Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Side 1
MMMF MMMF MMFM Mf MM F.M M M M M M P M M Mi M, M M t 24. árgangur • Vestmannaeyjum 22. maí 1997 • 20. tölublað • Verð kr. 130,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Golf, jazx og sjóstöng á hvítasunnu Mikið var um dýrðir í Vestmannaeyjum um hvítasunnuna. Gafst bæjarbúum og gestum tækifæri til að taka þátt í og fylgjast með í íþróttum á sjó og landi og mikilli jazzhátíð og myndlistarsýningu. Á golfvellinum var háð hið árlega Flugleiðamót og samhliða því fór fram fyrsta mótið í Islensku mótaröðinni sem gefur stig til landsliðs. í Akóges sýndi Kristján Jórsson myndir sínar á Dögum lita og tóna. Á laugardags- og sunnudagskvöld léku nokkrir helstu jazzleikarar landsins ásamt Eyjamönnum. Þá fór fram Hvítasunnumót SJÓVE en sérstaklega var til þess vandað í tilefni 35 ára afmælis félagsins. Á myndunum eru Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson að pútta á golfvellinum, íris Guðmundsdóttir að syngja í Akóges og Sveinn Jónsson að koma í land af sjóstangveiðimótinu. Gaffyrst á humarinn ígær: Kvótinn losar 100 lonn -Vil fá að sjá niðurstöður afmargra ára tilraunaveiðum í snurvoð, segir Viðar Elíasson, sem hann telur hafa áhrif á humarveiðarnar Humarvertíð hófst 15. maí sl. en það var ekki fyrr en í gær að veiðar hófust. Hafði ekki gefið á sjó í heila viku vegna brælu. Samanlagður kvóti Isfélagsins og Vinnslustöðvar- innar er á bilinu 100 til 120 tonn en menn eru hóflega bjartsýnir því illa hefur gengið að ná kvótanum undanfarin tvö ár. Friðrik Már Sigurðsson, útgerðar- stjóri ísfélagsins, sagði í gær að einn bátur frá þeim, Alsey VE, væri á humar. Kvóti ísfélagsins er 19 til 20 tonn af skottum. „Það er búið að vera vitlaust veður frá þvf vertíðin byrjaði og er það fyrst í dag sem hægt er að vera að. Ég frétti af Alsey í morgun og þá voru þeir búnir að fá hálft tonn af skottum.,“ sagði Friðrik. Viðar Elíasson, framleiðslustjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að sjö bátar legðu upp humar hjá þeim í sumar og kvóti þeirra væri á bilinu 80 til 100 tonn. Bátamir eru Björg VE, Skúli fógeti VE, Narfi VE, Surtsey VE, Haföm VE, Trausti ÁR og von er á einum bát að vestan. „En þetta er kvóti sem ekki hefur náðst undanfarin ár,“ sagði Viðar og vill hann m.a. kenna um veiðum í snurvoð. „Það vill svo til að tilraunaveiðar í snurvoð hafa staðið í ein tíu eða fimmtán ár. Ég vil fara að sjá niðurstöður úr þessum til- raunaveiðum og sjá hvaða tegundir er verið að drepa. I Eyjum virðist enginn hafa áhyggjur af þessu en sitt sýnist hverjum. En hjá okkur skapar huntarinn 40 til 50 störf sem er á við hálft álver,“ sagði Viðar. Lifnar yfir úthafskarfanum Eftir rólega byrjun hefur lifnað yflr veiðum á úthafskarfanum á Reykjaneshrygg. Breki VE hefur landað einu sinni 120 tonnum og er væntanlegur úr annarri veiðiferðinni um helgina. „Ég hef fréttir af því að Breki hafi fengið 70 tonn í þremur hölum. Verður hann í landi um helgina,“ sagði Viðar Elíasson. Hann sagði að unnið væri að því að fá fleiri skip til að landa hjá Vinnslustöðinni f sumar. Sindri, sem Vinnslustöðin á með Færeyingum. kemur á rnorgun til að taka veiðarfæri og umbúðir áður en haldið verður á Reykjaneshrygginn. Náttúrustofa Suðurlands vígð á laugardaginn Um leið verður haldin námsstefna um umhverfismál Náttútúrustofa Suðurlands stendur fyrir námsstefnu í umhverfismálum á laugardaginn og sama dag verður stofan formlega vígð. Til námsstefnunnar er boðið öllum sveitarstjómarmönnum á Suðarlandi og er ætlunin að fara ofan í kjölinn á þeim breytingum sem orðið hafa í umhverfismálum á Islandi á undan- fömum árum og reifa umhverfissýn umhverfísmála. Þetta kemur fram í tilkynningu um námsstefnuna en þar mun mikill fjöldi landsþekktra fyrirlesara flytja erindi. Víða verður komið við og er greinilega um athyglisverða náms- stefnu að ræða. Námsstefnunni lýkur svo með vígslu og forntlegri opnun Náttúrufræðistofu Suðurlands sem er til húsa í Rannsóknasetri Háskólans. Forstöðumaður er Ármann Höskulds- son. Nítján íbúar við Vesturveg: VNja einstefnu Nítján íbúar við Vesturveg hafa sent bæjarráði bréf þar sem þeir óska þess að götunni verði breytt í einstefnuakstursgötu. í bréfinu er sagt að mörg rök mæli með breytingu á umferð, m.a. mjög mikil umferð um götuna, mengun henni samfara og hraðakstur sem sé einkum hættulegur bömum. „Vonurn við að þetta mál verði ekki látið bíða þar til stóra slysið verður," segja íbúamir en erindinu var vísað til skipulagsnefndar. YGGI IR LD.UNA amálain gilegan Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 48132 m Sumaráœtlun Alla daga Aukaferöir eru á: Fimmtu-.föstu- og sunnudögum Kl: 15:30 Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Kl. 08:15 Kl. 12:00 Kl: 19:00 ‘Uerjólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.