Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Síða 1
Styttist í kennaraverkfall: -Bæjarstjórn fundaði meó kennurum:
Obætanlegt t/ón
kemi til aðgerða
-er sameiginleg niðurstaða funmins
Með hverjum deginum sem líður
styttist í boðað verkfall grunn-
skólakennara. Það mun hefjast
mánudaginn 27. október, hafi ekki
samist fyrir þann tíma, og þar með
lamast öll starfsemi grunnskól-
anna.
Á þriðjudag boðaði bæjarstjóm
Vestmannaeyja til fundar með grunn-
skólakennurum í Vestmannaeyjum
þar sem málin voru rædd. Eftirfar-
andi ályktun var samþykkt á fund-
inum:
„Fundur bæjarstjómar Vestmanna-
eyja og grunnskólakennara í Vest-
mannaeyjum telur það vera
sameiginlegt verkefni sveitarstjómar-
manna og grunnskólakennara að
tryggja að góður og öflugur grunn-
skóli sé í hverju sveitarfélagi. Það
tekst ekki nema innan hans starfi hæft
og vel menntað starfsfólk sem er sátt
við kaup, kjör og starfsaðstæður.
Kjarasantningar kennara verða einnig
að taka mið af þeim breytingum sem
lög krefjast á hverjum tíma, nú til
dæmis breytingum sem verða við
einsetningu gmnskólans.
Bæjarfulltrúar og grunnskólakenn-
arar eru sammála um að verkföll
kennara valdi grunnskólunum
óbætanlegu tjóni og því verði að grípa
til allra tiltækra ráða til að koma í veg
fyrir að til frekari slíkra aðgerða komi.
Þá vill fundurinn benda á að færa
megi sterk rök fyrir því að alvarleg
kjaramálaátök milli sveitarfélaga og
kennara hafi mun skaðlegri áhrif á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu.
Fundurinn vill beina þeirri ein-
dregnu áskomn til samninganefnda
Lítil þátttaka
í vor kom fram ósk í bæjarráði um
það að Vestmannaeyjabær léti
kanna ástæður þess að Vest-
mannaeyingar flyttu frá Eyjum.
Brugðist var snöfurmannlega við
þessum óskum og hafa nú niðurstöður
könnunarinnar litið dagsins ljós. Þó
ekki sé ástæða til að taka niður-
stöðumar of alvarlega vegna þess hve
fáir svöruðu, þá er Ijóst að könnunin
getur verið leiðbeinandi fyrir ráða-
menn bæjarins og bæjarbúa sjálfa um
það hvar skórinn kreppir að. Aðeins
bárust 62 svör af 217 bréfum sem
send vom út. Það þýðir og er kannski
umhugsunarvert að 155 aðilar skyldu
hunsa könnunina. Kannski eru það
ákveðin skilaboð til Vestmanna-
eyjabæjar og segir jafnvel meira
heldur en svör þeirra sem skiluðu sér
til baka.
Sjá nánar á bls. 15.
sveitarfélaganna og kennarasamtak-
anna að nýhöfnum viðræðum milli
þeirra um nýjan kjarasamning verði
ekki slitið fyrr en niðurstaða er
fengin.”
Samkvæmt þessu er fullur vilji
bæjarstjómar til að leysa deiluna. En
málið er í höndum samninganefndar
sveitarfélaganna og þessi deila snýst
um peninga og hvaðan eigi að taka þá.
Boðað var til fundar hjá sáttasemjara
á þriðjudag en ekki mun sá fundur
hafa aukið mönnum bjartsýni á að
lausn sé í sjónmáli. Að öllu óbreyttu
stefnir því í verkfall.
Á þriðjudag var haldinn fundur í
Foreldrafélagi Bamaskóla Vest-
mannaeyja. Þar var þessi ályktun
samþykkt:
„Foreldrafélag BV vill lýsa yfir
þungum áhyggjum sínum vegna
yfirstandandi kjaradeilu kennara og
samninganefndar sveitarfélaga. Við
foreldrar getum ekki sætt okkur við að
enn einu sinni skuli stefna í verkfall
hjá bömum okkar. Er metnaður hjá
sveitarfélögum ekki meiri en svo að
þeir sitji hjá og feli sig bak við
launanefnd sveitarfélaga? Það er
krafa okkar foreldra að kennarar fái
nauðsynlegar kjarabætur svo að
komist verði hjá stórfelldum flótta úr
stéttinni. Við verðum að hugsa um
framtíð bama okkar í þessu máli. Við
verðum að tryggja þeim bestu
fáanlega menntun þvf að um leið
erum við að tryggja hag þessarar
þjóðar um ókomna framtíð.”
HauststiHur
Ljósmynd: Óskar Björgvinsson
ÖLL ERUMIHO BLÓMÍSAMA GARÐIí síðustu viku varhaldin vinavika
í Hamarsskóla. Til að undirstrika að öll erum við afsama meiði, var
útbúið listaverkþar sem allir nemendur og starfsfólk áttu sitt blóm.
Börkur tekinn við
Börkur Grímsson tók í gær við
stöðu útibússtjóra Islandsbanka í
Vestmannaeyjum. Um leið lét
Aðalsteinn Sigurjónsson af
störfum.
Aðalsteinn, sem á að baki langan og
farsælan starfsferil í bankanum, tók
við starfi útibússtjóra þann 15.
október 1987. Hann hafði því gegnt
starfinu í nákvæmlega tíu ár þegar
hann lét stólinn af hendi til Barkar.
Staðan var auglýst en ekki fékkst
uppgefið hvað margir sóttu um en
þess má geta að útibú íslandsbanka í
Vestmannaeyjum er stærsta eða
næststærsta útibú bankans.
Börkur er 33 ára viðskiptafræð-
ingur. Hann starfaði í þrjú ár að
loknu námi á Endurskoðunar-
skrifstofu Sig. Stefánssonar f Vest-
mannaeyjum. Árið 1995 vann hann
sex mánuði í íslandsbanka þar til
hann réðst sem fjármálastjóri til
Vinnslustöðvarinnar. Þar var hann í
eitt og hálft ár en þann 1. febrúar sl..
var hann ráðinn aðstoðarútibússtjóri
Islandsbanka í Eyjum.
Börkur er kvæntur Guðrúnu
Sigurgeirsdóttur, Jónassonar frá
Skuld, og eiga þau tvær dætur.
Börkur Grímsson
útibússtjóri.
GGI
IR
LDUNA
gingamálain á
~ Hægilegan hr
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 48132
Vetra ráœtl u n
Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn:
Alla daga nema sun. Kl. 08:15 Kl. 12:00
Aukaferöir föstudaga Kl: 15:30 Kl: 19:00
sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00
Ucrjólfur
BRUAR BILIÐ
Sími 481 2800 Fax 481 2991