Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Side 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 16. október 1997
Landakirkja:
Rokkað i Jesú nafni
ÖÐRU VÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ. Dee Seven og Jórunn fluttu kraftmikiö og gott rokk í
Rokkmessunni á sunnudagskvöldið.
HÁTT í 400 manns sóttu fyrstu rokkmessu vetrarins.
Það var líf og fjör í rokkmessu sem
efnt var til á sunnudagskvöldið í
Landakirkju. Tónlistin, sem var
kröftugt rokk, minnti á engan hátt
á hefðbundna kirkjutónlist cn hún
virtist engu síður falla hátt í 400
kirkjugcstum vel í geð.
Þetta er tjórði veturinn sem staðið
er fyrir poppmessum í Landakirkju.
Þær hafa notið vinsælda sem virðast
ætla að haldast ef marka má aðsókn-
ina á sunnudagskvöldið. Hljómsveitin
Dee Seven ásamt Jórunni Lilju
Jónasdóttur sér nú um tónlistina sem
er nokkuð þétt rokk. Hefur sennilega
ekki áður heyrst þéttara rokk í
Landakirkju.
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, sagði
að leita ætti allra ráða til að koma
boðskap kirkjunnar á framfæri og
vitnaði þar beint í Biblíuna.
Kirkjugestir voru mjög virkir í
messunni og tónlistin féll í góðan
jarðveg. Dee Seven er góð rokk-
hljómsveit og þar fer söngvarinn,
Ólafur Guðmundsson fremstur í
flokki. Jórunn Lilja kemur til liðs við
strákana í Rokkmessunum og er góð
viðbót. Rokkmessur verða einu sinni í
mánuði í vetur og Dee Seven munu
sjá um tónlistina. Þar gefst unnendum
góðrar rokktónlistar tækifæri til að
hlýða á góða tónlist og prestamir fá
tækifæri til að ná til fleira fólks í
boðun fagnaðarerindisins.
FRÁ afhendingunni: Siguröur Símonarson skólafulltrúi,
Bergþóra Þórhallsdóttir yfirkennari, Friðfinnur Finnbogason
frá Kiwanisklúbbnum, Jóna Ólafsdóttir, yfirkennari, Svavar
Steingrímsson húsvörður, Halldóra skólastjóri og Guð-
mundurforseti Kiwanisklúbbsins.
Kiwanismenn rausnarlegir á 30 ára afmælinu:
Gáfu grunnskób
unum tölvur fyrir
7600 þúsund kr.
í síðustu viku afhentu félagar í
Kiwanisklúbbnum Helgafelli
grunnskólunuin í Vestmannaeyjum
tíu tölvur af fullkomnustu gerð að
gjöf. Er verðmæti gjafarinnar
rúmlega 1600 þúsund krónur.
Guðmundur Jóhannsson. forseti
Kiwnisklúbbsins Helgafells, afhenti
gjöfina sem er tíu tölvur af fullkomn-
ustu gerð. Fimm fara í Barnaskólann
og fimm í Hamarsskóla. Tölvumar
eru af Hyundai-gerð, Pentium 166
Mhz með Windows 95 með 32 mb
vinnsluminni og 3,2 GB hörðum disk,
20 hraða geisladrifi, 15 tommu lita-
skjám og Intel Netkoiti.
„Undanfarin ár höfum við Kiw-
anismenn staifað undir kjörorðunum
„Börnin fyrst og fremst'‘. Teljum við
að þessi tölvugjöf sé einmitt í anda
þeirra," sagði Guðmundur við afhend-
inguna.
Gjöfin er afrakstur af vinnu Helga-
fellsfélaga við sölu á jólasælgæti og
söfnun auglýsinga á öskjur undir
sælgætið. „Með stuðningi bæjarbúa,
sem keypt hafa af okkur sælgæti, er
okkur kleift að færa skólunum þessa
gjöf. Það er von okkar Hlegafells-
félaga að gjöfin komi að góðurn
notum við kennslu í skólunum," sagði
Guðmundur að lokum.
Hal Idóra Magnúsdótti r, skólastjóri
Hamarsskóla og Jóna Ólafsdóttir.
yfirkennari í Barnaskólanum tóku á
móti tölvunum. I báðum skólunum
eru tölvuver en tölvumar sem þar eru
gáfu ísfélag og Vinnslustöð á síðasta
ári. Kennarar hafa farið á tölvu-
námskeið og er tölvukennsla hafin í
skólunum. Halldóra sagði að gjöfin
kæmi þvf í góðar þarfir. „Formleg
kennsla á tölvur hefst í 4. bekk og
aðaláherslan er lögð á 4. til 7. bekk.
Nemendur vinna líka einstaka
verkefni á tölvur, s.s. íslensku, ensku
og stærðfræði og þau sem vilja geta
nýtt sér ritvinnsluna og leitað
upplýsinga á Netinu," sagði Halldóra.
Menntaskælingar úr Hamrahlíð á ferð undir leiðsögn Eyjamannsins Ounnlaugs Ástgeirssonar:
Kanna jarðfræði og áhrif eldgossins á byggðina
Gunnlaugur Ástgeirsson, Ása í Bæ,
var hér á ferð um síðustu helgi með
hátt í 50 nemendur úr Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Um er að
ræða nemendur í valáfanga í
jarðfræði og sögu. Einn liður í
kennslunni eru ferðir á vettvang
þar sem könnuð eru áhrif eldgosa á
byggð. Auk Vestmannaeyja er
farið að Heklu og Lakagígum.
Gunnlaugur, sem kennir sögu,
hefur komið árlega með nemendur til
Vestmannaeyja frá árinu 1991 oger
þetta því sjöunda ferðin. ,Þessi áfangi
er frekai' vinsæll miðað við það að um
valáfanga er að ræða," segir Gunn-
laugur. „Nemendur hafa komist í að
vera hátt í 100. Eru þeir yfirleitt á
næstsíðasta eða síðasta ári í
skólanum. Við förum á þrjá staði á
landinu þar sern við tengjum saman
jarðfræði og eldgos og áhrif þeirra á
nærliggjandi byggð. Það er farið að
Heklu, Lakagígum og Klaustri og til
Vestmannaeyja. Við könnum áhrif
áhrif eldgosa á þessum stöðum á
nærliggjandi byggðir og leggjum
áherslu á Móðuhaiðindin og Heima-
eyjargosið 1973 sem kom upp í miðri
byggð."
Áður en lagt er upp fá krakkarnir í
hendur lesefni og myndir sem þau
hafa til hliðsjónar við rannsóícnir
sínar. Gunnlaugur segir að erfitt sé að
finna einhveija heildamiðurstöðu úr
verkefnunum varðandi Vestmanna-
eyjar. „Það er ekki nema hvað byggð
er fljót að jafna sig og hvað fólkið á
auðvelt með að aðlaga sig breyttum
aðstæðum."
Gunnlaugur segir að nemendurnir
séu tnjög áhugasamir en þeir átti sig
kannski ekki strax á því hvað áhritin
eru mikil. „Þeir koma kannski til mfn
seinna til að þreifa á sögu landsins og
þjóðarinnar í framhaldi af því sem
þau lærðu í þessum áfanga. Þama er
líka beitt allt öðram kennsluháttum en
venja er, þar sem blandað er saman
jarðfræði og sögu og þessar vett-
vangsferðir hafa líka sitt að segja,"
sagði Gunnlaugur að lokum.
HLUTI hópsins reyndi sig í sprangi og naut til þess öruggrar leiðsagnar Gunnlaugs.