Fréttir - Eyjafréttir - 22.05.1997, Blaðsíða 17
Fimmtudagur22. maí 1997
Fréttir
17
Ómar Axelsson fer fimum fingrum um bassann.
Ómar Axelsson:
Með þvlbetra í
jazzi á Islandi
Ómar Axelsson, píanó- og bassa-
leikari, hefur verið með frá upphafi,
oftast í annarra sveitum en var
núna með eigin hljómsveit.
„Það sem mér finnst einkenna þetta
núna hvað mest er hvað allt er vel
skipulagt. Þetta var lausara í böndun-
um hér áður en nú er þetta allt alveg
pottþétt,” sagði Ómar. „Ég held að
þetta sé með því betra sem er að gerast
í jazzi á íslandi.” Og hverjir komu
honum mest á óvart af flytjendum?
„Að öllum öðrum ólöstuðum fannst
mér Sigurður Flosason koma vel út og
Þóra Þórisdóttir er mjög góð,” sagði
Ómar Axelsson að lokum og bætti því
við að það væri ekki spuming að hann
kæmi á næsta ári.
Reynir meö einum nemanda sínum úr Swingbandinu.
Reynir Sigurðsson:
Vel að öllu sfaðið
Reynir Sigurðsson, vibrafónleikari,
hefur ekki áður verið á Dögum lita
og tóna. Nemendur hans í Swing-
bandinu vöktu mikla athygli, enda
ungir að árum.
Þar á meðal em tveir vibrafónleikarar
og er það gleðilegt að búið skuli að
hefja það ágæta hljóðfæri til vegs og
virðingar á ný. „Já, þetta er í fyrsta
sinn sem ég kem hingað um
hvítasunnu,” sagði Reynir. „En mig
gmnar að það verði ekki í síðasta sinn.
Það er mjög vel að öllu staðið, allt
skipulag mjög gott og undirbúningur
til fyrirmyndar. Svo hittir maður
marga gamla félaga sem maður hefur
kannski ekki séð árum saman. Þetta
er búið að vera virkilega gaman,”
sagði Reynir Sigurðsson.
FRETTIR kynna 1. deildarlið ÍBV lcvenna 1997
Meistaraflokkslið kvenna IBV1997.
Ekki nóg að
ganga vel í
aefíngaleikjum
- segir Sigurlás Þorleifsson, þjálfari ÍBV
Kvennaknattspyrnan hefst af
fullum krafti á þriðjudaginn. ÍBV
á erfiðan leik fyrir höndum í
meist-araflokki í fyrsta leik, sjálfir
Islandsmeistarar Breiðabliks
koma hingað í heimsókn.
Sigurlás Þorleifsson, þjálfari
meistaraflokks, sagði í viðtali við
Fréttir að sér litist svona þokkalega á
sumarið. „Liðið er miklu betur
undirbúið undir keppnina en nokkru
sinni áður. Og það hefur líka gengið
betur í undirbúningnum að þessu
sinni. Ég er því svona hóflega bjait-
sýnn."
Hafa orðið einhverjar breytingar á
leikmannahópnum síðan í fyrra?
„Nei, það er ekki hægt að segja.
Þetta er nánast sami hópur. En
stúlkurnar eru mun sterkari og betri
núna. Æfingamarhafaskilaðsér."
Nú hefur liðinu verið spáð góðu
gengi í sumar. 4. sæti í spá fyrirliða
og þjálfara. Hefur það áhrif á þjálf-
arann og liðið?
„Ef við tökum mið af æfinga-
leikjunum í vor þá höfum við verið
að vinna lið sem við höfum áður
tapað fyrir og hafa verið fyrir ofan
okkur í deildinni. Það gefur að sjálf-
sögðu góð fyrirheit. En ég ætla ekki
að spenna bogann of hátt í byrjun
móts. Það er ekki nóg að ganga vel í
æfingaleikjum ef svo hrynur allt til
grunna þegar í sjálfa baráttuna er
komið á íslandsmóti. Það er betra að
fara rólega í sakimar og gera sér ekki
ofmiklar vonir."
Em einhverjir leikmenn forfallaðir
vegna meiðsla?
„Nei, það voru smávægileg
meiðsli að hrjá okkur í vor en það er
ekkert alvarlegt og ég á von á því að
allir verði heilir á Ieikdegi. Svo vona
ég baia að okkur takist að fylgja eftir
frábærri byrjun hjá strákunum og
vonast eftir góðum stuðningi bæjar-
búa í sumar. Leikurinn við
Breiðablik á þriðjudag verður erfiður
og þar verður virkilega á brattann að
sækja. En við mætum ótrauð til þess
leiks eins og allra annarra og von-
umst eftir góðri hvatningu áhorf-
enda," sagði Sigurlás.
Þri. 27. maí kl. 20.00 ÍBV-Breiðablik
Mið. 4. júní kl. 20.00 ÍBV-ÍA
Þri.lO.júníkl. 20.00 KR-ÍBV
Mán. 16. juní kl. 20.00 ÍBV-Stjarnan
Þri. 24. júníkl. 20.00 ÍBA-ÍBV
Þri.l.júlíkl. 20.00 ÍBV-Hqukar
Þri. 15. júlí kl. 20.00 Valur-ÍBV ,
Fös. 18. júlí kl. 20.00 Breiðablik-ÍBV
Þri. 12. ágúst kl. 19.00 ÍA-ÍBV
Þri. 19. ágústkl. 19.00 ÍBV-KR
Þri. 26. ágúsl kl. 18.30 Stjarnan-ÍBV
Þri. 2. sepl. kl. 18.00 ÍBV-ÍBA.
Sun. 7. sept. kl. 14.00 Haukar-ÍBV
Fös. 12. sept. kl. 18.00 ÍBV-Valur
Leikir í 1. deild
kvenna 1997
Kvennalið ÍBV náði sínum besta
árangri í fyrra og lenti í 6. sæti í 1.
deild. ÍBV er nú að spila sitt þriðja ár
í röð í 1. deild.
Annie Lö.vgren hefur skorað flest
mörk fyrir ÍBV í 1. deild eða 5; öll í
fyrra. Hún verður ekki með IBV í
sumar. Elena Einisdóttir hefur
skorað næst flest mörk eða 4.
Erna Þorleifsdóttir og Stefanía
Guðjónsdóttir hafa leikið flesta leiki
fyrir ÍBV í 1. deild eða 35 hvor.
Stefanía hefur skorað 2 mörk en
Erna hefur enn ekki komist á blað.
Stærsti deildarsigur ÍBV er 9-0
gegn Selfossi í 2. deild 1994.
Stærsta deildartap er 0-10 gegn
Breiðabliki í 1. deild 1995.
1. deild kvenna í ár kallast
Mizunodeildin.
í árlegri spá fyrirliða og þjálfara í
1. deild er ÍBV spáð 4. sæti. Þetta
kemur nokkuð á óvart en sýnir að
meiri væntingar eru í gangi gagnvart
ÍBV stelpum en oftast áður.
Enn er verið að reyna að fá
liðsstyrk fyrir sumarið. Eru vonir
bundnar við að önnur sænsk stúlka
gangi til liðs við ÍBV en fyrir er Joan
Nilsson.
KÁ hefur gert samning við
knattspyrnudeild og er aðal styrkt-
araðili kvennaknattspyrnunnar í
Eyjum. KÁ styrkir bæði meist-
araflokk kvenna og alla yngri
flokkana.