Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Qupperneq 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Qupperneq 2
2 Fréttir Fimmtudagur 9. október i 997 Rólegheitaástand I dagbók lögreglunnar, frá þriðju- degi í síðustu viku til þriðjudags í þessari viku, voru alls 175 færslur sem er nokkru færra en var vikuna þar áður. Vikan var fremur róleg, ekki miklar annir hjá lögreglu og sögðu lögreglumenn, senr voru á vakt um helgina að síminn hefði varla hringt. Hins vegar er tjöldi útkalla ekki mælikvarði á störf lögreglu því að lögreglan sinnir töluverðri forvarnarvinnu með því að vera sjáanleg í umferðinni og inni á skemmtistöðum við eftirlit. Reiðhjólum stolið Tvívegis var þjófnaður á reiðhjól- um tilkynntur til lögreglu í vikunni. Það er allt of algengt að reiðhjólum sé stolið og vill Iögreglan benda hjólaeigendum á að gæta betur að hjólum sínum. Þetta á sérstaklega við um helgar þegar fólk er undir áhrifum áfengis og notar þá hjólfákana til að komast leiðar sinnar. Skiptir þá ekki máli hver á viðkomandi hjól. Tvö brunaútköll Á fimmtudag í síðustu viku var tvisvar tilkynnt um eld og liðu aðeins þrjár klukkustundir milli útkalla. Rétt fyrir kl. 14 var til- kynnt um mikinn reyk að Skóla- vegi 31 og var slökkviliðið ræst út. Reyndist vera um hitablásara að ræða sem ósaði svo mikið að húsið fylltist af reyk. Ekki urðu miklar skemmdir af en endurbætur standa yfiráhúsinu. Ogkl. 17vartilkynnt um mikinn reyk um borð í Baldri VE þar sem báturinn lá við bryggju inni íFriðarhöfn. Slökkviliðið var kallað út og reyndist reykurinn stafa frá rafmagnstöflu. þátlar skemmdir urðu, aðallega vegna reyks. Umferðar- lagabrot Alls voru fjögur umferðarlagabrot kærð í vikunni og voru tvö þeirra minni háttar. í einu tilvikinu var um að ræða gáleysisakstur þar sem bifreið var snúið við, öðrum vegfarendum til óþæginda og hættu. Þá var ökumaður staðinn að hraðakstri á Hamarsvegi og mældist hann á 75 km hraða. Féll niður í lest Á föstudagsmorgun í síðustu viku var tilkynnt um vinnuslys um borð í Danska Pétri. maður hafði fallið niður í lest skipsins þegar unnið var við löndun og skarst hann á höfði. Hann var lagður inn á sjúkrahúsið en mun ekki alvarlega slasaður. Skemmdar- verk á bíl Aðfaranótt laugardags var unnið skemmdarverk á bifreið sem stóð við Bárustíg 11. Bifreiðin hafði verið rispuð. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um málið. Ekkert bréf frá Oddi Á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag má segja að helst hat'i borið til tíðinda að ekkert bréf lá frammi frá Oddi Júlíussyni en hann hefur verið einkar iðinn við bréfaskriftir til bæjarráðs á undanförnum vikum. Aftur á móti lítur út fyrir að þessi áhugi Odds hafi smitað út frá sér því alls lágu tyrir sjö brét' úr ýmsum áttum, flest frá opinberum aðilum. Byr fékk engan túnfísk Byr VE sem hélt til túnfiskveiða í síðustu viku kom inn í seint á þiðjudagskvöldið. Sveinn Valgeirsson skipstjóri á Byr segir að ferðin hafi gengið vel, þó aflinn hafi ekki verið í samræmi við væntingar. Hann segir að um 30 skip hafi verið að veiðum fyrir utan 200 mílumar. „Við fengum engan fisk og ástæðan kannski fyrst og fremst sú að sjórinn var of kaldur. Samkvæmt upplýsingum sem við fengum frá íslenskum eftirlitsmönnum um borð í japönsku skipunum sem voru á svæðinu var lfka tregt hjá þeim. Japanamir vom að fá þetta frá tveimur og upp í þrjúhundruð kíló. Við fréttum þó af einum sem komst í eitthvað hlýrri sjó og fékk tvö tonn á svipuðum slóðum og við vorum að reyna. Japanamir og fleiri þjóðir eru með áratuga reynslu af þessum veið- um, svo þeir stahda betur að vígi.“ Sveinn segir að þeir muni þó ekkert hætta við að gera út á túnfiskinn. „Við höldum áfram að undirbúa okkur í vetur og gera okkur klára fyrir næsta sumar. Þá ætlum við að vera komnir með eingirnislínu og vera búnir að kynna okkur túnfiskslóðir betur. Einn færeyskur skipstjóri sem ég talaði við á heimleiðinni sagði mér að hann hefði verið á frönsku túnfiskveiðiskipi bara til þess að kynna sér aðferðir og vinnubrögð. Kannski maður fari í einn svona kynningartúr eða nám- skeið sjálfur.“ Sveinn segir að áhöfnin muni ekki láta deigan síga en Byr hélt til hvítlúðuveiða í gærkvöldi. SÍLDIN KOMIN Gullberg VE kom með fyrstu síldina á vertíðinni á mánudaginn. Aflinn, 300 tonn, fór til vinnslu í Vinnslustöðinni. Vilja sjónvarpa frá fundum bæjarstjórnar Fyrir fundi bæjarráðs lá bréf frá Fjölsýn hf. þar sem óskað er eftir að fá að taka bæjarstjómarfundi upp á myndband. Verði þeir síðan sýndir á sjónvarpsrás Fjölsýnar. Forseti bæjarstjórnar hafði kynnt þetta erindi á síðastafundi bæjarstjómar og fól bæjarráð honum og bæjarstjóra að ræða nánar við bréfritara. Því kynni svo að fara að bæjarbúar gætu á næstunni fylgst með bæjarstjómarfundum án þess að niæta á svæðið. Ingi ráðinn Á fundi bæjarráðs á þriðjudag lágu fyrir þrjár umsóknir um starf byggingafulltrúa bæjarins þar af ein frá heimamanni. Þær voru frá Trausta S. Harðarsyni, Hafnarfirði, Þórólfi Oskarssyni. Reykjavík og Inga Sigurðssyni, Hólagötu 10 Vestmannaeyjum. Samþykkt var að ráða Inga Sigurðsson í starfið. Ljósmyndasýning Morgunblaðs- manna í hús Herjólfs Þessa dagana stendur yfir sýning á ljósmyndum fréttararitara Morgun- blaðsins í liúsi Herjólfs á Básaskersbryggju. Þar em myndir sem fengu verðlaun og viðurkenningar hjá blaðinu sl. vor. Sýningin hefurfarið um allt land og em Vestmannaeyjar síðasti viðkomustaðurinn. D) <D 3 tC < Af sameignum Nú á dögunum var stofnað stórmerkilegt félag. Það er félag þeirra sem segja að óréttmætt sé að útdeila fiskveiðikvótanum á þann hátt sem gert hefur verið síðan upp var tekið að skammta aðgang að fiski í sjó. Margir gerðust stofnfélagar á þessum fyrsta fundi, þar á meðal fyiTverandi sjávarútvegsráðhen'ar og a.m.k. einn núverandi seðlabankastjóri. Það vakti nokkra furðu skrifara að hann skyldi vera í hópi fundarmanna, hann hefur verið öllu kunnari fyrir það á síðustu misserum að vilja ganga nánast óheftur í sjóði landsmanna og brúka úr þeim fé til eigin þaifa, að vfsu einkar gagnlegra þaifa fyrir land og lýð. En þetta nýstofnaða félag ætlar sem sé að einbeita sér gegn því óréttlæti að fáeinir stórlaxar geti gengið í sameiginlega auðlind landsmanna og eignað sér hana og er það einkar gott og göfugt málefni. Einhvers staðar las skrifari á dögunum að væri verðmæti auðlindarinnar skipt jafnt milli allra núlifandi Islendinga, kæmu um 740 þúsundir króna í hlut hvers og eins. Vissulega væri það nú ekki ónýtt. til að mynda fyrir fjöguna eða fimma manna fjölskyldu ef stjómvöld ákvæðu að borga þetta bara út í eitt skipti fyrir öll. Kannski væri það líka besta lausnin, þá hættu menn væntanlega að rötla yfir því að fá ekki að njóta þessarar sameiginlegu auðlindar. Skrifari hefur líka heyrt menn halda því fram í blákaldri alvöru að þeir eigi heimtingu á að fá sinn skerf greiddan út. Samkvæmt landslög- um sé þetta sameign allra og því hljóti þeir að eiga rétt á greiðslu. Hætt er nú við að aukast myndu sólarlandaferðir landsmanna og bílaflotinn endumýjaður hraustlega yrði t'arið að borga út. En það eru víst litiar líkur á þvf. Það vekur líka upp spumingar, hvort slíkt samræmdist með öllu jafnrétti. Ef greitt væri út á morgun og allir fengju jafnt, auðlindinni skipt upp milli allra núlifandi Islendinga, hvert yrði þá hlutskipti þeiira sem fæðast eftir morgundaginn? Þeir myndu væntanlega fæðast inn í auðlindarlaust þjóðfélag og fengju enga aura í sína vasa. Eitt af því sem hið nýstofnaða félag mun væntanlega berjast fyrir, verður trúlega að settur verði skattur á þá sem nýta auðlindina, svonefnt veiðileyfagjald. Mikill styrr hefur staðið um það frá því að fyrst var minnst á þann möguleika að leggja slíkt gjald á útgerðina. Þeir sem standa utan útgerðar eru því vitanlega mjög hlynntir (menn eru alltaf hlynntir skattlagningu sem kemur ekki við þá sjálfa). En útgerðaraðilar em ekki eins hrifnir af hugmyndinni og er það sjónarmið vel skiljanlegt. Þeir hafa bent á að það fé, sem fæst með slfkri innheimtu, muni að stórum hluta koma frá útgerðarstöðum á lands- byggðinni en muni að öllum líkindum renna nær óheft á höfuðborgarsvæðið. Þetta verði því dreifbýlisskattur og fjánnagnið notað fyrir sunnan. En svo er líka annað sjónarhom á þessu máli sem skrifari hefur ekki enn heyrt að velt hafi verið upp á borðið. Væri ekki til í málinu að útgerðarmenn fengju greitt t'yrir að nýta auðlindina í þágu okkar hinna? í stað þess að leggja auknar álögur á þá, myndum við (sem þykjumst eiga auðlindina) greiða þeim hæfilegt gjald fyrir þá þjónustu sem þeir veita okkur og standa með því undir nær öllum litflutningstekjum þjóðarinnar. Sennilega væri miklu nær að fara þessa leið. Almenningur hefur ekki hundsvit á hvemig á að fara með peninga, það hafa útgerðarmenn aftur á móti og ekki vafamál að þeir myndu ávaxta þessar greiðslur á hagnýtan máta. Og vitanlega þarf í leiðinni að breyta þeim fáviskulegu lögum sem segja að allir landsmenn eigi auðlindina. Lögum, sem ekki standast, verður að breyta. Og auðvitað er það miklu eðlilegra að láta laganna bókstaf hljóða á þann hátt að útvegsmenn eigi auðlindina. Þeir hafa haft á henni eignarhald á undanfömum ámm og því eðlilegt að sá réttur þeirra verði staðfestur með lögum. Þar með væri líka úr sögunni að fávís almenningur væri að röfla um einhverja sameiginlega eign og aftur yrði friðvænlegra í þjóðfélaginu. En einhvem veginn hefur skrifari það á tilfinningunni að þessar hugmyndir eigi lítinn hljómgrunn og nýja félagið muni ekki taka þeim tveim höndum. Það eru því allar líkur á að enn um sinn verði rifist og röflað um þessa margnefndu sameign okkar sem er. þegar allt kemur til alls, akkúrat engin sameign. Sigurg. \ FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinnæ Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.