfirlýst stefna KÁ að bjóða
sama verð í öllum verslunum, sama
hvar þær eru á Suðurlandi og segir
Þorsteinn að það hafi tekist að mestu
leyti. „Það getur verið einhver munur
frá degi til dags en í heildina er verðið
það sama. Þú spyrð að því hvemig
þetta sé hægt? Auðvitað er flutnings-
kostnaður hærri til Vestmannaeyja en
t.d. á Selfoss en flutningskostnaður
vigtar orðið minna í vöruverði. Það
em miklu fleiri þættir sem þama spila
inn í eins og t.d. kostnaður við
húsnæði."
Leitum til heima-
manna um minni verk
Þorsteinn var næst spurður að því
hvaða reglur giltu þegar KÁ leitaði
eftir þjónustu fýrir félagið. „Þegar um
KA moi stærsta samvinniHélagii
Þegar þróun KÁ er skoðuð á und-
anförnum tveimur árum minnir
það á margt á það sem gerst hefur
í sjávarútvegsfyrirtækjunum í
Vestmannaeyjum. Eignir hafa
verið seldar og er salan á Bygg-
ingavöruversluninni Húsey eitt
dæmi um það.
Alls hafa 32 eignir og þjón-
ustufyrirtæki verið seld en um leið
hefur félagið fært út kvíamar og er nú
með matvöruverslanir um allt Suður-
landsundirlendið, í Vestmannaeyjum
og í Reykjavík þar sem KÁ er 50%
hluthafi í 11 - 11 búðunum. Þrátt fyrir
að KÁ hafi dregið sig út úr rekstri á
ýmsum sviðum hefur velta félagsins
tvöfaldast á þessum tveimur ámm.
KÁ er annað stærsta samvinnufélag
landsins með 4700 félaga í 29
deildum. Aðeins KEA er fjöl-
mennara. í deildinni í Vestmanna-
eyjum em 545 félagar í dag.
Launagreiðsiur KÁ á síðasta ári
voru 510 milljónir en stöðugildi em
alls 350. í veltu og starfsmannafjölda
er KÁ eitt af stærstu fyrirtækjum á
Suðurlandi. Það er heldur stærra en
ísfélagið en vantar talsvert upp á að
ná Vinnslustöðinni.
Miðað við þróun undanfarinna ára
er ekkert óeðlilegt við það að KÁ
skuli hafa numið land í Vest-
mannaeyjum. Hefði KÁ ekki komið
hefðu aðrar verslunarkeðjur ömgg-
lega náð að skjóta hér rótum. Hvort
það hefði verið hagkvæmara fyrir
Vesunannaeyjar er ómögulegt að
segja til um en það er Eyjamanna
sjálfra að sjá til þess að KÁ-menn
haldi vöku sinni og bjóði hagstæðasta
verð hveiju sinni.
KÁ er meðvitað að festa sig í sessi í
bæjarfélaginu. Á leik ÍBV mátti sjá
fána félagsins á Hásteinsvelli og þess
má geta að KÁ er aðalstyrktaraðili
kvennafótboltans, bæði í meistara-
flokki og yngri flokkunum
stærri verkefni er að ræða eru þau
boðin út eins opið og hægt er en ef
um minni verk er að ræða leitum við
til aðila á hverjum stað. Við buðum út
málningu á Kjamanum en það verk
var upp á 3 til 3,5 milljónir en þegar
Tanginn er málaður leitum við til
iðnaðarmanna í Eyjum. Eyjamenn
eiga alla möguleika á að bjóða í verk
hjá okkur eins og aðrir og ég væri bara
ánægður ef þeir næðu verkefnum hjá
okkur í útboðum. Enda höfum við átt
gott samstarf við Vestmannaeyinga á
ýmsum sviðum. Við vorum fyrstir til
að kynna 200 mflumar fyrir
Vinnslustöðina. Það gerðum við í
öllum verslunum okkar á Suðurlandi
og eram við stoltir af því hvað þetta er
orðin góð söluvara. Vonandi eigum
við eftir að hafa samstarf við ykkur á
fleiri sviðum þar sem báðir gætu haft
af því hag. Dagvöraverslun er okkar
fag og þar ætlum við okkur stóra hluti
en við ætlum ekki að valtra yfir einn
eða neinn. Við geram okkur alveg
grein fyrir því að ef við stöndum
okkur ekki kemur einhver og hirðir af
okkur markaðinn," sagði Þorsteinn.
Ó.G.
(§0 ^st/m/m/meyjafœÆ
Innritun 6 ára barna
Foreldrar eða forráðamenn barna sem fædd eru 1991 eru
minnt á að innrita þarf þau 6 ára börn, sem hefja eiga
skólagöngu í grunnskólum Vestmannaeyja næsta haust.
Innritun fer fram í báðum skólunum mánudaginn 26. maí
nk. kl. 13 -15.
Skólamálafulltrúi.
Foreldrar grunnskólabarna!
Athugið að nauðsynlegt er að tilkynna flutning nemenda
milli skólahverfa, hvort sem um er að ræða innanbæjar í
Vestmannaeyjum eða á milli sveitarfélaga.
Vinsamlegast látið viðkomandi skóla vita fyrir skólalok í
haust.
Skólamálafulltrúi.
Skilið verkfærum vinnuskóla
Þeir sem hafa fengið verkfæri frá vinnuskólanum að láni,
eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim strax. Hafið
samband við undirritaðan sem fyrst.
Verkfæri vinnuskólans eru auðþekkjanleg, enda merkt
með appelsínugulum lit.
Það væri vel þegið, að þeir hefðu einnig samband, sem
telja sig geta bent á verkfæri í eigu vinnuskólans.
Fundur með flokks-
stjórum vinnuskóla
Fundur verður haldinn með flokksstjórum vinnuskóla,
föstudaginn 30. maí nk. og verður fundurinn haldinn í
Félagsheimilinu kl. 16.00.
Fyrri önn vinnu-
skóla hefst 2. júní nk.
Mánudaginn 2. júní verður raðað niður í hópa vegna fyrri
annar í vinnuskólanum. Mæting er við Barnaskólann kl. 13.
Daginn eftir hefst starfsemin.
Tómstunda- og íþróttafuIItrúi.